Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 34
 4. MARS 2010 FIMMTUDAGUR4 ● vetrarsport Skautahöllin í Reykjavík er eitt mest sótta mannvirkið í Laug- ardalnum um þessar mundir og þar leika sér ungir sem aldnir frá morgni til kvölds. Skautahöllin í Reykjavík hefur verið vel sótt að undanförnu og er eitt mest sótta mannvirkið í Laug- ardalnum. Hilmar Björnsson segir skýringuna helst að finna í því að um er að ræða ódýra skemmtun fyrir alla fjölskylduna. „Það er ekki svo ýkja mikið hreyfingar- framboð fyrir alla fjölskylduna á höfuðborgarsvæðinu og þetta kann fólk að meta. Við erum með hóp- og fjölskyldutilboð og hér er hægt að koma inn af götunni og leigja allt sem til þarf en við erum með skauta á háa sem lága og ókeypis hjálma á alla.“ Hilmar segir verðið ekk- ert hafa hækkað undanfarin ár. „Þegar höllin var opnuð fyrir rúmum áratug kostaði jafnmik- ið fyrir börn að fara á skauta og í bíó. Aðgangseyririnn hjá okkur er enn þá fimm hundruð krónur en bíómiðinn er að skríða í þúsund krónur.“ Hilmar segir veðrið hafa áhrif á aðsóknina. Hún byrjaði að aukast til muna strax eftir jól sem var örlítið fyrr en í fyrra en þessi árstími er jafnan sá annasamasti. „Þegar búið er að vera kalt og fólk kemst jafnvel á skauta úti í nátt- úrunni kemst það upp á lagið og heldur áfram hjá okkur.“ Skautahöllin er þétt setin. „Á morgnana koma skólahópar með kennurum og síðan erum við með dagsopnun fyrir almenning frá tólf til þrjú. Eftir þrjú er Skauta- félag Reykjavíkur með listskauta- og hokkíæfingar en á fimmtudög- um og um helgar er meira opið fyrir almenning. Á kvöldin hafa hinir ýmsu hópar svo tekið svell- ið á leigu.“ Hilmar segir síðan al- gengt að starfsmannafélög og aðrir hópar taki sig saman og skipuleggi fjölskyldudag og að þá sé ýmist hægt að koma á almenn- ingstíma eða taka svellið á leigu. Hann segir aðsóknina að flestu leyti svipaða eða jafnvel meiri en undanfarin ár ef frá eru tald- ir skólahóparnir. „Það er helst að aðsókn þeirra hafi minnkað en ég held að það sé vegna tilmæla frá skólayfirvöldum um að kennarar og foreldrafélög skipuleggi ekki afþreyingu sem kostar.“ Skautasvellið í Egilshöll er líka vel nýtt og er aðsóknin alltaf að aukast að sögn rekstrarstjór- ans Egils Gómes. „Aðsóknin datt svolítið niður á tímabili í kring- um hrunið en hefur aukist mikið aftur. Við erum með tilboð og fjöl- skyldupakka og hingað koma fjöl- skyldur í stórum stíl.“ - ve Vel sótt skemmtun Algengt er að hinir ýmsu hópar taki svellið í Skautahöllinni í Reykjavík á leigu á kvöldin. Skautahöllin í Reykjavík er þétt setin að sögn Hilmars. „Á morgnana koma skólahópar með kennurum og síðan erum við með dagsopnun fyrir almenning frá tólf til þrjú,“ tekur hann sem dæmi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Helgina tólfta til fjórtánda mars fer fram í Hlíða- fjalli á Akureyri svokallað Telemark festival. Þetta er í tíunda sinn sem það er haldið. Telemark festival er ekki alvarlegt keppnis- mót í skíðaíþróttum þá á dagskránni sé svigkeppni. Keppendur mæta í búningum og eru verðlaun veitt fyrir besta búninginn. „Keppnin hefur þróast út í meira glens og grín síðustu ár til dæmis er búninga- keppni, bæði liða- og einstaklingskeppni, verðlaun eru veitt fyrir frumlegasta búninginn og fyrir besta fallið eða besta nýliðann. Stundum eru líka sér- stök verðlaun fyrir stysta tíma í braut ef menn detta snemma,“ útskýrir Jón Marínó Sævarsson en hann er einn af forsvarsmönnum Telemarkfestival. Hann segir dagskrána ekki í föstum skorðum og hlutirnir látnir ráðast af sjóalögum og veðri. Leik- arnir hafa þó aldrei fallið niður heldur hefur snjór- inn verið eltur uppi. Telamark festival hefur til dæmis farið fram á Dalvík, Siglufirði, Sauðárkróki og Kaldbak. Nú er hins vegar nægur snjór í Hlíða- fjalli og á Jón von á fjölda þáttakenda. „Þarna safnast saman Telemarkarar af landinu og brettafólk. Við setjum lit á fjallið. Það er helst að keppnirnar verði endasleppar í svona miklum snjó því fólk getur ekki beðið eftir því að röðin komi að því í brautinni en þetta verður bara látið ráðast og gleðin frekar látin ráða.“ Hópurinn safnast saman á laugardagskvöldinu á veitingastað þar sem verðlaunaafhending fer fram. Staðsetnig verður auglýst á vefsíðunni www.isalp.is. og þar er hægt að skrá þátttöku. Ekkert þátttökugjald verður í fjallið en rukkað hóflega fyrir matinn. -rat Gleðileikar í Hlíðafjalli Búningar setja jafnan svip á svigkeppnina og hér má sjá jóla- svein á ferð. MYND/SVEINBORG HLÍF GUNNARSDÓTTIR TIL BO Ð! VETRARDEKK ÓD ÝR T fólksbíll kr 5.490,- jepplingur kr 6.490,- Tilboð á umfelgun Verðtilboð fyrir eldri borgara Fólksbíll kr 4.990,- Jepplingur kr 5.990,- Gerið verðsamanburð Sama verð fyrir ál- og stálfelgur Borgartúni 36, (bakvið Cabin hótel) • Sími 588 9747 • www.vdo.is Opið mán.–fös. 8–18. Lau. 10–14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.