Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 58
42 4. mars 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Haukar hafa misst spón úr aski sínum því þjálfari liðsins, Aron Kristj- ánsson, heldur til Þýskalands næsta sumar þar sem hann mun þjálfa Hannover Burgdorf næstu tvö árin. Aron skilar af sér góðu búi hjá Haukum en hann hefur gert liðið að Íslandsmeisturum bæði árin sem hann hefur þjálfað hjá félaginu, Haukar urðu bikarmeistarar á dögunum og deildarbikarmeistarar um jólin. Haukar eru því handhafar allra stóru titlanna í dag. „Það er gott að vera búinn að fá niðurstöðu í málið. Ég heyrði fyrst í félaginu um áramótin og þetta hefur verið und- irliggjandi síðan. Ég var ekkert endilega búinn að ákveða að fara út næsta sumar en ef gott tækifæri kæmi þá var ég til í að hoppa á það,“ segir Aron. „Ég hef metnað fyrir því að þjálfa í Þýskalandi og einhvers staðar verður að byrja.“ Aron var einnig orðaður við danska félagið Århus GF en það félag vildi einnig fá hann í fyrra. „Þeir höfðu samband aftur en ég var mjög nálægt því að fara síðasta sumar. Ég skildi ekki í nokkurn tíma eftir á af hverju ég fór ekki,“ segir Aron léttur en honum líst vel á nýja félagið. „Þetta er einn af fáum klúbbum þar sem er mikið og gott unglingastarf. Ekki ósvipaður Magdeburg að því leyti. Þetta er því klúbbur með sál. Það er alltaf að aukast áhuginn fyrir liðinu á svæðinu og það skilar vonandi meira fjármagni á næstu árum. Þetta félag á möguleika á að stækka mikið á næstu árum,“ segir Aron. Hannes Jón Jónsson er á mála hjá félaginu og Aron segist ætla að halda honum. Hann staðfestir einnig að félagið sé í viðræðum við línumanninn Vigni Svavarsson. Þjálfarinn segist skilja stoltur við Hauka. „Ég er gríðar- lega ánægður með þennan tíma í Haukunum. Þetta hafa verið frábær ár. Það hefur gengið vel innan sem utan vallar. Það er metnaðarfullt starf í félaginu og verður það áfram.“ ARON KRISTJÁNSSON: ÞJÁLFAR ÞÝSKA ÚRVALSDEILDARLIÐIÐ HANNOVER BURGDORF NÆSTU TVÖ ÁRIN Þetta félag á möguleika á að stækka mikið > „Þetta er ekki eins og í sjónvarpinu” Tómas Ingi Tómasson var sparkspekingur Stöðvar 2 Sport síðasta sumar og gagnrýndi mann og annan eins og ætl- ast var til. Hann er núna kominn hinum megin við borðið þar sem hann þjálfar HK. Tómas hefur ekki farið vel af stað með liðið en það steinlá meðal annars fyrir KR, 5-1, á dögunum. Í stúkunni var Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, sem er þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið. Þegar HK var lent nokkrum mörkum undir snemma gall í Ólafi: „Þetta er ekki eins og í sjónvarpinu, Tommi.“ Allir nærstaddir ráku upp mikinn hlátur en Tómas ku hafa verið hálfvandræðalegur á hliðarlínunni. Má hann líklega búast við fleiri álíka skotum í sumar þegar illa árar. FÓTBOLTI Tillaga ÍBV um að KSÍ ætti að sjá um innheimtu félaga- skiptagjalda en ekki félögin sjálf var felld á ársþingi sambandsins í febrúar. Eyjamenn settu fram tillöguna vegna máls sem þeir lentu í 2008. „Á síðasta degi félagaskipta vorum við að reyna að fá leik- mann til okkar. Félagið sem hann var í neitaði að skrifa undir skipt- in nema við myndum greiða því félagaskiptagjaldið sem er 100 þúsund krónur. Það gerðum við og sendum félaginu félagaskipta- blaðið,“ segir Sigursveinn Þórð- arson hjá ÍBV. „KSÍ fékk hins vegar blað- ið aldrei í hendurnar og þessi leikmaður skráðist aldrei í ÍBV. Félagið sagðist hafa sent blaðið til þeirra. Peningana höfum við ekki séð eftir þetta,“ segir Sigur- sveinn sem vildi þó ekki gefa upp hvert umrætt félag væri. Leik- maðurinn lék alltént aldrei með ÍBV. - egm ÍBV lenti í leiðindamáli: Borguðu en fengu aldrei FÓTBOLTI Það er orðið ljóst að framherjinn Guðmundur Péturs- son spilar ekki með KR næsta sumar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er KR í viðræðum við bæði Val og Breiðablik um sölu á leikmann- inum. Guðmundur fór sem lánsmað- ur til Blika í fyrra og blómstraði þar. Hann hefur sjálfur lýst því yfir að hann vilji spila með Blik- um. Fjárhagsstaða Blika er aftur á móti sögð vera afar veik og ekki víst að Blikar geti keppt við Vals- menn á þeim vettvangi. Þeir hafa þó reynt í allan vetur að kaupa leikmanninn en hafa ekki viljað borga það sem KR vill fá fyrir leikmanninn. Forráðamenn KR vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. - hbg Guðmundur fer frá KR: Seldur til Vals eða Breiðabliks GUÐMUNDUR PÉTURSSON Spilar annað- hvort með Val eða Breiðablik næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Hólmfríður Magnúsdótt- ir, Ólína G. Viðarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir skoruðu í 3-0 sigri Íslands á Portúgal í lokaleik liðsins á mótinu. Leikurinn var um níunda sætið og komu öll mörkin í seinni hálfleik. Keppnisvöllurinn þótti minna á mýrarboltavöll. „Þetta var fínn leikur miðað við mjög erfiðar aðstæður. Völl- urinn var allur úti í leðju og poll- um, hann var enn verri en þessi sem við spiluðum á gegn Noregi. Þetta var ekki boðlegt,“ sagði Sig- urður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Íslands, sem var að horfa á úrslita- leik mótsins sem fram fór á sama velli. „Það er búið að rigna svo mikið hér að þetta er alveg skelfilegt. Það er bara furðulegt hve vel við náðum að halda boltanum. Vörn- in small saman og það er fínt að enda mótið vel.“ Ólína var notuð á miðjunni í leiknum og stóð sig vel, hún kór- ónaði svo frammistöðuna með marki. „Hún kom mjög vel út í þessari stöðu. Það er mjög gott fyrir okkur enda mikið um meiðsli hjá miðjumönnum liðsins,“ sagði Sigurður. Katrín Ómarsdóttir var ekki með í leiknum í gær en hún fann fyrir verkjum á þriðjudagskvöld og fór á sjúkrahús. Þar þurfti að taka úr henni botnlangann og verður hún frá í 3-4 vikur af þeim sökum. „Næstu verkefni eru leikir í undankeppni HM í lok mánað- arins við Serbíu og Króatíu. Það eru erfiðir útileikir svo við þurf- um núna að gera upp þetta mót og fara yfir leikina. Ég þarf að skoða allt vel áður en ég vel hópinn fyrir þessi verkefni,“ sagði Sigurður. „Stefnan er að búa til úrslita- leik gegn Frökkum á menning- arnótt í sumar. Til að það takist þá verðum við að vinna Serbíu og Króatíu. Við förum í þá leiki til að sigra.“ -egm Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur á Portúgal á Algarve Cup og endaði í níunda sæti mótsins: Góður leikur miðað við leðju og polla GÓÐ Á MIÐJUNNI Ólína G. Viðarsdóttir stóð sig vel gegn Portúgal. MYND/AP FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli í fyrsta leik árs- ins 2010 þegar liðið sótti Kýpverja heim í gær. Þetta var hálfgerð upphitun fyrir við- ureignir liðanna í undankeppni EM sem hefst í haust en þjóðirnar drógust saman í riðli á dögunum. Íslenska landsliðið átti mjög góðan enda- kafla í leiknum en stærsta hluta leiksins gekk liðinu illa að halda boltanum innan liðsins og Kýpverjar voru mun meira með boltann. Það má segja að það hafi fyrst kviknað almennilega á íslenska liðinu þegar markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifs- son bjargaði frábærlega með því að verja þrumuskot á 62. mínútu. Heiðar Helguson fékk gott færi á 67. mín- útu og aðeins mínútu síðar átti Rúrik Gísla- son langskot sem kýpverski markvörður- inn varði í slána og yfir. Emil Hallfreðsson átti sláar skot úr aukaspyrnu á 74. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar átti Rúrik frábært langskot í slána og niður og að því virtist inn fyrir marklínuna en búlgarski aðstoðardómarinn dæmdi þó ekki mark. Það hefði ekki verið leiðinlegt fyrir Rúrik Gíslason að opna markareikninginn með íslenska landsliðinu með því að skora sigur- mark með þrumuskoti í slána og inn. Búlg- arski aðstoðardómarinn rændi Rúrik hins vegar fullkomlega löglegu marki. „Mig langar ekki að kenna dómaran- um um að við gerðum jafntefli en hann átti einstaklega lélegan dag fannst mér. Það átti allavega einn af þremur að sjá að bolt- inn var inni. Ef dómaratríóið hefði verið á tánum þá hefðum við unnið þennan leik. Við skoruðum eitt mark en ekki þeir þannig að við hefðum átt að vinna,“ sagði Rúrik eftir leikinn. „Heiðar var næst þessu og hann sagði við mig að boltinn hefði ekki verið inni. Það var þess vegna sem ég var ekki að æsa mig á hlutunum þá. Auðvitað er þetta pirrandi eftir á þegar allir eru búnir að segja manni að boltinn hafi verið greinilega inni. Það er sárt,“ segir Rúrik sem verður að bíða lengur eftir fyrsta A-landsliðs- markinu. „Það hefði verið gaman að opna markareikninginn með landsliðinu með svona marki en það verður bara gaman hve- nær sem það kemur og jafnvel væri það skemmti- legra ef það gerð- ist á Laugardalsvellinum,“ segir Rúrik jákvæður. „Mér fannst okkar leikur vaxa eftir því sem á leið. Í byrjun vorum við ekki alveg að þora að halda boltanum innan liðsins. Það er alveg hægt að segja það í gegnum allan leikinn því að við spil- uðum ekki neinn stjörnuleik,“ sagði Rúrik sem var ekkert að reyna að fela það að íslenska liðið getur spilað betur en það gerði í gær. „Það sem við höfum Íslendingarn- ir er að berjast og mér fannst við gera það ágætlega í dag. Við erum ekki bestu fótboltamenn í heimi en við börðumst ágætlega í dag og vonandi er þetta það sem koma skal. Við erum ekki sérstaklega vinsæl- ir á Íslandi þar sem það er leiðindaumfjöllun um að við séum ekki að leggja okkur fram. Ég vona að það breyt- ist þegar við förum að leggja okkur fram í hverjum einasta leik,“ segir Rúrik. Rúrik var besti maður íslenska liðs- ins ásamt miðverðinum Sölva Geir Ottesen sem fann sig vel við hliðina á Kára Árnasyni í miðverð- inum. ooj@frettabladid.is Mark Rúriks ekki dæmt gilt Íslenska karlalandsliðið gerði markalaust jafntefli á Kýpur í gær þar sem íslenska liðið tók góðan kipp síð- ustu 25 mínúturnar og átti þá þrjú skot í slá þar af eitt sem fór greinilega inn fyrir marklínuna. FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson, lands- liðsþjálfari var ekkert óánægður með leikinn á móti Kýpur. „Markmiðið var náttúrulega að halda hreinu. Auðvitað hefð- um við viljað vinna leikinn en það gekk ekki eftir. Heilt yfir var ég þokkalega ánægður með leikinn. Eins og oft áður þá vorum við frekar varnars- innaðri heldur en hitt. Seinni hálfleikur var ágætur þó að við gætum gert aðeins betur,“ segir Ólafur en Ísland mætir Kýpur í undankeppni EM sem hefst í haust. „Miðað við þennan leik þá lýst mér ekkert illa á að mæta þeim. Við eigum alveg í fullu tré við þessa gæja þannig að við eigum alveg að geta unnið þá. Ég er ekki alveg búinn að skoða það hvort að það hafi vantað einhverja í þeirra lið en ég á eftir að skoða það betur. Þessir menn eru ekkert framar en við í fót- bolta,“ sagði Ólafur en hvað varð til þess að íslenska liðið sótti í sig veðrið í lokin? „Ég held að menn hafi fengið meiri trú á því að þeir gætu þetta. Ég hef kannski verið of grimmur að prenta inn í þá að verjast vel. Þá fóru menn að þora að gera aðeins meira. Við gáfum ekki mörg færi á okkur en fengum heldur ekki mörg færi. Bæði lið hefðu getað stolið sigri í þessum leik,“ sagði Ólafur að lokum. - óój Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands um leikinn við Kýpverja í gær: Bæði lið hefðu getað stolið sigri ÓLAFUR JÓHANNESSON FLOTT MARK Rúrik Gíslason hefði opnað markareikning sinn með íslenska A-landsliðinu hefði mark hans verið dæmt gilt. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.