Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 16
16 4. mars 2010 FIMMTUDAGUR Himinháar skuldir Grikk- lands bitna ekki bara á þarlendum almenningi, sem þarf að súpa seyðið af hörðum sparnaðarað- gerðum stjórnvalda. Íbúar annarra evruríkja óttast að efnahagsþrengingarnar í Grikklandi hafi slæm áhrif á verðgildi evrunnar. Gríska stjórnin kynnti í gær hert- ar aðhaldsaðgerðir sem hún vonast til að dugi til þess að koma landinu upp úr dýpstu efnahagskreppu sem dunið hefur á þjóðinni um langt skeið. „Þessar aðgerðir eru nauðsyn- legar til þess að landið okkar og efnahagslífið lifi af, og til þess að Grikkland losni út úr fárviðri spá- kaupmanna,“ sagði George Pap- andreou, forsætisráðherra vinstri- stjórnarinnar á Grikklandi. Hann tók við völdum í október síðast- liðnum, þegar hægristjórn Kostas Karamanlis hrökklaðist frá þegar efnahagskreppan stefndi í að verða nánast óviðráðanleg. Fjáraustur Orsakir grísku kreppunnar eru lík- lega ekki flóknar, þótt deila megi um vægi ólíkra þátta. Fjáraustur úr ríkissjóði fyrir kosningarnar í haust, þegar hægri stjórn Karaman- lis barðist fyrir lífi sínu, reyndist fjárhagnum ofviða á tímum alþjóð- legrar fjármálakreppu með afar takmörkuðum aðgangi að lánsfé. Fyrir kreppuna hafði gríska stjórn- in auk þess ekki farið beinlínis spar- lega með fé, til dæmis þegar haldnir voru glæsilegir Ólympíuleikar árið 2004. Á síðasta ári voru ríkisskuldirn- ar orðnar 125 prósent af landsfram- leiðslu, en þá var líka komið í óefni og nú er stefnt að því að draga úr þeim eins hratt og kostur er. Lausna leitað Brýnasti vandinn sem gríska stjórn- in stendur nú frammi fyrir er að hún þarf peninga sem allra fyrst til þess að greiða afborganir af skuld- um sem eru að gjaldfalla, samtals 54 milljónir evra. Nærtækasta lausnin þessa dagana er útgáfa ríkisskulda- bréfa, sem stjórnin hefur frestað þangað til Evrópusambandið hefur lagt blessun sína yfir nýju aðhalds- aðgerðirnar. Lánakjörin skipta öllu máli í þessu sambandi, en Papandreou segir að án blessunar Evrópusam- bandsins verði þau óviðráðanleg því fjárfestum þætti þá of mikið skorta upp á trúverðugleika grísks efna- hagslífs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Gríska stjórnin útilokar nú ekki að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins eftir fjárhagsaðstoð, þrátt fyrir andstöðu annarra Evrópusam- bandsríkja við að sú leið verði farin, einkum vegna þess að það væri óneitanlega álitshnekkir fyrir Evr- ópusambandið ef eitt aðildarríkja þess þyrfti að leita á náðir sjóðsins. Gríska stjórnin hefur reyndar þegar fengið Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn sér til ráðgjafar í þessum þreng- ingum, og sjóðurinn fylgist grannt með þróun efnahagsmála og öllum aðgerðum stjórnarinnar. Evrópusambandið Fyrst og fremst stendur það þó upp á Evrópusambandið að hjálpa Grikkjum í gegnum erfiðleikana. Sú aðstoð verður þó varla bein fjár- hagsaðstoð. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari hefur verið hörð í afstöðu sinni gegn því að Grikkir fái beina fjár- hagsaðstoð, hvort heldur fé sem kæmi úr sameiginlegum sjóðum Evrópusambandsins eða beint frá Þýskalandi, eins og hugmyndir höfðu verið uppi um innan Þýska- lands. „Slíkt er einfaldlega ekki leyfi- legt, og meira er ekki um það að segja,“ segir Merkel og vísar í lög Evrópusambandsins sem beinlínis banna beina fjárhagsaðstoð nema ástandið sé orðið svo alvarlegt, að önnur ráð geti ekki dugað. „Enginn vafi leikur á því að Grikkland getur borgað, og enn þá er engin fjár- mögnunarþörf fyrir hendi,“ sagði hún í síðasta mánuði. Skilyrði sett Evrópusambandið getur hins vegar ekki leyft sér að láta eins og vandi Grikkja komi hinum ríkjunum ekki við. Verðgildi evrunnar er í húfi og þar með lífsafkoma íbúa allra evru- ríkjanna. Grikkland er sem stendur veikasti hlekkurinn af þeim sextán ríkjum sem tekið hafa upp sameig- inlega mynt sambandsins. Evrópusambandið hefur því grip- ið til þess ráðs að setja Grikkjum ströng skilyrði í efnahagsmálum. Á fundi sínum í byrjun febrúar sendi framkvæmdastjórn sambandsins frá sér yfirlýsingu þar sem þess er meðal annars krafist að Grikkir komi fjárlagahalla sínum niður í 8,7 prósent á þessu ári, en á síðasta ári var hann kominn upp í 12,7 prósent. Þá er þess krafist að hann lækki í áföngum þar til hann verði kominn niður í tvö prósent árið 2013. Til þess að ná þessu neyðist gríska stjórnin til að grípa til strangra aðhaldsaðgerða, draga hratt úr rík- isútgjöldum og ná sér í meiri tekj- ur, sem einkum koma með skatt- lagningu. Lissabonsáttmálinn Evrópusambandið beitir þarna nýju ákvæði í stofnsáttmála sínum, sem tók gildi með Lissabon- samningnum í byrjun desember. Ákvæðið, sem er í 121. grein nýja sáttmálans, gefur framkvæmda- stjórn sambandsins heimild til þess að hafa strangt eftirlit með efnahagsmálum aðildarríkis ef svo er komið að þróun efnahags- mála í því ríki brýtur í bága við almenn efnahagsmarkmið Evr- ópusambandsins eða stefnir í voða efnahags- og gjaldmiðilssamstarfi aðildarríkjanna. Aðhaldsaðgerðirnar sem Grikk- ir kynntu í síðasta mánuði dugðu hins vegar ekki til. Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins bað um meira og gríska stjórnin varð við þeirri beiðni, enda á hún ekki ann- arra kosta völ en að fylgja tilmæl- unum frá Brussel. Að öðrum kosti væri trúverðugleiki grísks efna- hagslífs fyrir borð borinn og þar með yrði niðurgreiðsla skulda mun dýrari en ella. Aðgerðir og órói Almenningur í Grikklandi hefur mótmælt aðhaldsaðgerðum stjórnar- innar harðlega, enda bitna þær illa á íbúum landsins og þykja ósann- gjarnar. Verkföll hafa verið tíð síð- ustu vikur og tugir þúsunda hafa mætt á mótmælafundi í miðborg Aþenu og fleiri borgum landsins. Fyrri aðgerðirnar, sem Evrópu- sambandið sagði ekki ganga langt, fólust einkum í því að skattar á eldsneyti yrðu hækkaðir, laun og fríðindi opinberra starfsmanna yrðu fryst og eftirlaunaaldur hækk- aður. Nýju aðgerðirnar, sem kynnt- ar voru í gær, ganga enn lengra á svipaðri braut: Laun opinberra starfsmanna verða lækkuð, eftir- laun fryst, söluskattur hækkaður úr 19 prósentum í 21 prósent og nýir skattar lagðir á munaðarvör- ur á borð við áfengi, tóbak, glæsi- bifreiðar, snekkjur, skartgripi og leðurvörur, svo nokkuð sé nefnt. Allt þetta bitnar á almenningi og fullvíst þykir að ólgan í land- inu haldi áfram með verkfallsað- gerðum og jafnvel óeirðum. Samstarf nauðsynlegt Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins kynnti síðan í gær ný áform um að hafa betra aðhald á efnahagsmálum allra aðildarríkj- anna, ekki síst til að koma í veg fyrir að ástand á borð við það sem Grikkland glímir nú við geti komið upp. Hugmyndin er sú að viðvörun- arljós fari að blikka fyrr í ferlinu, áður en í óefni er komið. „Fjármálakreppan hefur sýnt okkur hve aðildarríkin eru háð hvert öðru,“ segir Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnarinnar. „Fjármálakreppa í sumum aðildarríkjunum hefur sýnt fram á að þau mistök sem gerð eru í einu ríki geta haft afleiðing- ar í öðrum ríkjum. Þetta er miklu skýrara núna, að við þurfum að vinna saman.“ FRÉTTASKÝRING: Kreppan í Grikklandi FRÉTTASKÝRING GUÐSTEINN BJARNASON gudsteinn@frettabladid.is Veikasti hlekkurinn í Evrópusambandinu ELLILÍFEYRISÞEGAR MÓTMÆLA Ekki voru það ungmennin, sem í þetta skipti lentu í stympingum við lögregluna í Aþenu í gær. NORDICPHOTOS/AFP Það flækir málin síðan enn frekar að Evrópusambandið hefur ekki getað treyst þeim efnahagsupplýsingum sem koma frá grískum stjórnvöldum. Hvað eftir annað hafa Grikkir orðið uppvísir að því að senda frá sér rangar upplýsingar, sem fegra ástandið en gera það um leið illviðráðanlegra. Grikkland fékk aðild að myntbandalagi Evrópusambandsins árið 2001 þrátt fyrir viðvaranir um að efnahagur landsins réði varla við það. Árið 2004 kom í ljós að Grikkir höfðu ekki sagt satt og rétt frá þegar þeir þóttust hafa sýnt fram á að þeir stæðust þær kröfur Evrópusambandsins, sem gerðar eru til evruríkj- anna. Endurmati á þeirri stöðu er ekki lokið, en flest bendir reyndar til þess að Grikkland hafi í reynd staðist kröfurnar, naumlega að vísu. Nú síðast í haust reyndi svo stjórnin að láta líta svo út sem fjárlagahallinn væri ekki jafn mikill og raun varð á. Á fundi sínum í febrúarbyrjun ákvað framkvæmdastjórnin því að grípa til sérstakra þvingunaraðgerða gagnvart Grikklandi, til að tryggja að réttar upplýs- ingar um efnahagsmál berist reglulega frá grískum stjórnvöldum, að viðlögð- um háum sektum. UPPVÍSIR AÐ ÓSANNSÖGLI DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar 4.990kr.Deka Meistaralakk 40 Akrýllakk. 1 líter 1.495kr. MAKO pensill 50mm 490kr. MAKO rúlla 25 cm 450kr. MAKO málningarlímband 25mm - 50m 445kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.