Fréttablaðið - 25.02.2010, Page 6

Fréttablaðið - 25.02.2010, Page 6
6 25. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR Dagur menntunar í ferðaþjónustu Ráðstefna á Grand Hóteli um mikilvægi fræðslu og símenntunar starfsfólks í ferðaþjónustu 25. febrúar kl.13:30-17:00. Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning á www.saf.is VERÐ KR. 9.900 VERÐ KR. 13.900 Handklæða-ofnar Hitastýrð sturtusett með öllu ASÍ krefst ... ... þess að stöðugleikasáttmálinn standi! Efling atvinnulífsins verði algjört forgangsmál. Nánari upplýsingar á www.asi.is VIÐSKIPTI Stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion, Íslandsbanki og Landsbankinn, hafa að undanförnu skipað fjölda fólks í stjórnir samtals 48 fyrirtækja. Hafa þær ráðstafanir komið í kjölfar yfirtöku bankanna á fyrirtækjunum, að hluta eða öllu leyti. Íslandsbanki hefur skipað fólk í stjórnir 21 fyrir- tækis, Landsbankinn í átján og Arion í níu. Að auki hefur Arion sett yfirtekna eignarhluti í fyrirtækj- um í sérstök félög sem hafa eigin stjórnir. Þessar upplýsingar koma fram í svari fjármála- ráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur Samfylkingunni. Ráðherra leitaði til bankanna sjálfra um svör. Í svari Íslandsbanka kemur fram að bankinn hefur ekki sett sér reglur um stjórnarskipanir og jafnframt að fjórðungur stjórnarmanna á hans vegum eru konur. Arion greinir aðeins frá stjórnarskipan í félögum sem „hafa verið í opinberri umræðu“ og ber við ákvæðum laga um trúnaðarskyldu. Segist bankinn stefna að jafnrétti kynjanna við skipun í stjórnir. Af gögnum bankans má ráða að konur skipa tvö stjórnar- sæti af þeim fjórtán sem bankinn hefur ráðstafað í fyrirtækjum sem teljast til úrvinnsluverkefna. Landsbankinn kveðst hafa sett sér virka jafnréttis- stefnu sem gildi um skipun manna í stjórnir. Hún taki mið af jafnréttislögum. Engu að síður kemur fram í upptalningu bankans á stjórnarfólki að af 47 stjórnarsætum sitja konur í þremur. - bþs Viðskiptabankarnir þrír hafa tekið fjölda fyrirtækja yfir að hluta eða öllu leyti: Bankamenn í stjórnum 48 fyrirtækja ÁBYRGÐARMENN BANKANNA Birna Einarsdóttir Íslands- banka, Finnur Sveinbjörnsson Arion og Ásmundur Stefáns- son Landsbankanum. DANMÖRK Danska stjórnin setur sér háleit markmið í nýrri stefnuyfir- lýsingu, sem Lars Løkke Rasmus- sen forsætisráðherra og Lene Espersen, nýr utanríkisráðherra, kynntu í gær. Daginn áður hafði Rasmussen stokkað upp í stjórninni með gjörbreyttri ráðherraskipan. Meðal annars stefnir stjórn frjálslyndra og íhaldsmanna að því að Danmörk verði eitt af tíu rík- ustu löndum heims. Einnig er stefnt að því að atvinnustig verði með því sem best gerist í heiminum, dönsk skólabörn verði með þeim allra duglegustu í heimi, og í það minnsta einn danskur háskóli verði í hópi tíu bestu háskóla heims. Þá er stefnt að því að frelsi verði meira í Danmörku en víðast hvar annars staðar og að óvíða gangi aðlögun útlendinga að samfélaginu betur en þar. Til þess að ná þessum markmið- um, og fleiri til af svipuðu tagi, er sett fram starfsáætlun í 76 liðum þar sem meðal annars er stefnt að ströngu aðhaldi í ríkisfjármál- um, fimm þúsund nýjum störfum á næsta ári, tryggt verði að dönsk börn verði fljúgandi læs að lokn- um öðrum skólabekk og sjúkling- um verði gert auðveldara að leggja fram kærur – svo aðeins fátt sé nefnt af þessum 76 liðum. - gb Forsætisráðherra Danmerkur kynnir stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar: Danmörk í hóp tíu ríkustu LARS LØKKE RASMUSSEN Setur ríkis- stjórn sinni háleit markmið. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL „Mér finnst þetta jákvætt álit og í því felst við- urkenning á Íslandi sem sam- starfsríki innan EFTA og EES og jafnframt á aðgerðum ríkis- stjórnarinnar til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Vissulega kemur fram að margt sé eftir en líka að við séum á réttri leið. Þess vegna finnst mér fel- ast í þessu stuðnings- og traustsyfirlýs- ing við Ísland.“ Þetta segir Stefán Hauk- ur Jóhannes- son, sendiherra Íslands í Brus- sel og aðalsamn- ingamaður, um álit fram- kvæmdastjórn- ar Evrópusam- bandsins um aðildarumsókn Íslands sem fjallað er um framar í blaðinu. Framkvæmda- stjórnin telur Ísland fullnægja öllum skilyrðum sem umsóknar- ríki og leggur til við aðildarríkin að aðildarviðræður verði hafnar. Hugsanlegt er að formleg ákvörðun þar um verði tekin á fundi ráðherra ESB í marslok. Stefán Haukur segir Ísland fá jákvæða einkunn í flestu og raun- ar mjög jákvæða í sumum mála- flokkum. Niðurstaðan sé að við- ræður um málefni er varða EES og Schengen ættu ekki að verða flóknar. Aðlögun þurfi á öðrum sviðum, svosem í sjávarútvegi, landbúnaði og byggðamálum en það komi ekki á óvart. „Það hefur alltaf legið fyrir og um það verður samið. Viðræðurnar munu ganga út á hvaða sérlausnum við getum náð fram,“ segir Stefán Haukur. Eitt og annað í íslensku þjóðlífi er gagnrýnt. Til dæmis dómstól- ar, hagsmunatengsl, bankahrun- ið og einkavæðing fyrirtækja. „Það má kannski segja að vinur til vamms segi,“ segir Stefán Haukur. „Og ég tel að við þurf- um að taka þessar ábendingar alvarlega og reyna að bregðast við þeim. Evrópusambandið veiti ríkjum í raun aðhald hvað ýmis- legt svona lagað varðar.“ Árni Þór Sigurðsson, formað- ur utanríkisnefndar Alþingis, segir ekki koma á óvart að fram- kvæmdastjórnin telji Ísland upp- fylla skilmála fyrir aðild. Hann er ekki þeirrar skoðunar að Alþingi muni á næstu mánuðum og miss- erum drífa í að laga íslenska lög- gjöf að löggjöf ESB til að greiða fyrir aðild. „Það liggur ekki á því enda liggur ekki fyrir hver ákvörð- un þjóðarinnar í þjóðaratkvæða- greiðslu verður. En við getum auð- vitað tekið upp ábendingar um atriði sem okkur finnast sjálfsögð mál, burtséð frá aðild að ESB.“ bjorn@frettabladid.is Stuðnings- og trausts- yfirlýsing við Ísland Álit framkvæmdastjórnar ESB um aðildarumsókn Íslands er jákvætt, að mati aðalsamningamanns Íslands. Bregðast þurfi við gagnrýni í álitinu. Formaður utanríkismálanefndar segir ekki liggja á að laga íslensk lög að löggjöf ESB. HÖFUÐSTÖÐVAR FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR Íslenska samninganefndin heldur áfram sinni heimavinnu á meðan beðið er eftir formlegri ákvörðun ráðherra Evrópu- sambandsins um hvort hefja beri aðildarviðræður. FRÉTTABLAÐIÐ/BÞS STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON GRÆNLAND Óvenjumikil hlýindi hafa verið á Grænlandi í vetur, einkum þó á sunnanverðu land- inu. Janúarmánuður hefur verið sá hlýjasti síðan mælingar hóf- ust árið 1958. Ástæðan mun vera þrálát hæð yfir Grænlandi og Baffineyju, sem gerir það að verkum að kalda veðrið fer fram hjá, eins og til dæmis Bandaríkja- menn og Íslendingar hafa fengið að kynnast. Grænlendingar eru hæstánægð- ir með hlutskipti sitt, sérstaklega þeir sem búa syðst á landinu. - gb Hitametin falla: Óvenjuhlýtt á Grænlandi í ár Ætlar þú að fara og kjósa um gamla Icesave-samninginn ef betri samningur verður í boði? Já 66,7 Nei 33,3 SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti að styrkja sjálfstæði íslenskra dómstóla? Segðu skoðun þína á Vísi.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.