Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2010, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 28.04.2010, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2010 3 „Ég er alin upp við það á Ólafsfirði að gera heimilið hreint á vorin og held þann sið í heiðri,“ segir Lára. „Móðir mín gekk svo langt að skipta um fyrir öllum glugg- um, taka niður þykku velúrtjöld- in og setja upp önnur þynnri. Ég læt hins vegar nægja að taka gard- ínurnar niður, þvo þær og hengja strax upp aftur.“ Stundum segir Lára nokkra daga fara í hreingerningarnar en önnur vor eru þær teknar með áhlaupi og þá er maðurinn hennar drjúgur þátttakandi. „Hann þrífur gjarn- an loftið í eldhúsinu og baðið í hólf og gólf, þessi elska, og þvær svo öll gólf í lokin upp úr parketsápu. Stundum pússar hann líka spegl- ana með dagblöðum,“ lýsir hún ánægð. Sjálf tekur hún skápana í gegn og miðstöðvarofnana, þvær gluggana, þurrkar af öllu, pússar og fægir. En þurfa þau hjónakorn- in ekki að byrja á að viða að sér hreingerningarefni áður en atið byrjar? „Við eigum það nú bara alltaf,“ segir Lára, gott ef ekki hneyksluð á spurningunni. gun@frettabladid.is Frá innsta horni út á stétt Þegar sólargeislarnir flæða inn um gluggana á vorin fær framtakssamt fólk fiðring í puttana og fer að þrífa. Þeirra á meðal er Lára Axelsdóttir, starfsmaður Áskirkju og hjálparhella í Mæðrastyrksnefnd. „Ég er alin upp við það á Ólafsfirði að gera allt hreint á vorin og held þann sið í heiðri,“ segir Lára. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fullkomin hreinsiefnalína fyrir öll þrif á heimilum og í fyrirtækjum. Ármúli 23 Reykjavík Sími : 510 0000 Brekkustíg 39 Njarðvík Sími: 420 0000 Miðvangi 13 700 Egilsstöðum Sími : 470 0000 Egilsbraut 6 740 Neskaupstað Sími 477 1900 www.besta.is ULTRAMAX MOPPUSETT Blaut- og þurrmoppur fyrir allar gerðir gólfa. Fatan vindur fyrir þig. Hrein snilld! ATTRACTIVE RYKKÚSTUR Afþurrkunarkústur sem afrafmagnar. Langir þræðir sem ná í afskekktustu afkima og skilja ekkert eftir! Ótrúlega sniðugt! Allt það Besta í þrifin

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.