Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 10
10 4. mars 2010 FIMMTUDAGUR Helga Björnsdóttir, Námufélagi í háskóla La u sn : N em an d i Styrkir fyrir námsmenn E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 9 19 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -0 2 8 0 . Námufélögum standa til boða veglegir námsstyrkir á framhalds- og háskólastigi árið 2010. Veittir verða styrkir í fjórum flokkum: 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr. 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr. 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr. 4 styrkir til listnáms, 350.000 kr. Sæktu um námsstyrk Námunnar á landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til 8. mars. NÁMAN | landsbankinn.is | 410 4000 – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 4 92 84 0 2/ 10 Otrivin tveir í einum - fjölskyldupakki 8% ódýrari 1.234 kr. Nicotinell Mint 2 mg, 300 stk. 19% ódýrara en 204 stk. pakkning með myntubragði miðað við hvert tyggjó. 8.127 kr. ALÞINGI Þingmenn úr Sjálfstæð- isflokki, Samfylkingu og Fram- sóknarflokki kölluðu eftir sam- stöðu þingheims um ný verkefni í atvinnumálum á Alþingi í gær og voru sammála um mikilvægi þess að slík verkefni hæfust sem fyrst. Björgvin G. Sigurðsson, þing- flokksformaður Samfylkingar, sagði að fyrir lægju áætlanir um 300 milljarða fjárfestingar í virkj- unum og stóriðju næstu þrjú árin. Þetta væru stór og mikil verkefni sem ráði „afdrifum okkar í efna- hagsmálum á næstu mánuðum og misserum“. Þingheimur þurfi að standa saman um að vinna að þess- um málum á næstunni. Nokkrir þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks sögðust sammála Björg- vin, og Ólöf Nordal, Sjálfstæðis- flokki, sagði að ræða hans hefði verið orð í tíma töluð; „en hún var líka hárbeitt gagnrýni á samstarfs- flokk Samfylkingarinnar, Vinstri græna“. „Af hverju er stöðugt verið að þvælast fyrir nauðsynlegri orku- nýtingu í neðri Þjórsá?“ spurði Ólöf, og svaraði sjálf: „Vegna þess að ríkisstjórnin er í grundvallarat- riðum ósammála um það hvernig haga eigi orkunýtingu.“ Þingmenn og ráðherrar VG skilji ekki sam- hengi hlutanna og nauðsyn þess að „nýta orkuna í neðri Þjórsá, að virkja Búðarhálsvirkjun hratt og vel, að koma atvinnulífinu af stað eins fljótt og kostur er“. Ræða Björgvins sé skýrt dæmi „um þær ógöngur sem þessi ríkisstjórn er komin í nú um stundir“. Enginn þingmanna VG tók þátt í umræðunni og Ragnheiður E. Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, sagði þá fjarveru til marks um að fullkominn ágreiningur ríkti innan stjórnarliðsins um atvinnu- mál. peturg@frettabladid.is Kalla eftir samstöðu um atvinnumál Þingflokksformaður Samfylkingar kallaði eftir samstöðu um virkjana- og stóriðjuverkefni. Stjórn- arandstæðingar segja fullkominn ágreining innan ríkisstjórnarliðsins um atvinnumál og orkunýtingu. Í ÞINGSAL Illuga Gunnarssyni, Ragnheiði Elínu Árnadóttur og Ásbirni Óttarssyni, þing- mönnum Sjálfstæðisflokks, var skemmt yfir umræðum í þingsalnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Í kjölfar efnahagshruns- ins hefur orðið gríðarlegt tekjutap opinberra aðila og heimila í landinu. Eina fjárhagslega stærðin sem stendur eftir varin fyrir vindum er fjármagn- ið sjálft. Því er eitt brýnasta úrlausnarefni samfélagsins að ná fjármagnskostnaði niður. Því þarf að afnema verðtrygg- ingu krónunnar. Svo segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG. „Ég hef alla tíð verið efins um þetta þar til nú. Verðtryggingin er að valda óþolandi búsifjum hjá fólki. Þetta verð- ur að gerast,“ segir hann. Ögmundur vill nota íslenska krónu áfram. Spurður hvernig eigi að tryggja lífeyrissparnað í óverðtryggðu kerfi, með landlæga verðbólgu, segir hann: „Það hefur ekki alltaf verið verð- bólga á Íslandi, henni var náð niður með samstilltu átaki á tíunda áratugn- um. Það á að vera hægt að hafa hemil á verðbólgu ef gætni er við efnahags- stjórnina.“ Ögmundur nefnir stóriðjustefnu sér- staklega sem orsök verðbólgu: „Með gríðarlegri innspýtingu inn í efnahags- kerfið á skömmum tíma skapast þensla. Fjármagnseigendur hafa getað hall- að sér huggulega aftur á bak í stóln- um gulltryggðir. En nú er þörf á því að allir taki höndum saman, ekki síður þeir.“ Ekki sé sjálfgefið, til lengri tíma séð, að óverðtryggt kerfi geti ekki verið sjálfbært. - kóþ Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, segir heimilin í landinu verða fyrir miklum búsifjum af núverandi kerfi: Vill að verðtryggingin verði afnumin ÖGMUNDUR JÓNASSON Þingmaðurinn bendir á að markaðurinn sé ónæmari en ella fyrir stýrivöxtum Seðlabanka því verð- tryggingin jafni áhrif hækkana út. Íslend- ingar skuli gera eins og nágrannalöndin: stýra efnahagsmál- um af ábyrgð. NÆR SÉR Í MJÓLK Tæplega mánaðar gamalt gíraffafolald í dýragarði í Yok- ohama í Japan nær sér í næringu hjá móður sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.