Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 12
12 4. mars 2010 FIMMTUDAGUR RÍKISFJÁRMÁL Tekjur ríkisins af sköttum og tryggingagjaldi námu 360 milljörðum króna á síðasta ári. Er það lækkun um 30 milljarða frá 2008 þegar tekjurnar námu 391 milljarði. Lækkunin nemur 7,8 pró- sentum að nafnvirði en 20 prósent- um að raunvirði. Tekjuskattur einstaklinga nam 82 milljörðum og lækkaði um 6 prósent milli ára. Tekjuskattur lög- aðila nam hins vegar sautján millj- örðum og lækkaði um 40 prósent frá árinu 2008 þegar hann nam tæpum 30 milljörðum króna. Skattar á fjármagnstekjur jukust um tíu prósent en á síðasta ári var greiddur skattur af fjármagnstekj- um ársins 2008. Virðisaukaskattur nam 112 milljörðum og lækkaði um tólf prósent. Að raunvirði nemur lækkunin 24 prósentum. Í yfirliti fjármálaráðuneytisins yfir greiðsluafkomu ríkissjóðs á síðasta ári sést samdráttur í flest- um liðum. Mestur er hann hlutfalls- lega í vörugjöldum á ökutækjum, 77 prósent. Er þessu öfugt farið þegar litið er til vörugjalda af bensíni (26 prósenta hækkun) og áfengis- og tóbaksgjalda (16 prósenta hækk- un). bjorn@frettabladid.is Skatttekjurnar lækk- uðu um 30 milljarða Tekjur ríkissjóðs drógust saman um átta prósent milli áranna 2008 og 2009. Tekjuskattur einstaklinga lækkaði um sex prósent og lögaðila um 40 prósent. 2007 2008 2009 2007 2008 2009 Skatttekjur og tryggingagjöld 395.384 391.027 360.673 11,6 -1,1 -7,8 Skattar á tekjur og hagnað 143.937 152.935 138.837 14,1 6,3 -9,2 Tekjuskattur einstaklinga 83.933 88.040 82.560 7,3 4,9 -6,2 Tekjuskattur lögaðila 34.790 29.539 17.483 10,9 -15,1 -40,8 Skattur á fjármagnstekjur 25.214 35.355 38.794 51,9 40,2 9,7 Eignarskattar 11.834 7.936 5.145 29,0 -32,9 -35,2 Skattar á vöru og þjónustu 192.086 179.444 161.720 9,3 -6,6 -9,9 Virðisaukaskattur 135.388 127.387 111.937 10,6 -5,9 -12,1 Vörugjöld af ökutækjum 11.005 7.345 1.693 7,6 -33,3 -76,9 Vörugjöld af bensíni 9.168 8.738 10.990 1,9 -4,7 25,8 Skattar á olíu 7.292 7.280 7.178 11,3 -0,2 -1,4 Áfengisgjald og tóbaksgjald 11.949 11.958 13.849 5,1 0,1 15,8 Aðrir skattar á vöru og þjónustu 17.284 16.737 1 6.072 7,1 -3,2 -4,0 Tollar og aðflutningsgjöld 5.297 5.693 5.048 27,0 7,5 -11,3 Tekjur ríkissjóðs janúar-desember 2007-2009 Milljónir króna Breyting frá fyrra ári, % FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Tekjur ríkisins af sköttum og tryggingagjaldi námu 360 milljörðum króna á síðasta ári. Tilboð í mars á xerox FjölnotapapPír Eitt búnt (500 blöð) - Verð áður kr. 796 Verð nú kr. 696,- Einn kassi (2500 blöð) - Verð áður kr. 3980 Verð nú kr. 2995,- 104 Reykjavík Sjáðu verðin Spara sparaKr. 599 búntið í kassanum. Ryksugur - fyrsta flokks. Stór orð sem reynslan réttlætir. Hátúni 6a . 105 Reykjavík Sími 552 4420 . www.fonix.is sex saman í p akka ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 58 61 0 4/ 09 KÍNA, AP Um sex milljónir manna vantar vatn í verstu þurrkum í sextíu ár í héraðinu Yunnan í suðurhluta Kína. Tugir björgun- arsveita voru sendar til svæð- anna sem verst urðu úti og dæla grunnvatni á yfirborðið. Á sumum svæðum má finna grunn- vatn á 50 metra dýpi, á öðrum þarf að bora eftir því niður á allt að 200 metra dýpi. Lítil úrkoma hefur verið í fjallahéraðinu Yunn- an frá því seint á síðastliðnu ári, sem veldur uppskerubresti og búfénaður drepst. Þurrkar sverfa að Kínverjum: Sex milljónir vantar vatn STJÓRNSÝSLA Ekki var hægt að bregðast við athugasemd Ríkis- endurskoðunar frá haustinu 2006 og fjölga starfsmönnum efnahags- brotadeildar Ríkislögreglustjóra (RLS) vegna niðurskurðar í kjölfar hrunsins haustið 2008. Þetta kemur fram í athugasemd sem Haraldur Johannessen ríkis- lögreglustjóri sendi Fréttablaðinu vegna fréttar um eftirfylgni Ríkis- endurskoðunar, sem birtist í Frétta- blaðinu í gær. Starfsmenn deildar- innar verða fimmtán til sextán í ár, en voru sextán árið 2006. Ríkisendurskoðun benti á það í kjölfar úttektar í október 2006 að fjölga þyrfti starfsmönnum efnahagsbrota- deildar, og auka þar vægi sér- fræðinga á sviði atvinnurekstrar, viðskipta og fjármála. Starfsmönn- um deildarinnar var ekki fjölgað í kjölfarið, hvorki fyrir né eftir efnahagshrunið haustið 2008, tæpum tveimur árum eftir úttekt Ríkisendurskoðunar. Í athugasemd RLS kemur fram að í kjölfar efna- hagshrunsins haustið 2008 hafi ríkisstjórnin krafist niðurskurð- ar í rekstri embættisins. Samtals þurfi að skera niður um 17 pró- sent, 200 milljónir, á árunum 2009 og 2010. Ríkisstjórnin hafi lagt línur um að ráða ekki í stöður sem losna og fjölga ekki starfsmönnum svo unnt verði að ná fram niðurskurð- arkröfum. Í athugasemdinni segir einnig að þrátt fyrir það verði efnahagsbrotadeildin ekki undir niðurskurðarhnífnum. - bj RLS segir starfsmönnum efnahagsbrotadeildar ekki fjölgað vegna niðurskurðar: Sami fjöldi starfsmanna og 2006 HARALDUR JOHANNESSEN SKIPULAGSMÁL Sveitarstjórn Mýr- dalshrepps hefur breytt aðal- skipulagi þannig að nýr sjóvarn- argarður við Vík verður talsvert utar en Siglingastofnun leggur til. Varnargarðurinn verður á eða við núverandi rofbakka, að því er fram kom á fundi sveitarstjórn- arinnar. Kostnaðarauki við þetta, miðað við tillögu Siglingastofnun- ar, er sagður vera um 12 prósent. Staðsetningin komi til móts við sjónarmið Landgræðslu ríkis- ins varðandi varnir við sandfok. „Með auknu athafnasvæði ofan garðsins og á milli vegar og garðs er hægt að tryggja almenningi og ferðamönnum aðgengi að strand- lengjunni,“ segir sveitarstjórnin. - gar Aðalskipulagsbreyting í Vík: Sjóvörn utar en Siglingastofnun hafði lagt til ÍRAK, AP Að minnsta kosti þrjátíu fórust og 48 særð- ust í nokkrum sjálfsmorðssprengjuárásum í borginni Baquoba í Írak í gær. Einn vígamannanna var farþegi í sjúkrabíl sem var að flytja særða á sjúkrahús þegar hann sprengdi sig í loft upp. Þetta eru mannskæðustu sprengjuárásir í Írak í margar vikur og koma í aðdraganda þingkosninganna þar í landi 7. mars. Þar ákveða Írakar hver heldur um stjórnartaumana í landinu þegar hernámslið Banda- ríkjamanna heldur heim á leið. Bandarísk og írösk yfirvöld hafa ítrekað varað við að uppreisnarmenn myndu líklega reyna að setja strik í reikninginn fyrir kosningar. Árásirnar gætu veikt framboð núverandi forsætis- ráðherra, Nouri al-Maliki. Hann komst til valda árið 2006 og tókst viðhalda tiltölulegum stöðugleika í land- inu 2008 og 2009. Í fyrstu árásinni sprakk bílasprengja fyrir utan opinbera byggingu í grennd við bækistöðvar íraska hersins. Önnur bílasprengja sprakk stuttu síðar í tvö hundruð metra fjarlægð. Þriðja sprengjan sprakk þegar sjálfsmorðsprengjuárásarmaður sprengdi sig í loft upp í sjúkrabíl fyrir utan spítala. Flestir féllu í þeirri sprengingu. Mannskæðasta sprengjuárásin í Írak í margar vikur stuttu fyrir kosningar: Kosið í skugga hryðjuverka UTANKJÖRFUNDARATVKÆÐI Íraskur hermaður leitar í tösku ríkisstarfsmanns sem greiddi utankjörfundaratkvæði í þing- kosningunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÍKKISTA BWORIN Menn í Úganda bera líkkistu á hamfarasvæðunum þar sem aurskriður urðu tugum manns að bana nú í byrjun vikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.