Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2010, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 04.03.2010, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 4. MARS 2010 Þrjár lyftur eru á skíðasvæðinu í Tungudal við Ísafjörð og þær voru allar í gangi um síðustu helgi í fyrsta skipti á þessum vetri, að sögn Margrétar Halldórsdótt- ur, íþrótta- og tómstundafulltrúa bæjarins. „Það snjóar í dag og svo erum við með eina vél sem fram- leiðir snjó,“ segir hún og upplýs- ir að skíðasvæðið sé opið frá fjög- ur til sjö þegar veður leyfir. „Svo erum við með flottasta göngu- skíðasvæði á landinu á Seljalands- dal og hingað koma útlendingar í gönguskíðakeppnir, til dæmis á al- þjóðlegt skíðamót sem haldið er í kringum 1. maí.“ Nú er Margrét að undirbúa skíðavikuna á Ísafirði sem hefst 31. mars og stendur fram yfir páska- helgina. Hún segir fjölbreytta dag- skrá þá daga, því fyrir utan skíða- brunið leynist þar allt frá helgi- stund til furðufataballs auk þess sem karamellum rigni af himnum ofan. Allt fer þetta að mestu fram á skíðasvæðinu í Tungudal þar sem lyfturnar verða opnar frá 10 til 17. „Reyndar er páskaeggjamót fyrir krakkana uppi í Seljalands- dal og þar verður líka skíðaskot- fimin,“ tekur Margrét fram. „Svo verður mót fyrir snjóbrettafólkið líka, að líkindum í Ástarbrekkunni og fyrirhuguð er ferð með Sjóferð- um Hafsteins og Kiddýar og stefn- an sett á skíðagöngu frá Aðalvík til Hesteyrar. Auk þess er heilmik- ið um að vera í bænum. Ef ekki er verið að skíða þá er til dæmis hægt að vera í íþróttahúsinu í körfubolta eða skoða leikjadaginn.“ Margrét segir íbúafjöldann gjarnan tvöfaldast á Ísafirði um páskana. Skíðavikan dregur fólk vestur og einnig rokkhátíð alþýð- unnar, Aldrei fór ég suður, sem er á sama tíma. „Það eru hátíðaguðs- þjónustur í kirkjunum á svæðinu, þrjú leikverk í gangi, tvö þeirra sýnd í Arnardal og eitt í Edinborg- arhúsinu, og svo eru böll á kvöld- in,“ bendir Margrét á. „Það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hún og bendir á vefinn www.skidavikan.is. - gun Frá helgistund til furðufataballs Margrét býst við að brettamótið verði í Ástarbrekkunni. MYND ÚR EINKASAFNI Skíðavikan er haldin í Tungudal þar sem þrjár lyftur eru í gangi. MYND/MARGRÉT Sumir eru ótvírætt skrautlegri en aðrir á skíðavikunni. MYND/ÚR EINKASAFNI Útilíf er 36 ára gamalt fyrirtæki sem býður upp á skíða- og snjóbrettavörur fyrir alla aldurshópa. „Útilíf er langflottast í sportinu,“ segir Gauti Sigurpálsson, vöru- stjóri skíða og snjóbretta hjá Úti- lífi. Fyrirtækið byrjaði í litlu horni á neðri hæð Glæsibæjar fyrir 36 árum en hefur vaxið og dafnað síðan og nú til dags hýsir neðri hæð Glæsibæjar stærstu skíða- deild Útilífs. Þá eru einnig Útilífs- verslanir í Holtagörðum, Smára- lind og Kringlunni, þar sem mesta úrvalið er af snjóbrettum. Í dag hefst svokallað „skíða- og bretta- fjör“ í verslunum Útilífs, sem þýðir að boðið er upp á hvorki meira né minna en 20 til 30 prósenta afslátt af skíða- og snjóbrettavörum. Aðspurður segir Gauti sjálf skíðin vera það vinsælasta af vetr- arvörum hjá Útilífi. „Síðustu árin hefur verið mest sala í skíðunum sjálfum. Við höfum tekið eftir því að sala á snjóbrettum hefur minnk- að að undanförnu, bæði vegna þess að lítið hefur snjóað á okkur og svo helst þetta líka við það sem gerist erlendis. Brettasala hefur minnk- að mikið úti um allan heim.“ Gauti segir það gerast í aukn- um mæli að snjóbrettaáhugafólk snúi sér að skíðum á nýjan leik og þar komi svokölluð leikskíði, eða „Twin-tip“ sterk inn. „Við erum alltaf nokkrum árum á eftir hér á Íslandi en þessi skíði eru það sem koma skal, að við höldum. Þau eru orðin mjög vinsæl úti í hinum stóra heimi. Við bjóðum upp á svona skíði en seljum ekki mörg pör, ekki enn þá,“ segir Gauti og hlær. Varðandi hin hefðbundnu skíði segir Gauti söluna á þeim hafa breyst töluvert eftir að kreppan skall á, en þó á nokkuð óvæntan hátt. „Þegar fjölskyldur voru að fara til útlanda í skíðaferðir, svo dæmi sé tekið, var það algengt að þær leigðu allar skíðagræjurnar þar. Þess vegna eru margir orðir vanir dýrum skíðum og þessir við- skiptavinir kaupa því dýrari græj- ur en áður var þegar þeir ætla sér að skíða innanlands.“ Að sögn Gauta býður Útilíf upp á allar skíða- og snjóbrettavörur fyrir alla aldurshópa, að klæðn- aði meðtöldum. „Í skíðunum er franska merkið Rossignol aðal- merkið okkar. Það er 103 ára gam- alt fyrirtæki, mjög stórt og virt, enda um gríðarlega vandaðar vörur að ræða. Þá seljast vörur frá Blizzard alltaf vel, en það merki hefur Útilíf boðið upp á nánast frá upphafi,“ segir Gauti. Hann bendir einnig á að skíða- verkstæði Útilífs í Glæsibæ njóti mikilla vinsælda, en þar er hægt að láta gera við skíðavörur, slípa til skíði, brýna þau og þar fram eftir götunum. „Útilíf hefur mjög traustan kúnnahóp, fólk sem kemur aftur og aftur og er mjög ánægt með þá þjónustu sem í boði er hér,“ segir Gauti. Skíðin eru alltaf sterkust „Útilíf hefur mjög traustan kúnnahóp, fólk sem kemur aftur og aftur og er mjög ánægt með þá þjónustu sem í boði er hér,“ segir Gauti Sigurpálsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rossignol Reserve Dömubretti stærðir 139-143-148-153 cm Verð 41.990,- Binding verð 19.990,- Rossignol Zenith 1 Herraskíði stærðir 162-170-176 cm Verð með bindingum 64.990,- Rossignol Attraxion 1 Dömuskíði stærðir 146-154-162 cm Verð með bindin- gum 64.990,- Rossignol Imperial Bretti stærðir 145-150-155- 161-166 cm Verð 41.990,- Binding verð 19.990,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.