Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2010, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 29.04.2010, Qupperneq 61
FIMMTUDAGUR 29. apríl 2010 45 Kanadíska hljómsveitin Woodpig- eon spilar á Sódómu í Reykjavík í kvöld. Sveitin er á leið á tónleika- ferðalag um Evrópu og verður Ísland fyrsta stoppið á því ferða- lagi. Woodpigeon er hugarfóstur söngvarans og lagahöfundarins Mark Hamilton. Tónlist sveitar- innar hefur verið lýst sem full- kominni blöndu af einlægni og tignarleika. Henni hefur verið líkt við Sufjan Stevens, Belle & Sebastian og Fleet Foxes. Mark Hamilton spilaði síðast hér á landi á Batteríinu í ágúst í fyrra en núna er hann með hljómsveit- ina með sér. Miðaverð á tónleik- ana er 1.000 krónur. Einnig koma fram Pascal Pinon, Mukkaló og Útidúr. Woodpigeon með tónleika WOODPIGEON Kanadíska hljómsveitin Woodpigeon spilar á Sódómu í kvöld. Trúbatrixum hefur verið boðið að spila á The Great Escape-tón- listarhátíðinni sem verður haldin í Brighton 13. til 15. maí. Fimm trúbatrixur munu stíga á svið á barnum Northern Lights 14. maí, eða þær Halla Norðfjörð, Elín Ey, Nanna, Myrra Rós og Elíza New- man. Einnig spila þær á tónleik- um á barnum Troy í London 13. maí. Til að aðstoða við fjármögn- un ferðarinnar ætla Trúbatrixur að halda tónleika á Café Rósen- berg í kvöld. Helgi Valur, John- ny Stronghands og Toggi koma einnig fram. Tónleikarnir byrja klukkan 21 og kostar 1.000 krónur inn. Trúbatrixur til Brighton Lights on the Highway tekur úr sambandi og heldur órafmagnaða tónleika á Dillon í kvöld. Hljómsveit- in er á leiðinni í vikuferð til London á sunnudaginn þar sem piltarnir koma fram á nokkrum tónleikum, bæði rafmögnuðum og órafmögnuðum. Tónleikarn- ir á Dillon verða styrktartónleikar fyrir ferðina. Lights on the Highway gaf síðast út plötuna Amanita Muscaria í fyrra, en hún var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna. Nýjasta lag hljóm- sveitarinnar, Leiðin heim, hefur setið í 1. sæti vin- sældalista Rásar 2 þrjár vikur í röð, en það er einnig fyrsta lagið með íslenskum texta sem hljóm- sveitin sendir frá sér. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22 og miða- verð er 500 krónur, en frjáls framlög verða einn- ig vel þegin. Lights on the Highway kemur einnig fram á Rósenberg á morgun. - afb Safna fyrir ferðalagi til London MYRRA RÓS Myrra Rós spilar á tónlistar- hátíðinni The Great Escape í Brighton. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Söngkonan Katy Perry viðurkennir að hún sé háð tóbaki og reyki til að róa taugarnar. „Ég veit að það er óhollt að reykja og að ég ætti að hætta. Ég mundi aldrei segja við börn: „Það er svalt að reykja.“ þetta er slæmur ávani sem ég verð að venja mig af,“ sagði söng- konan sem viður- kenndi jafnframt að hún væri innst inni mjög óörugg. „Þótt ég virki hávær og sjálfs- örugg þá er ég innst inni mjög feimin.“ Perry mun giftast unnusta sínum, breska gamanleikaranum Russell Brand, í sumar. Feimin Katy Perry ÓÖRUGG Katy Perry segist vera óörugg og feimin. Á LEIÐINNI TIL LONDON Lights on the Highway kemur fram á nokkrum tónleikum í höfuðborg Englands í næstu viku. Gjöfin þín Allt þetta fyrir þig ef þú verslar vörur frá Estée Lauder fyrir 5.900 kr. eða meira í Debenhams dagana 29. apríl – 5. maí.* Gjöfin inniheldur: · Advanced Night Repair 7ml – kraftaverkadropa · Daywear 7ml – mest selda dagkremið frá Estée Lauder · Perfectly Clean Cleanser – hreinsir fryrir andlit · Pure Color Lipstick – litur, melon · Magnascopic Mascara - litur, svartur · Fallega snyrtitösku Verðgildi kr. 13.760.- *meðan birgðir endast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.