Fréttablaðið - 04.03.2010, Side 30

Fréttablaðið - 04.03.2010, Side 30
 4. MARS 2010 FIMMTUDAGUR Optical Studio – gleraugna- verslunin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur algjöra sér- stöðu sem verslun á flugvallar- og fríhafnarsvæði en þar eru öll algengustu gleraugu afgreidd meðan beðið er. Optical Studio FLE er fullbú- in gleraugnaverslun með alla þá þjónustu sem þekkist í bestu gler- augnaverslunum stórborga heims- ins. Sjónmælingar og kontaktlinsu- mælingar eru framkvæmdar í versluninni með nýjustu og full- komnustu sjónmælingatækjum sem þekkjast. „Viðskiptavinurinn getur svo sest niður og fengið sér kaffibolla hér hjá okkur og gleraugun eru tilbúin þegar hann klárar kaff- ið,“ segir Kjartan Kristjánsson, eigandi Optical Studio. Kjartan ítrekar að andrúmsloftið í versl- unarumhverfi flugstöðva sé mjög sérstakt, tími viðskiptavinarins er dýrmætur og því verður þjónust- an við hann að vera hnökralaus og fáguð. Starfsfólk Optical Studio er lykillinn að góðu gengi verslunar- innar. „Þessi þjónusta stendur við- skiptavininum hvergi til boða annars staðar og í þau tíu ár sem Optical Studio hefur verið í Leifs- stöð hefur orðspor verslunarinn- ar borist víða. Viðskiptamanna- hópur okkar spannar í raun allt litrófið, frá ráðherrum og efn- uðustu athafnamönnum lands- ins, heimsfrægum listamönnum á borð við Sophiu Loren og Brad Pitt til skólakrakka og barna. Ástæð- an fyrir þessum breiða hópi er sú að verið er að bjóða vöru í heims- klassa á lægra verði en gengur og gerist auk þess sem mikið er lagt upp úr persónulegri og góðri þjónustu. Við þjótum til dæmis með gleraugun á hlaupahjóli á eftir tímabundnum farþegum, alla leið út í flugvélina ef því er að skipta.“ Á heimasíðunni www.optical- studio.is eru allir þættir verslun- arinnar vel kynntir. Til að spara tíma geta flugfarþegar nú pantað í gegnum Netið ákveðnar vörur sem þeir óska eftir að kaupa þegar í flugstöðina er komið en á heima- síðu verslunarinnar er að finna myndir af úrvalinu. Viðskiptavin- ir geta einnig farið áður í verslan- ir Optical Studio í Smáralind eða Keflavík til að undirbúa pöntun sína á gleraugum. Gleraugnatískan hefur sjaldan verið áberandi í Hollywood nema ef væri sólgleraugnatíska. Hins vegar hefur borið á því undanfar- ið að frægar stjörnur og fyrirsæt- ur hafi sést með áberandi dökkar umgjarðir, svokölluð persónuleika- gleraugu. Þar má nefna ólátabelginn Kelly Osbourne sem nýlega hefur skipt algerlega um stíl, er orðin ljós- hærð og mjó, en þó alltaf aðeins öðruvísi. Sætabrauðsdrengurinn Justin Timberlake hefur einnig skartað áberandi gleraugum undanfarið og tekur sig vel út. Verður nokkuð gáfulegri fyrir vikið. - sg Útlitið dökkt í Hollywood Leikarinn Justin Timberlake skartar áber- andi gleraugum með dökkri umgjörð. Kelly Osbourne er krúttleg í leðurjakka og með svarta umgjörð á nefinu. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is s. 512 5439 og Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411 Einstakt í flugstöð Burkni Birgisson sjónfræðingur að sjónmæla viðskiptavin. Kjartan, eigandi Optical Studio, á hlaupahjólinu góða sem gripið er til þegar þarf að afhenda gleraugu út við hlið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.