Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 4. mars 2010 41 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 04. mars 2010 ➜ Tónleikar 12.00 Ágúst Ólafsson baritónn og Ant- onía Hevesi píanóleikari flytja aríur eftir Bellini, Mozart og Wagner á hádegistón- leikum í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði. 20.00 Í Salnum við Hamraborg í Kópavogi verða endurteknir tónleikar í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli Elvis Presley. Fram koma Friðrik Ómar ásamt hljómsveit. 20.30 Mammút, Retrön, DLX/ATX, Me, the Slumbering Napoleon, The Heavy Experience og Rökkurró koma fram á tónleikum hjá Reglu hins öfuga pýram- ída sem fara fram á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. 21.00 Tríó Sunnu Gunnlaugs heldur tónleika í Jazzkjallara Café Cultura við Hverfisgötu 18. 21.00 Á Græna hattinum við Hafnar- stræti á Akureyri verður fluttur djass- og ljóðabræðingur. Fram koma saxof- ónleikarinn Christian Vuust og hljóm- sveit hans Dynamo, ljóðskáldin Peter Laugesen og Einar Már Guðmundsson auk þess sem Iben West mun sjá um sjónræna hlutann. Húsið verður opnað kl. 20.00. 21.00 Hljómsveitin Bloodgroup heldur útgáfutónleika í Iðnó við Vonarstræti. 22.00 Uni, Jón Tryggvi og Vicky koma fram á tónleikum á Batteríinu við Hafn- arstræti 1-3. ➜ Bókmenntir 17.15 Bjarni Harðarson ræðir um ýmsar persónur í Njálu í erindi sem hann flytur hjá Bókasafni Kópavogs við Hamraborg 6A. Enginn aðgangseyrir og allir vel- komnir. ➜ Pub Quiz 20.00 Fótbolta Pub Quiz verður haldið á Enska barnum við Austurstræti. Þema kvöldsins er Örvfættir knattspyrnumenn. Vegleg verðlaun í boði og enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar á www.sammarinn.com. ➜ Leikrit 14.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir verkið „Nakinn maður og annar í kjólfötum“ eftir Dario Fó. Sýningar fara fram í Iðnó við Vonarstræti. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Bandaríska hljómsveitin Band of Horses snýr aftur með þriðju plötu sína 18. maí. Platan hefur hlotið nafnið Infinite Arms, en óvíst er hvaða útgáfufyrirtæki gefur hana út. Sub Pop, sem gaf út fyrstu tvær plötur hljómsveitarinnar, er mögu- lega útgefandinn, en það hefur ekki verið tilkynnt. Einhverjir búast þó við að hljómsveitin geri samning við stærri útgáfu. Tyler Ramsey og Bill Reynolds, sem hafa leikið með hljómsveit- inni á tónleikaferðalögum undan- farin ár, tóku þátt í gerð plötunnar, en þeir hafa hingað til ekki komið nálægt hljóðverinu. Allir fimm með- limir hljómsveitarinnar komu eitt- hvað að plötunni sem varð til þess að Ben Bridwell, forsprakki Band of Horses, lýsti yfir að þetta væri að mörgu leyti fyrsta plata hljómsveit- arinnar. Nýtt frá Band of Horses „Ég held að það sé alveg pláss fyrir okkur tvo á markaðnum. Við fögnum þessu öllu saman,“ segir Bjarni Einarsson, annar af eig- endum bruggverksmiðjunar Ölv- isholts. Andri Þór Guðmundsson, for- stjóri Ölgerðarinnar, sagði í við- tali við Fréttablaðið fyrir skömmu að hann vissi ekki betur en Egils Gull væri fyrsti íslenski bjór- inn sem færi á markað í Kanada. Það er ekki rétt því á síðasta ári hóf Ölvisholt innrás sína til Kan- ada með bjórana Skjálfta og Lava. Bjarni segir að viðtökurnar við bjórunum tveimur hafi verið mjög góðar í ríkjunum Manitoba og Ont- ario þar sem þeir hafa verið seldir. „Það er smökkunaraðili sem tekur út bjórinn hjá okkur og þegar hann smakkaði Skjálfta sagði hann að þetta væri einn besti Premier Lager-bjór sem hann hefði smakk- að. Hann hefur unnið hjá LCBO í þrjátíu ár,“ segir Einar. LCBO er nokkurs konar ÁTVR þeirra í Ont- ario og telst vera stærsti kaupandi áfengis í veröldinni. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar en við erum ekki farnir að sjá fyrstu sölutöl- ur. Við gerum mikið út á þá sér- stöðu sem er í okkar bjór, bæði varðandi gæði og nafngiftirnar,“ segir Einar. Spurður segist hann ekki líta svo á að Ölvisholt verði í samkeppni við Ölgerðina í Kan- ada. „Við lítum fyrst og fremst á þá sem okkar samstarfsmenn í íslensku innrásinni í Kanada.“ - fb Nóg pláss á Kanadamarkaði SKJÁLFTI Jón Elías, annar eigenda Ölvis- holts, með kippu af Skjálfta. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NÝ PLATA Í MAÍ Band of Horses er að senda frá sér þriðju plötu sína. POWER VIKA 1.– 5. MARS frítt Þú kaupir eina d:struct 150g og færð eina 75g frítt með. Fæst á næstu hársnyrtistofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.