Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2010, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 29.04.2010, Qupperneq 8
8 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR VIÐSKIPTI Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Chalet ehf., fékk 800 milljóna króna yfirdráttarlán í hjá Glitni í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Þetta var eitt síðasta lánið sem aðili tengd- ur Baugi fékk í íslensku bönkunum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Raunar kemur einnig fram í skýrslunni að Glitnir flokkaði Ingibjörgu Pálmadóttur og félög hennar ekki sem tengda aðila við Gaum og Baug, ólíkt hinum bönk- unum. Ef bankinn hefði gert það hefði hann farið yfir hið lögbundna hámark um áhættuskuldbindingar sem kveður á um að einungis megi lána einni samstæðu fjórðung af eiginfé. Skíðaskálinn í Courchevel í frönsku Ölpunum var metinn á 28 milljónir evra, eða um 3,4 millj- arða króna, að því er segir í fund- argerð áhættunefndar Glitnis frá 27. ágúst 2008. Yfirtökuverðið var hins vegar rúmar átján milljón- ir evra, eða 2,3 milljarðar króna. Önnur skammtímafjármögnun átti að koma frá Landsbankanum og langtímafjármögnunin frá Fortis banka. Skíðaskálinn var annar tveggja á svæðinu í eigu Baugsfjölskyld- unnar. Hinn var smærri og keypt- ur á rúmar 10 milljónir evra. Stærri skálinn, sem rann síðar til BG Denmark, dótturfélags Baugs, var hluti af allsherjar- skuldauppgjöri á milli Baugs og Gaums haustið 2008. Skiptastjóri þrotabús Baugs hefur höfðað riftunarmál vegna þessa uppgjörs og krefst endur- greiðslu frá Gaumi upp á sex millj- arða. Í uppgjörinu var félagið BG Denmark verðlagt miðað við eina innborgun Baugs vegna skálans, í stað þess að félagið hafi verið verðlagt sem heild með öllum eign- um og skuldum. Bæði hafi skálinn verið undirverðlagður og aðrar eignir BG Denmark auk þess ekki metnar með. Þrotabú Baugs á hins vegar tilkall til söluvirðis smærri skálans, þegar hann loks selst. Riftunarmálið vegna uppgjörs- samningsins er eitt sex dómsmála sem þrotabú Baugs hefur höfð- að. Þeirra stærst er riftunarmál vegna sölunnar á Högum til 1998 ehf., þar sem búið krefst þess að ráðstöfun helmings kaupverðsins, eða fimmtán milljarða, verði rift. Alls vill skiptastjórinn rifta gjörn- ingum fyrir ríflega 22 milljarða. Sjá má upplýsingar um hin málin í meðfylgjandi töflu. stigur@frettabladid.is Mál Stefndu Fjárhæð 1. Salan á Högum til 1998 ehf. Fimmtán milljarðar af 30 milljarða kaupverði voru notaðir til að kaupa Gaum, ISP og Bague AS út úr Baugi. Talið að um gjafagerning sé að ræða og að félagið hafi verið ógjaldfært þegar ráðstöfunin átti sér stað. Gaumur, Gaumur Hold- ing S.A., ISP ehf., Bague S.A., Banque Havilland og Pillar Securitisation 15 milljarðar 2. Uppgjörssamningur við Gaum, þar sem félagið BG Denmark var rangt verðmetið. Tengist meðal annars skíðaskálanum í Frakklandi. Fjölmörg skilyrði fyrir riftun talin vera fyrir hendi, meðal annars að um gjafagerning sé að ræða. Gaumur 6 milljarðar 3. Víkjandi lán Baugs til Haga. Deilt um hvort rétt hafi verið af þrotabúinu að gjaldfella lánið þótt það hafi verið á gjalddaga 2011. Talið að lánið hafi verið gjafagerningur. Hagar 1 milljarður 4. „Bætur“ til Karls Georgs Sigurbjörnssonar vegna þeirra hremminga að hafa sætt ákæru um fjár- svik eftir að hann keypti stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar á meintu undirverði fyrir dótturfélag Baugs. Hann var síðar sýknaður. Féð er álitið hafa verið gjöf. Karl Georg Sigurbjörnsson 10 milljónir 5. Greiðsla til Skarphéðins Bergs Steinarssonar. Talin vera gjöf. Skarphéðinn Berg Steinarsson 1 milljón 6. Riftun veðs í BG Denmark vegna máls nr. 2. Glitnir Ekki fjárkrafa Dómsmálin sex sem höfðuð hafa verið Fékk 800 milljóna yfirdrátt fyrir skíðaskála í júlí 2008 Eitt síðasta lánið sem aðili tengdur Baugi fékk fyrir hrun var yfirdráttarlán til Ingibjargar Pálmadóttur fyrir skíðasetri í Frakklandi. Skálinn var hluti af skuldauppgjöri Baugs og Gaums sem skiptastjóri Baugs vill rifta. JÓN ÁSGEIR OG INGIBJÖRG Glitnir, einn banka, taldi Ingibjörgu Pálmadóttur ekki venslaða við Baug og Gaum. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM 1. Hvað heitir forstjóri Sam- keppniseftirlitsins? 2. Í aðdáendaklúbbi hvaða erlends dægurlagasöngvara er Daníel Ágúst Haraldsson stofnfélagi? 3. Hver er skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 30 APRÍL EFNAHAGSMÁL Stjórn Íslands- banka samþykkti í gær að vinna með stjórnvöldum til að koma til móts við fólk sem tók bílalán í erlendri mynt, sem mun í ein- hverjum tilfell- um fela í sér afskriftir. Birna Einars- dóttir, banka- stjóri Íslands- banka, sagði í erindi á aðal- fundi bankans í gær að í mörgum tilfellum muni slíkt samkomulag hafa í för með sér lækkun á höfuðstól þeirra bílalána sem hafi hækkað hvað mest. Birna vísaði í nýlega skýrslu frá Seðlabanka Íslands, sem sýnir að vandinn er hvað mestur hjá fólki með slík myntkörfulán. - bj Vandi vegna myntkörfulána: Íslandsbanki skoðar afskriftir BIRNA EINARSDÓTTIR BÆKUR Rannsóknarskýrsla Alþing- is er söluhæsta bók landsins. Er þá sama hvort miðað er við sölu síðustu tveggja vikna eða heild- arbóksölu frá áramótum, að því er fram kemur á vef Félags bókaútgefenda. Í næstu sætum á eftir Rannsókn- arskýrslunni eru sakamálasögur. Í öðru sæti á lista yfir söluhæstu bækur 12. til 24. apríl er sænska sakamálasagan Hafmeyjan eftir Camillu Läckberg. Í næstu sætum á eftir skýrsl- unni þegar horft er til sölu alls ársins eru ekki ómerkari höfundar Glæpasagnahöfundar lúta í lægra haldi fyrir rannsóknarnefnd Alþingis: Skýrslan um hrunið í fyrsta sæti Söluhæstu bækur ársins Sæti Titill Höfundur 1. Rannsóknarskýrsla Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis 2. Póstkortamorðin Liza Marklund/James Patterson 3. Loftkastalinn sem hrundi Stieg Larsson 4. Stúlkan sem lék sér að eldinum Stieg Larsson 5. Svörtuloft Arnaldur Indriðason *Uppsafnaður metsölulisti 01.01.10 - 24.04.10 / Heimild: Félag íslenskra bókaútgefenda en Lisa Marklund og James Patt- erson, Stieg Larsson og Arnaldur Indriðason. Bóksölulistinn er birtur á tveggja vikna fresti og mælir sölu bóka á íslensku, en hann er sagður byggja á upplýsingum frá flestum bóksölum landsins. Rannsóknar- setur verslunarinnar annast söfn- un upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. - óká STJÓRNMÁL Nýr formaður þing- flokks Samfylkingar er Þór- unn Sveinbjarnardóttir, fyrrum umhverfisráðherra. Þórunn tekur við starfinu eftir að Björgvin G. Sigurðsson sagði af sér þingmennsku tíma- bundið. Í millitíðinni hafði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem var varaformaður þingflokksins, gegnt formennsku en hún sóttist ekki eftir að halda því áfram. Hún hættir nú sem varaformað- ur en í hennar stað kemur Skúli Helgason, sem áður var ritari þingflokksins. Jónína Rós Guðmundsdóttir er nú ritari þingflokksins. - kóþ Þingflokkur Samfylkingar: Þórunn tekur við af Björgvini EFNAHAGSMÁL „Ég held að hér sé landlægt virðing- arleysi gangvart lögum og reglum,“ segir Sal- vör Nordal, forstöðumað- ur Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og einn höfunda að siðfræðihluta skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis um banka- hrunið. Salvör hélt tvö erindi í fyrradag tengd bankahruninu, eitt á morg- unverðarfundi Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga og annað í hádeginu í Háskóla Íslands. Salvör kom inn á sama efni í báðum erindum, tilhneigingu stjórn- enda bankanna til að teygja sig eins langt að mörkum hins leyfilega fyrir bankahrunið. Þá sagði Salvör stjórn- endur bankanna, stjórn- völd og eftirlitsstofnanir hafa brugðist í aðdraganda bankahrunsins þar sem þau hafi réttlætt gjörðir sínar með tilvísun í lagabókstafi. Hún tók sem dæmi að þegar hollensk stjórnvöld hefðu krafist þess að Landsbank- inn seldi eignir nokkru fyrir hrun bankans hefði forstjóri Fjár- málaeftirlitsins brugðist illa við, vísað í lagabókstafinn og til styrks bankans í síðasta uppgjöri hans. „Þröng lagahyggja er andstæð því grundvallarviðhorfi, sem siða- reglur hvíla á,“ sagði Salvör og benti á hættuna á að slíkt gæti sljóvgað siðferðilega dómgreind. - jab Stjórnendur bankanna prófuðu mörk hins leyfilega: Íslendingar virða ekki lög og reglur DÓMSMÁL Nítján ára piltur hefur verið dæmdur í tíu mánaða óskil- orðsbundið fangelsi fyrir fjögur þjófnaðarbrot og tvenn eigna- spjöll.Pilturinn ollil í tvígang töluverðum skemmdum á sama hraðbankanum við Geislagötu á Akureyri. Hann hefur sex sinnum hlotið refsidóma frá árinu 2007, fyrir þjófnað, fíkniefnabrot og umferð- arlagabrot. Hann hefur verið fík- ill undanfarin misseri. Það er virt honum til málsbóta að hann játaði brotin undanbragðalaust. - sh Tíu mánaða fangelsisdómur: Piltur eyðilagði hraðbanka SALVÖR NORDAL VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.