Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 50
34 4. mars 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Eitt af hinum nýju nöfnum í tónlistarheiminum sem mikið er talað um þessa dagana er Gonjasufi, en það er listamannsnafn Sumacks Ecks, söngvara og jógakennara, sem búsettur er í Las Vegas. Hann hefur búið til tónlist í nokkur ár og gefið út sjálfur í takmörkuðu upplagi undir Sumack-nafninu, en fyrsta platan hans sem fær almenna dreifingu, A Sufi and a Killer, kemur út hjá Warp-fyrirtækinu á mánudaginn. Gonjasufi er fæddur og uppalinn í San Diego. Hann er þriggja barna fjölskyldufaðir og hefur kennt jóga í nokkur ár. Hann fékk fyrst áhuga á tónlist þegar hann kynntist rapptónlist snemma á tíunda áratugnum. Það er tvennt sem maður tekur strax eftir hjá Gonjasufi. Röddin og útlitið, en vegna þess síðarnefnda varð hann fyrir miklu áreiti í kjölfar árásanna á World Trade Center 11. september 2001. Tónlist Gonjasufi er mjög sérstök blanda. Hún er m.a. unnin með upptökustjóranum The Gas- lamp Killer, sem var samstarfsmaður J. Dilla, og raftónlistarsnillingnum Flying Lotus sem gaf út hina rómuðu Los Angeles-plötu hjá Warp árið 2008. Það má heyra áhrif víða að á A Sufi and a Killer. Hip-hop, lo-fi popp, soul, tilraunakennd raftónlist og blús blandast á nýstárlegan hátt. Og svo er það röddin sem er hrjúf og skemmtileg. Pitchforkmedia lýsir henni sem „rytju- legu og óhræsislegu gargi sem gæti tilheyrt andlegu afkvæmi George Clinton og Leadbelly“. Engin smá lýsing það. Guardian, sem veðjar á að A Sufi and a Killer verði ein af plötum ársins, er líka með innblásna lýsingu á tónlistinni: „Eins og Screamin Jay Hawkins að flytja tónlist M.I.A. endurgerða af Portishead …“ Veit ekki alveg með það, en A Sufi and a Killer er allavega frábær plata. Hrjúf og nýstárleg blanda HÁR- OG SKEGGPRÚÐ- UR Gonjasufi varð fyrir miklu áreiti eftir árás- irnar á Tvíburaturnana 11. september. Þriðja plata Gorillaz heitir Plastic Beach og kemur út á mánudaginn. Dr. Gunni tékkaði á henni. Damon Albarn og teiknarinn Jamie Hewlett, sem best er þekkt- ur fyrir Tank girl, fengu hugmyndina að Gorillaz árið 1998. Pælingin var að búa til þykjustuband þar sem meðlimirnir yrðu teiknaðir af Jamie og Damon myndi semja tón- listina. Hugmyndin var eiginlega nútímaútgáfa af svipaðri hugmynd sem var í gangi í kringum 1970 þegar hið ofurgrípandi tyggjópopp var hvað vinsælast. Tyggjópoppið var samið og flutt af andlitslausu starfsfólki í hljóðverum, en fal- legt fólk látið vera í framlínunni í „böndunum“. Stundum var not- ast við teiknimyndafígúrur eins og í „hljómsveitunum“ Banana Splits og The Archies, sem voru með stórsmellinn „Sugar, Sugar“ 1969. Hugmyndin að Gorillaz gekk svona líka ljómandi vel upp. Fyrstu tvær plöturnar (Gorill- az (2001) og Demon Days (2005)) hafa selst í um 15 milljón eintök- um og lög eins og Clint Eastwood og Feel Good Inc. hafa notið mik- illi vinsælda. Á nýju plötunni er allt við það sama. „Meðlimir“ Gorillaz eru enn þau 2D, Murdoc Niccals, Russel Hobbs og Noodle, og tónlistin sem Damon stendur á bak við fer út um víðan völl. Í grautnum má greina döbb, hipp hopp, raftónlist og brit- popp – en þó má alltaf greina per- sónulegan keim Damons sjálfs, enda syngur hann sum lögin. Báðar fyrri plöturnar voru með haug af spennandi tónlistarfólki sem lagði inn. Plastic Beach er engin undantekning, Górillur kalla til samstarfsfólk úr ýmsum áttum. Á plötunni leggur inn lið eins og Lou Reed, Mark E Smith úr The Fall, Gryff Rhys úr Super Furry Animals og Mick Jones og Paul Simonon úr The Clash, og ekki má gleyma Snoop Dogg, De La Soul og The Lebanese National Orchestra for Oriental Arabic Music. Þá eru þeir Bobby Wymack og Mos Def saman í fyrsta smáskífulagi plöt- unnar, „Stylo“. Platan er létt og glaðleg og hún hefur fengið rífandi góða dóma. Tónlistardeild BBC og Q-tímaritið hafa slengt fullum húsum á hana. „Umfang og dýpt Plastic Beach er ískyggilegt. Þeir sem eru skúff- aðir yfir því að Blur gerði aldrei „Hvíta albúmið“ sitt, þurfa ekki að leita lengra,“ segir á vefsíðu BBC og Q segir plötuna innihalda framsæknasta poppið sem þú munt heyra í ár. MARK E SMITH Eins og Jamie Hewlett teiknar hann í félagi við Gorillaz. „MEÐLIMIR“ GORILLAZ Þau 2D, Noodle, Murdoc og Russel. Górillur á plastströndinni „Fyrir einhverja hundaheppni gátum við selt gam- alt lag í North Face-auglýsingu í Japan og fengum nógu mikið af peningum til að gera heila plötu. Og þetta er hún,“ segir Bogi Reynisson í hljómsveitinni Bacon Live Support Unit um plötuna Rodentmaster sem er nýkomin út. „Þessi kona hafði bara samband. Hún hafði heyrt lagið Powerprest – ég veit ekkert hvernig hún heyrði það, líklega á ferðalagi hérna – og vildi endilega fá að nota það. Og við bara, já já, endilega.“ North Face selur útivistarfatnað, en Bogi segir Bacon langt í frá flytja eitthvert útivistarrokk. „Við spilum einhverja djöflasýru. Við erum tiltölulega lausir við það að þurfa að gera einhverjum til geðs nema okkur sjálfum. Við gerum bara þá tónlist sem við myndum vilja heyra sjálfir. Og það er frekar drungaleg tónlist þessa dagana,“ segir hann. Bogi var á árum áður m.a. í Stjörnukisa og Soror- ice, en með honum í Beikoni eru Maggi trommari sem m.a. var í Bleiku böstunum, Guðmundur sem var í 2001, Pétur sem var í Skátum og Gísli sem var í Stjörnukisa. Rodentmaster inniheldur níu lög sem eru öll flutt og samin af hljómsveitinni sjálfri, nema titillagið Rodentmaster sem samið er af Páli Thayer. Þrjú laganna eru sungin. Fyrir nokkrum árum gerði Bacon þrjár styttri plötur (Krieg, Jenny og Kamel), sem Bogi segir að innihaldi hálfgerð demó. Sum þeirra laga eru á nýju plötunni í fyllri útgáfum. Platan fæst í helstu plötubúðum og einnig er hægt að nálgast hana á gogoyoko.com þar sem hægt er að hlusta á hana í heild sinni án endurgjalds. Útgáfu- tónleikarnir verða í kjallara Kaffi Kúltúra laugar- dagskvöldið 13. mars og verður ókeypis inn. - drg Djöflasýrubeikon auglýsir úlpur BACON LIVE SUPPORT UNIT Úr myndbandi við lagið „Things“, sem Fiona Cribben – „búningahönnuður frá helvíti“ eins og Bogi kallar hana – gerði. > Plata vikunnar Buxnaskjónar - Nýtt lýðveldi ★★★ „Hressandi en full hefðbundið pönk.“ Dr. Gunni > Í SPILARANUM Massive Attack - Heligoland Shearwater - The Golden Archipelago Joanna Newsom - Have One On Me Liars - Sisterworld Dr. Dog - Shame, Shame MASSIVE ATTACK DR. DOG Endurmat á snilli Johnny Cash og endurkomu hans til kúlheima má að stórum hluta skrifa á upptökumanninn Rick Rubin, sem fékk hann í samstarf á 10. áratugunum. Plöturnar sem þeir gerðu saman bera yfirskriftina „American“ og sjötta og síð- asta afurðin úr samstarfinu, American VI: Ain‘t no grave, er nýkomin út. Lögin á plöt- unni voru tekin upp á tíma- bilinu maí-september 2003 og eru úr sömu lotu og lögin á þarsíðustu plötu, American V: A Hundred Highways. Johnny lést 12. september 2003, fjórum mánuðum eftir að lífs- förunautur hans, Jane Carter, hafði gefið upp öndina. Því er ekkert skrýtið að meginstef- in á nýju plötunni eru dauði og sorg. Að vanda er megnið töku- lög. Titillagið er eftir Claude Ely, en þarna er að auki lög eftir Sheryl Crow, Kris Kristofferson, Tom Paxton og fleiri. Platan hefur fengið ágætis viðtökur, en þó finnst sumum að gengið sé ansi langt við að blóðmjólka arf- leifð meistarans. Johnny Cash-aðdáendur komast hins vegar í feitt. - drg Síðasti Johnny Cashinn UMSLAG AIN‘T NO GRAVE Strákur- inn Johnny Cash.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.