Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 30
 4. MARS 2010 FIMMTUDAGUR Optical Studio – gleraugna- verslunin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur algjöra sér- stöðu sem verslun á flugvallar- og fríhafnarsvæði en þar eru öll algengustu gleraugu afgreidd meðan beðið er. Optical Studio FLE er fullbú- in gleraugnaverslun með alla þá þjónustu sem þekkist í bestu gler- augnaverslunum stórborga heims- ins. Sjónmælingar og kontaktlinsu- mælingar eru framkvæmdar í versluninni með nýjustu og full- komnustu sjónmælingatækjum sem þekkjast. „Viðskiptavinurinn getur svo sest niður og fengið sér kaffibolla hér hjá okkur og gleraugun eru tilbúin þegar hann klárar kaff- ið,“ segir Kjartan Kristjánsson, eigandi Optical Studio. Kjartan ítrekar að andrúmsloftið í versl- unarumhverfi flugstöðva sé mjög sérstakt, tími viðskiptavinarins er dýrmætur og því verður þjónust- an við hann að vera hnökralaus og fáguð. Starfsfólk Optical Studio er lykillinn að góðu gengi verslunar- innar. „Þessi þjónusta stendur við- skiptavininum hvergi til boða annars staðar og í þau tíu ár sem Optical Studio hefur verið í Leifs- stöð hefur orðspor verslunarinn- ar borist víða. Viðskiptamanna- hópur okkar spannar í raun allt litrófið, frá ráðherrum og efn- uðustu athafnamönnum lands- ins, heimsfrægum listamönnum á borð við Sophiu Loren og Brad Pitt til skólakrakka og barna. Ástæð- an fyrir þessum breiða hópi er sú að verið er að bjóða vöru í heims- klassa á lægra verði en gengur og gerist auk þess sem mikið er lagt upp úr persónulegri og góðri þjónustu. Við þjótum til dæmis með gleraugun á hlaupahjóli á eftir tímabundnum farþegum, alla leið út í flugvélina ef því er að skipta.“ Á heimasíðunni www.optical- studio.is eru allir þættir verslun- arinnar vel kynntir. Til að spara tíma geta flugfarþegar nú pantað í gegnum Netið ákveðnar vörur sem þeir óska eftir að kaupa þegar í flugstöðina er komið en á heima- síðu verslunarinnar er að finna myndir af úrvalinu. Viðskiptavin- ir geta einnig farið áður í verslan- ir Optical Studio í Smáralind eða Keflavík til að undirbúa pöntun sína á gleraugum. Gleraugnatískan hefur sjaldan verið áberandi í Hollywood nema ef væri sólgleraugnatíska. Hins vegar hefur borið á því undanfar- ið að frægar stjörnur og fyrirsæt- ur hafi sést með áberandi dökkar umgjarðir, svokölluð persónuleika- gleraugu. Þar má nefna ólátabelginn Kelly Osbourne sem nýlega hefur skipt algerlega um stíl, er orðin ljós- hærð og mjó, en þó alltaf aðeins öðruvísi. Sætabrauðsdrengurinn Justin Timberlake hefur einnig skartað áberandi gleraugum undanfarið og tekur sig vel út. Verður nokkuð gáfulegri fyrir vikið. - sg Útlitið dökkt í Hollywood Leikarinn Justin Timberlake skartar áber- andi gleraugum með dökkri umgjörð. Kelly Osbourne er krúttleg í leðurjakka og með svarta umgjörð á nefinu. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is s. 512 5439 og Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411 Einstakt í flugstöð Burkni Birgisson sjónfræðingur að sjónmæla viðskiptavin. Kjartan, eigandi Optical Studio, á hlaupahjólinu góða sem gripið er til þegar þarf að afhenda gleraugu út við hlið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.