Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 6
6 4. mars 2010 FIMMTUDAGUR N1 Deildin KARLAR Fimmtudagur Digranes Mýrin Framhús Ásvellir HK - Akureyri Stjarnan - Grótta Fram - FH Haukar - Valur 18:30 19:30 19:30 19:30 2009 - 2010 pakkinn Fyrsti á aðeins 845 krónur! Skráðu þig á: klubbhusid .is eða í síma 528-200 0 A R G H 0 20 31 0 F í t o n / S Í A Varsjá g Kraká Fleiri dagsetningar og nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Borgaferð Verð á mann í tvíbýli: 129.500 kr. Fararstjóri: Óttar Guðmundsson læknir Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, hótelgisting í Varsjá og Kraká ásamt morgunverði, akstur til og frá flugvelli, akstur á milli borganna og íslensk fararstjórn. Páskaferð 27. mars – 3. apríl A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… Styður þú boðuð verkföll flug- umferðarstjóra? JÁ 21% NEI 79% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að kjósa um Icesave- lögin? Segðu þína skoðun á visir.is DÓMSMÁL Tæplega fertug kona hefur verið ákærð fyrir Héraðs- dómi Austurlands fyrir fjársvik. Hún notaði greiðslukortanúmer af Master Card greiðslukorti á nafni embættis sýslumannsins í Stykk- ishólmi og lét skuldfæra andvirði varnings á greiðslukortareikn- ing sýslumannsembættisins. Hún mætti við þingfestingu málsins í héraðsdómi í fyrradag og játaði sök. Konan notaði greiðslukortanúm- er sýslumannsembættisins í sept- ember á síðasta ári. Út á það sveik hún vörur í fjögur skipti í fyrir- tækjum á Reyðarfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Varningurinn sem hún sveik út var að verðmæti nær hundrað þúsund krónur. Þá er konan ákærð fyrir að reyna að svíkja út vörur fyrir tæpar 27 þúsund krónur í einni verslun til viðbótar í Neskaupstað. Enn var hún á ferðinni með greiðslukorta- númer sýslumanns en tókst ekki að fá varninginn afgreiddan. Í málinu gera tvö fyrirtækjanna sem konan sveik vörur út úr kröfu um skaðabætur. Annars vegar Húsasmiðjan sem krefst þess að hún verði dæmd til að greiða 26 þúsund krónur. Hins vegar Lind- arbrekkufrænkur ehf. á Eskifirði sem krefja hana um rúmar sex þúsund krónur. - jss Kona um fertugt ákærð fyrir fjársvik í Héraðsdómi Austurlands: Sveik út á greiðslukort sýslumanns GREIÐSLUKORT Konan hafði orðið sér úti um greiðslukortanúmer embættisins. DÓMSMÁL Fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður verktakafyrirtækisins Jarðvéla hafa verið dæmdir í eins árs skil- orðsbundið fangelsi og til að greiða hvor um sig rúmar 104 milljónir króna í sekt fyrir skattalagabrot. Mennirnir tveir, framkvæmdastjórinn Karl Stefán Hannesson, 60 ára, og stjórnar- formaðurinn Vilhjálmur Kristinn Eyjólfs- son, 55 ára, eru dæmdir fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöld- um sem samtals nema yfir 104 milljónum á nokkurra mánaða tímabili árið 2007. Báðir mennirnir viðurkenndu að hafa í störfum sínum borið ábyrgð á rekstri fyrir- tækisins, en neituðu hins vegar sök og sagð- ist hvorugur hafa séð um að stýra fjármál- um þess. Karl Stefán benti á feðgana Vilhjálm Kristin og Vilhjálm Þór Vilhjálmsson, sem árið 2007 keyptu Jarðvélar í gegnum félagið Toppinn ehf. Vilhjálmur benti á móti á Karl Stefán og einn þriggja prókúruhafa félags- ins sem sökudólga. Dómurinn kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að sem stjórnarformanni og framkvæmdastjóra Jarðvéla hafi Karli og Vilhjálmi borið rík skylda til að halda rekstr- inum í horfinu og standa skil á skattgreiðsl- unum. Eru þeir því fundnir sekir. Greiði þeir ekki sektirnar innan fjögurra vikna skulu þeir sitja í fangelsi í sex mánuði. - sh Dæmdir á skilorð og til að greiða samtals rúmlega 208 milljónir í sektir: Stjórnendur Jarðvéla dæmdir fyrir skattalagabrot ALLT BÚIÐ Jarðvélar höfðu með höndum vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar, en þegar fyrirtækið komst í þrot stöðvaðist vinnan þar tímabundið. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM UTANRÍKISMÁL Fulltrúar íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja ferðast nú um Sichuan-fylki í suðvestur Kína til að fylgja eftir samstarfi Íslend- inga og Kínverja við uppbyggingu á jarðskjálftasvæðum. Jarðskjálfti sem nam átta á Richter reið yfir í Kína í maíbyrjun 2008 með þeim afleiðingum að tugþúsundir létust og milljónir misstu heimili sín. Sendinefndin heimsótti í gær end- urhæfingarmiðstöð í Chengdu, höf- uðborg fylkisins, en þar hefur stoð- tækjafyrirtækið Össur starfað með góðgerðasamtökunum Stand Tall frá Hong Kong. Að sögn Árna Alvars Arason- ar, framkvæmdastjóra Össurar í Asíu, hafa þegar um 300 manns fengið þar meðferð. Um er að ræða fólk sem slasaðist mikið, eða missti útlimi. Árni er jafnframt formaður Íslenska viðskiptaráðsins í Kína. Árni Almar segir Össur hafa all- mikla reynslu af hjálparstarfi á jarðskjálftasvæðum, en þar sé oft unnið við afar erfiðar aðstæður. „Oft eru þetta einstaklingar sem missa útlimi við erfiðar aðstæður. Þannig getur verið um að ræða fólk sem þarf að aflima í sjálfum rústun- um til að bjarga því. Í slíkum tilvik- um er endurhæfingin erfið og getur tekið langan tíma.“ Að sögn Árna Alvars er fjár- magn sjaldnast erfiðasti hjallinn við hjálparstarf eftir hamfarir líkar þeim sem yfir gengu í Kína, heldur framkvæmdin og að finna rétta samstarfsaðilann. „Í byrjun eru margir boðnir og búnir, en vandinn eykst þegar kemur að eftir- fylgninni,“ segir hann, en Össur komst í samband við lækna í Hong Kong sem ákváðu að fara af stað með hjálparstarf undir heitinu Stand Tall. „Og þeir ætla sér raun- ar stærri hluti í að færa þekkingu til Chengdu og byggja endurhæfing- arspítala. Áskorunin er að tryggja Tilfellin erfið þegar aflima þarf í rústum Íslensk sendinefnd með fulltrúum stjórnvalda og íslenskra fyrirtækja ferðast nú um þau svæði Kína sem harðast urðu úti í jarðskjálftum í maí 2008. Heimsótt var endurhæfingarstöð þar sem fólki er hjálpað með stoðtækjum Össurar. eftirfylgni og aðgang að vörum til lengri tíma.“ Árni Alvar segir að starfsfólk Össurar hafi verið í Chengdu og unnið með fólki á staðnum, meðal annars við þjálfun í um fimm mán- aða skeið á meðan verkefninu var komið á legg. Hann segir þetta þó ekki góðgerðastarf af hálfu Öss- urar nema í bland, því fyrirtækið selji framleiðsluvörur sínar. „En það er hins vegar töluverð ákvörð- un að fara af stað í svona aðstæð- um því leggja þarf meira í þjálfun en venjulega er gert.“ Þá segir hann Össur í raun starfa utan þess mark- aðssvæðis sem áhersla er lögð á í svona verkefni, en auk samstarfsins við Stand Tall þá hefur Össur einnig hafið samstarf við Rauða krossinn í Hong Kong. olikr@frettabladid.is Í ENDURHÆFINGU Konan sem hér sést missti eignmann sinn í skjálftanum sem skók Kína í maí 2008. Hún sat föst í rústum og missti mátt í báðum fótum, en lærir nú að ganga á ný með hjálp stoðtækja frá Össuri. MYND/ÖSSUR AFHENDA BARNASKÓLA Binghua Hope-barnaskólinn í Sichuan-fylki í Kína verður afhentur með viðhöfn á morgun, föstudag. Skólinn er byggður fyrir framlög íslenskra fyrirtækja í Kína, sem starfa saman undir merkjum Íslenska viðskiptaráðsins (IBF), en auk þeirra tóku þátt í verkefninu utanríkisráðuneytið og einstakl- ingar. Unnið var að byggingu skól- ans í samvinnu við China Youth Development Foundation (CYDF) og staðaryfirvöld í Sichuan. Kristín A. Árnadóttir, sendiherra í Kína, afhendir skólann. Hugmyndin að byggingu skól- ans mun hafa orðið til í íslenska sendiráðinu í Kína eftir hamfar- irnar sem urðu í Sichuan-fylki 12. maí 2008 þegar þar reið yfir jarðskjálfti. Tæplega 70 þúsund manns fórust og milljónir misstu heimili sín. Gríðarleg eyðilegging varð á mannvirkjum og þurfti mikið og samstillt átak til að reisa við mannlíf á þessu svæði. Kölluð voru til íslensk fyrirtæki í Kína og hafin söfnun fjár til byggingar barnaskóla. Binghua Hope-skólinn er í Huidong-sýslu, í suðurhluta Sichuan, en skólinn þar var að hruni kominn eftir skjálftann og ónothæfur með öllu. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.