Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2010, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 04.03.2010, Qupperneq 2
2 4. mars 2010 FIMMTUDAGUR VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tekið yfir rekstur VBS fjár- festingarbanka og skipað bankan- um nýja stjórn til bráðabirgða að ósk stjórnar bankans. „Fjárhagsleg staða bankans er þröng, og hefur verið lengi,“ segir Jón Þórisson, forstjóri VBS. Upp- gjöri síðasta árs er ekki lokið, en Jón segir að eiginfjárhlutfall bankans sé yfir lögbundnu átta prósenta lágmarki. Unnið hefur verið að endur- skipulagningu bankans í nokk- urn tíma. Jón segir að litið sé á yfirtöku FME sem áfanga í endur- skipulagningunni, enda muni það auka trúverðugleika ferlisins. Fyrir tæplega einu ári fékk VBS 26 milljarða króna lán hjá Seðla- banka Íslands til sjö ára. Með því láni endurfjármagnaði bankinn skuld sína vegna endurhverfra viðskipta við Seðlabankann. Þá tók VBS lán hjá Seðlabankanum og lánaði áfram til viðskiptabank- anna, eftir að lokað hafði verið fyrir lán til bankanna. Jón segir yfirtöku FME ekki hafa áhrif á það lán, öðruvísi en að hún tryggi frekar endurgreiðsl- ur á láninu. Veð fyrir láninu séu í lánasafni VBS, reiðufé og fleiru. „Bankinn var kominn í fjár- hags- og rekstrarvanda,“ segir Gunnar Andersen, forstjóri FME. Hann segir bókfært eigið fé jákvætt, en greiðslustaðan sé erfið. Heildarskuldir VBS eru í dag um 39 milljarðar króna, segir Gunnar. Tveir þriðju hlutar skuld- arinnar eru 26 milljarða króna lán Seðlabankans og tekjur bankans ekki nægar til að standa undir skuldinni við Seðlabankann. Bráðabirgðastjórnin fer með völd stjórnar og hluthafafundar, og getur því skipt um stjórnend- ur telji hún þörf á því. Stjórnin starfar í þrjá mánuði í mesta lagi, og ákveður hvort bankinn starfi áfram eftir endurskipulagningu, eða leiti nauðarsamninga. - bj Jón Hnefill Aðalsteinsson, prófessor í þjóðfræði, lést á heimili sínu í Reykjavík á þriðjudag, 82 ára að aldri. Að loknu stúdents- prófi frá MA 1948 nam Jón Hnefill trúarbragða- sögu, trúar- lífssálfræði, heimspeki, guðfræði og þjóð- fræði við Stokkhólmsháskóla, Háskóla Íslands og Uppsala- háskóla. Hann var um skeið prest- ur á Eskifirði en sneri sér fljótlega að kennslu og fræði- störfum. Hann varð dósent í þjóðfræði við HÍ 1988 og próf- essor 1992. Jón Hnefill var kvæntur Svövu Jakobsdóttur rithöf- undi en hún lést 2004. Þau áttu saman einn son en Jón átti tvo syni af fyrra hjóna- bandi. Jón Hnefill Aðalsteinsson fallinn frá Þráinn, er samband ykkar farið að þrána? „Þráinn hefur þránað ef Þráin skyldi kalla.“ Þráinn Steinsson, tæknimaður á Bylgj- unni, og Þráinn Bertelsson alþingismaður lentu í orðasennu í útvarpsþættinum Ísland í bítið. FANGELSISMÁL Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur samþykkt að framlengja undanþágu til þess að hægt sé að nota Hegningarhúsið á Skólavörðustíg áfram til næstu ára- móta. „Fram kom að ekki hefur verið farið að skilyrðum hvað varðar fjölda fanga og að mikið álag hafi verið á húsnæðinu,“ segir í bréfi umhverf- is- og samgöngusviðs Reykjavíkur- borgar til Guðmundar Gíslasonar, forstöðumanns Hegningarhússins, eftir skoðun á húsnæðinu og samtöl við Pál Winkel fangelsismálastjóra og Guðmund sjálfan. „Loftræsting er léleg í klefum og verður varla úr því bætt svo viðun- andi sé en þær úrbætur sem gerð- ar voru með því að bora göt neðst á hurðir geta ekki talist fullnægj- andi,“ er dæmi um lýsingu umhverf- issviðsins á stöðu mála. Í bréfi til umhverfisráðuneytis- ins vísar forstöðumaðurinn til þess að ekki hafi orðið úr byggingu nýs fangelsis í Reykjavík eins og til hafi staðið. „Hins vegar er ljóst að það myndi valda verulegri rösk- un á starfsemi refsivörslukerfisins ef Hegningarhússins nyti ekki við fyrir móttöku og skammtímavistun fanga,“ segir forstöðumaðurinn og bendir síðan á að til standi að opna bráðabirgðafangelsi í Bitru sem töluvert muni létta álagið - gar Hegningarhúsið á Skólavörðustíg opið áfram þótt það standist ekki kröfur: Undanþága þótt reglur séu brotnar HEGNINGARHÚSIÐ Hér mega vera tólf fangar auk tveggja gæsluvarðhaldsfanga en nokkuð oft mun farið yfir þau mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKÓLAMÁL „Ég á mjög bágt með að sætta mig við að skólastjórinn geti tekið sér þetta vald og farið svona með framtíð þessara ungmenna,“ segir Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, móðir pilts sem vikið var úr Verzl- unarskóla Íslands. Alls fimm nemendur voru rekn- ir úr Verzlunarskólanum fyrir tveimur vikum. Ástæðan var léleg mæting sem ekki var bætt þrátt fyrir ítrekuð tilmæli, bæði munn- leg og skrifleg, að sögn Inga Ólafs- sonar skólastjóra. „Við teygjum okkur að því er sumir segja allt of langt. Þetta gerum við helst aldrei en það kemur að því að það verð- ur að segja hingað og ekki lengra,“ segir Ingi. Af áðurnefndum fimm nemend- um fengu tveir að snúa aftur eftir að í ljós kom að þeir glíma við langvinna sjúkdóma sem skóla- yfirvöld vissu ekki um, að sögn skólastjórans. Ingibjörg kveðst hafa kært brottvikninguna til mennta- málaráðuneytisins í gær eftir að skólanefndin hafnaði því að taka afstöðu í málinu. Hún telur lög hafa verið brotin á nemendun- um auk þess sem reglur skólans heimili ekki brottrekstur. Móðir tveggja annarra nemenda í skólan- um hyggst sömuleiðis kæra brott- vikningarnar jafnvel þótt hennar börn hafi ekki átt í hlut. „Í reglunum segir að víkja megi nemendum úr skóla í lengri eða skemmri tíma. Í mínum huga þýðir skemmri tími einn dagur og lengri tími vika,“ segir Ingibjörg, sem er aðstoðarskólastjóri í Ísaks- skóla. „Ég er ekki að segja að það hafi ekkert gengið á áður því þannig var það. En allir þessir krakkar eru virkir í félagslífinu og eru skólan- um til sóma. Skólastjórinn hefði vel getað náð sínu fram með brottvikn- ingu í eina viku. Það er afar mikil ábyrgð sem hvílir á honum því þetta er ákveðin stimplun á krakk- ana og niðurbrot fyrir þau,“ segir Ingibjörg. Nemendurnir þrír áttu allir að útskrifast í vor og geta enn náð því. Skólastjórinn segist hafa orðið við óskum þeirra um að fá að mæta í lokaprófin enda sé fram- tíð þeirra – menntunarlega séð – í húfi. Hann hafnar því að hafa brotið lög. „Það hefur verið farið eins mildilega að þessu og frekast er unnt. Ef það endar með því að ein- hver er rekinn úr skóla þá er það sársaukafullt fyrir alla. Þetta er ekki aðeins sársaukafullt fyrir þessa nemendur heldur var þetta einstaklega sársaukafullt fyrir mig líka því mér er hlýtt til þess- ara nemenda,“ segir Ingi Ólafsson. gar@frettabladid.is Kærir skólastjóra VÍ fyrir að reka soninn Móðir pilts sem rekinn var úr Verzlunarskóla Íslands hefur kært skólastjórann. Hingað og ekki lengra, svarar skólastjórinn, þótt þetta sé sársaukafullt gilda hér reglur. Fimm nemendur voru reknir í einu en tveir fengu að snúa aftur. INGIBJÖRG ÝR JÓHANNSDÓTTIR Sættir sig ekki við að skólastjóri Verzlunarskólans geti rekið nemendur sem mæta illa í skólann. Ingibjörg er aðstoðarskólastjóri í Ísaks- skóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI INGI ÓLAFSSON BRETLAND, AP Fyrrverandi njósn- ari bresku leyniþjónustunnar MI6 er sakaður um að hafa reynt að selja ríkisleyndarmál til annarra landa fyrir tvær milljónir breskra punda. Njósnarinn, Daniel Houghton 25 ára, var handtekinn á mánudag þegar hann reyndi að selja upplýs- ingar til kaupanda sem í raun var breska leyniþjónustan. Saksóknari segir að Houghton hafi fjölfaldað skjöl frá MI5 þegar hann vann erlendis fyrir hönd MI6 á árunum 2007 til 2009. - ná Bretar handtaka njósnara: Talinn hafa selt ríkisleyndarmál Enn óvíst með Ásbjörn Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur ekki haft tíma til að leggjast yfir mál Ásbjarnar Óttarssonar alþingis- manns, sem hefur viðurkennt misferli í rekstri fyrirtækis síns. Því hefur ekki verið ákveðið hvort hann verði ákærður eða ekki. Það verður gert á næstunni, segir Helgi Magnús Gunn- arsson saksóknari. LÖGREGLUMÁL Fjármálaeftirlitið tekur yfir stjórn VBS fjárfestingarbanka og skipar nýja stjórn: Skuldar ríkinu 26 milljarða GUNNAR ANDERSEN JÓN ÞÓRISSON ÚR SÍÐUSTU UMFERÐ Með sigri í skákinni hefði Ilya Nyzhnyk orðið yngsti stórmeistari í heimi, en hann beið lægri hlut fyrir Jaan Ehlvest. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKÁK Fjórir urðu efstir á MP Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í Ráðhúsinu í gær. Ívan Sok- olov frá Bosníu, Júrí Kuzubov frá Úkraínu, Abhijeet Gupta frá Ind- landi og Hannes Hlífar Stefáns- son urðu efstir og hlutu 7 vinn- inga úr níu skákum. Ívan Sokolov var úrskurðaður sigurvegari á stigum en efstu menn deila sigur- laununum á milli sín. Keppendur voru 104 talsins, þar á meðal 22 stórmeistarar auk margra ungra og efnilegra skák- manna. Skákveislan heldur áfram því seinni hluti Íslandsmóts skákfé- laga fer fram um helgina í Rima- skóla og hefst í kvöld. Búast má við fjölmörgum erlendum kepp- endum á mótinu. - pal Reykjavíkurskákmótið: Hannes meðal sigurvegara LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu leitaði enn Guð- bjarna Traustasonar, fanga á Litla-Hrauni, í gærkvöld þegar Fréttablaðið fór í prentun. Fjöl- margar ábendingar höfðu borist en þær höfðu ekki leitt til hand- töku. Guðbjarni, sem er 27 ára og iðu- lega kallaður Baddi, er 185 senti- metrar á hæð og um 90 kíló. - jss Eftirlýsing lögreglu: Strokufanginn ekki fundinn Rifbraut mann með spörkum Maður um tvítugt hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að ráðast á mann og sparka ítrekað í hann liggjandi. Maðurinn rifbrotnaði og hlaut tvö sár á höfði. DÓMSTÓLAR SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.