Fréttablaðið - 01.05.2010, Qupperneq 30
30 1. maí 2010 LAUGARDAGUR
Árið 1923 var fyrst gengin kröfuganga á 1. maí á Íslandi
og hefð er fyrir því að launafólk
gangi þar undir rauðum fána og
syngi alþjóðasöng verkalýðsins,
Internasjónalinn. Upprunaleg
merking þessara tákna er fyrst
og fremst krafa um breytingar
og réttlátara þjóðfélag. Rauði lit-
urinn á fána verkalýðshreyfing-
arinnar táknar uppreisn gegn
ranglæti. Hann þýðir að nú sé
nóg komið, auk þess sem hann
táknar dagrenningu. Merking
táknanna og göngunnar sjálfrar
er enn í dag sú sama, þó að nú
gangi hvert félag undir sínum
fána, og ekki séu þeir allir rauð-
ir. Þátttaka launafólks í göngunni
í ár er sérlega mikilvæg. Í henni
getum við launafólk um land allt
gert kröfur okkar um réttlát-
ara þjóðfélag sýnilegar og veitt
stjórnvöldum aðhald í uppbygg-
ingu lands og þjóðar – látið rödd
okkar heyrast.
Hrunið og hrunadansinn
Rannsóknarskýrsla Alþingis er
loksins komin út eftir langa bið og
er þjóðin líklega enn að melta hana
og meðtaka. Almennt álit flestra er
að skýrslan sé sérlega vel unnin og
eru flestir fegnir því. Það eru ekki
margir sem hafa í alvöru reynt
að skrumskæla eða afneita efni
hennar.
Stjórnmálamenn, viðskiptalífið og
í raun þjóðin öll getur dregið mikinn
lærdóm af hruninu og því sem við
erum nú að ganga í gegnum. Í fram-
haldi þessa uppgjörs verður að gera
stífa kröfu um að fram fari veruleg
uppstokkun og breytingar verði
gerðar á efnahagskerfinu. Einnig
að þeir sem bera ábyrgð viðurkenni
það og taki afleiðingunum.
Samtök opinberra starfsmanna
hafa eins og aðrir rýnt í skýrsluna
og reynt að draga út þá þætti sem
höfða sérstaklega til þeirra. Við það
hefur skipulag og starf stjórnsýsl-
unnar borið nokkuð á góma, sem og
þáttur þeirra lífeyrissjóða sem sér-
staklega eru nefndir í skýrslunni.
Nokkuð ljóst virðist að stjórnsýsl-
an á Íslandi er veikburða, skipulag
og starf ráðuneytanna veikt og þar
vantar meiri fagmennsku. Það kall-
ar á meiri mannskap, en það er í
algjörri andstöðu við rök þeirra sem
hafa viljað skera niður í stjórnsýsl-
unni og opinberri þjónustu. Fagleg
og sterk stjórnsýsla, ásamt skýru
og nákvæmu regluverki, er sá boð-
skapur sem lesa má úr skýrslunni.
Einnig er ljóst að fara þarf í upp-
stokkun og breytingar á löggjafar-
og framkvæmdarvaldinu, ásamt því
að skoða stöðu forsetaembættisins.
Þá er afar brýnt að skilja löggjafar-
og framkvæmdarvaldið að. Alþingi
þarf að vera mun sjálfstæðara til að
veita framkvæmdarvaldinu meira
aðhald.
Lífeyrissjóðirnir
Í skýrslunni er fjallað um gjald-
eyrisvarnir lífeyrissjóðanna. Án
efa spyrja margir hvað það sé, en í
stuttu máli og án þess að fara í djúp-
ar skilgreiningar, þá eru gjaldeyr-
isvarnir það þegar gerðir eru fram-
virkir samningar til að verja eignir
erlendis fyrir gengissveiflum. Rann-
sóknarnefndin gerir athugasemdir
við þessa starfsemi og telur hana
ekki eðlilega. Vitnað er í erlendan
sérfræðing sem efnislega telur ekki
rétt að lífeyrissjóðir, sem eru lang-
tímafjárfestar, geri svona samn-
inga og klykkir nefndin út með
þeim orðum að „það sé umhugsun-
arvert að þeir þrír lífeyrissjóðir
sem kannaðir voru hafi aukið varn-
ir þegar krónan tók að veikjast sem
bendir til þess að sjóðirnir, sem eiga
að vera með langtímafjárfestingar-
markmið, hafi verið að vonast eftir
skjótfengnum ágóða á gjaldeyris-
markaði“.
Ljóst er að lífeyrissjóðirnir eins og
margir aðrir verða að gera sér grein
fyrir því að tími slíkra vinnubragða
er liðinn. Stjórnir lífeyrissjóðanna
verða að endurskoða vinnubrögð sín
og taka mið af þeirri gagnrýni sem
fram hefur komið. Þar verður að
gera þá kröfu að ákveðnar aðgerð-
ir og tímabil séu skoðuð nánar, en
gagnrýni hefur komið fram um að
dýpra þurfi að kafa við þá skoðun.
Vissulega er ákveðin vinna við
endurskoðun þegar komin í gang,
m.a. með skýrslu sem nefnd á
vegum Landssamtaka lífeyris-
sjóða gaf út í mars undir heitinu
„Lærdómur lífeyrissjóða af hrun-
inu 2008-2009“. Þar má sjá góðar
ábendingar og tillögur um breyt-
ingar, sem vonandi komast í gagnið
sem fyrst.
En betur má ef duga skal. Það
þarf að vera metnaðarmál verka-
lýðshreyfingarinnar í heild sinni
að málefni lífeyrissjóðanna verði
tekin rækilega til skoðunar því þar
má engan skugga á bera. Niður-
stöður slíkrar rannsóknar á ekki að
hræðast heldur læra af þeim til að
byggja betri sjóði til framtíðar.
Gerum kröfur okkar um réttlátara samfélag sýnilegar
Frídagur verkamanna
Árni Stefán Jónsson
formaður SFR
- stéttarfélags í
almannaþjónustu.
Ljóst er að lífeyrissjóðirnir eins og margir aðrir verða að gera sér
grein fyrir því að tími slíkra vinnubragða er liðinn. Stjórnir lífeyris-
sjóðanna verða að endurskoða vinnubrögð sín og taka mið af þeirri
gagnrýni sem fram hefur komið.
Stjórn Félags íslenskra bifreiða-eigenda mótmælir harðlega hug-
myndum starfshóps samgönguráð-
herra um vegatolla á meginvegi
út frá höfuðborgarsvæðinu og
þar með auknum álögum á notkun
fjölskyldubíla. Þessar hugmyndir
ganga þvert á jafnræðishugmynd-
ir samfélagsins. Það er óeðlilegt að
bíleigendur sem sækja vinnu, nám
eða þjónustu út frá og að höfuðborg-
arsvæðinu séu skattlagðir sérstak-
lega umfram aðra landsmenn.
Tillögur um tollavegi út frá höf-
uðborgarsvæðinu koma fram í kjöl-
far stóraukinna notkunarskatta á
bíleigendur í formi hækkunar vöru-
gjalda á bensín og dísilolíu, nýs
kolefnisskatts og hækkunar virð-
isaukaskatts. FÍB telur ranglátt
að nauðsynlegum úrbótum í vega-
málum á suðvesturhorninu fylgi
nýjar skattaálögur á íbúa svæðis-
ins. Íbúar þessa landshluta leggja
mest til vegasjóðs í formi notkun-
arskatta og hafa borgað margfald-
lega á liðnum árum fyrir áætlaðar
vegbætur og aukið öryggi á fjöl-
förnustu og hættulegustu vegum
landsins.
Í desember 2008 tók ríkið um 74
krónur í skatt af hverjum bensín-
lítra en nú í apríl 2010 borga bíleig-
endur um 106 krónur á hvern lítra.
Hækkun bensínskatta á rúmu ári
er því 32 krónur á hvern lítra eða
43,5%. Yfir eitt ár er hækkunin um
60 þúsund krónur vegna reksturs
meðal fjölskyldubíls. Þessi hækk-
un skatta bætist við mun hærra
heimsmarkaðsverð á bensíni og
hækkun vegna gengisfalls íslensku
krónunnar.
Fyrir utan eldsneytisskatta borga
bifreiðaeigendur 30 til 45% vöru-
gjald af innfluttum fólksbílum plús
25,5% virðisaukaskatt á innkaups-
verð og vörugjöld. Tvisvar á ári inn-
heimtir ríkissjóður svokallað bif-
reiðagjald af bifreiðum landsmanna
sem er eignaskattur lagður á miðað
við þyngd ökutækja í kílógrömmum.
Bifreiðagjaldið var hækkað um síð-
ustu áramót um 10% og áætlað er
að skatturinn skili um 5.660 m.kr. í
ríkiskassann yfir árið. Bifreiðaeig-
endur borga ýmsa aðra skatta og
gjöld s.s. eins og umferðaröryggis-
gjald og förgunargjald. Hugmynda-
auðgi skattayfirvalda er mikil þegar
kemur að því að leggja auknar álög-
ur á fjölskyldubílinn. Nýir og aukn-
ir skattar bitna verst á tekjulægri
fjölskyldum og þeim sem þurfa að
sækja nauðsynlega þjónustu um
langan veg. Bílaskattar eru þegar
úr hófi og löngu mál að linni.
Áætla má að heildarskatttekj-
ur ríkisins af eldsneytissköttum á
bíla verði um 36 milljarðar króna í
ár sem er 10 milljarða króna hækk-
un samanborið við skatttekjurnar
á árinu 2008. Samkvæmt fjárlög-
um er áætlað að verja um 9 millj-
örðum króna til nýframkvæmda
og tæpum 4,7 milljörðum til við-
halds vega á yfirstandandi ári. Árið
2009 runnu ríflega 17 milljarðar til
nýframkvæmda og 5,2 til viðhalds
vega. Samdráttur vegna nýfram-
kvæmda og viðhalds vega er því
um 8,5 milljarðar króna á milli ára.
Á sama tíma og bílaskattar hækka
verulega á milli ára eru fjárframlög
til vegamála um leið skorin verulega
niður.
FÍB hafnar alfarið nýjum skött-
um í formi vegtolla enda ganga
þeir þvert á jafnræðis- og sann-
girnissjónarmið auk þess sem nóg
er komið af nýjum álögum á heim-
ilin í landinu sem hafa þurft að taka
á sig miklar umfram álögur í kjöl-
far efnahagshrunsins. Þau þola
einfaldlega ekki meir.
Vegatollar, nei takk!
Þann 26. apríl sl. skrifaði Ólaf-ur Stephensen, ritstjóri Frétta-
blaðsins, leiðara undir fyrirsögninni
„Dellukenningar”, sem að hans mati
eru eftirfarandi:
1. „… að íslenzka bankakerfið hafi
ekki verið í neitt sérstaklega vond-
um málum haustið 2008, það hafi
bara ekki staðizt hina alþjóðlegu
fjármálakreppu.“
2. „… að stjórnvöld í nágranna-
ríkjunum hafi ekki viljað koma
Íslandi til bjargar þegar mest á reið
og þannig átt sinn þátt í að keyra
hagkerfið í kaf.“
3. „… að vegna regluverks Evr-
ópska efnahagssvæðisins hafi
stjórnvöld ekki getað gripið í taum-
ana og stöðvað bankana af.“
Ólafur hefur margt til síns máls
þegar hann nefnir þekkta punkta
um brestina innan bankanna og
íslenska stjórnkerfisins. Auðvitað
gátu stjórnvöld gert margt til að
hemja stærð banka, fækka óheppi-
legum hagsmunatengslum og víkka
þröngt eignarhald þrátt fyrir EES.
Auðvitað bera þau alla ábyrgð ásamt
bönkunum. Skýrsla rannsóknar-
nefndar Alþingis snerist jú um að
varpa ljósi á þessa innlendu mein-
bugi og hún gerir það á djarfari og
vandaðri hátt en áður hefur sést.
En Ólafur stingur staðreyndum
undir stól. Og tekur allt, allt of djúpt
í árinni. Raunar svo djúpt að í heild
verður skoðun leiðarans röng. Hann
segir um alþjóðlegu fjármagns-
kreppuna að: „Torveldara aðgengi
að lánsfé á alþjóðavettvangi gerði
íslenzku bönkunum lífið vissulega
erfiðara.“ Í stað þess að segja eins
og hann veit að er rétt, að þegar
alþjóðafjármagnskreppan skall á
fyrir alvöru eftir gjaldþrot Lehman
Brothers í New York, stöðvaði hún
fjármagnsstreymið á augabragði.
Skýrslu rannsóknarnefndarinn-
ar var ætlað að draga fram okkar
ábyrgð. Okkar misbresti. Svo við
lærðum af þeim. Svo þjóðin gæti
hreinsað borðið og haldið áfram
inn í framtíðina með hreina sam-
visku. En það þýðir ekki að ritstjóri
Fréttablaðsins skuli loka augunum
fyrir geigvænlegum utanaðkomandi
þáttum sem skiptu sköpum um fjár-
hagslegt fall Íslands.
Því þótt annarlegar hvatir og við-
vaningsháttur hafi einkennt störf
einstaklinga í stjórnkerfinu, sem
brugðust skyldum sínum gagnvart
þjóðinni – og þótt krosseignatengsl
og áhættusækni ásamt mörgu öðru
misgóðu hafi einkennt íslensku
bankana – er það einfaldlega ekki
boðlegt af ritstjóra stærsta dagblaðs
á Íslandi að láta eins og algjör stöðv-
un á fjármagnsstreymi til banka um
heim allan, sem gerði marga þeirra
gjaldþrota, sé eitthvert aukaatriði í
samhengi frásagnarinnar um fall
íslensku bankanna.
Ólafur strokar út alheimsbanka-
krísuna. Gerir hana að neðanmáls-
grein. Og hann minnist ekkert á
aðra utanaðkomandi þætti eins og
árás breskra stjórnvalda á Ísland
með hryðjuverkalögum. Finnst Ólafi
sá glæpur réttlætanlegur? Í stað-
inn segir hann: „Vandi bankanna
var með öðrum orðum heimatilbú-
inn vandi.“ Allur vandi sem olli falli
íslensku bankanna var semsagt inn-
lendur að mati Ólafs, sem afneitar
alþjóðlegu fjármálakreppunni! Var
hún heimatilbúinn vandi? Hverslags
málflutningur er þetta eiginlega?
Dellukenningar ritstjóra
Vegtollar
Runólfur
Ólafsson
framkvæmdastjóri FÍB
Steinþór Jónsson
formaður FÍB
Efnahagshrunið
Ragnar
Halldórsson
ráðgjafi
Dagskrá:
Setning
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra
Þátttaka Íslands í norrænu samstarfi að umhverfismálum
Danfríður Skarphéðinsdóttir - sérfræðingur í
umhverfisráðuneyti
Íslenskur umhverfisveruleiki
Stefán Gíslason - umhverfisstjórnunarfræðingur UMÍS ehf
Environice
„ ...og framkvæmdu heima fyrir.”
Sigríður Stefánsdóttir – verkefnastjóri Akureyri
Hugleiðing um umhverfi Akureyrar
Pétur Halldórsson - útvarpsmaður
Liffræðileg fjölbreytni og „Count down 2010.“
Jón Ingi Cæsarsson - varaformaður umhverfisnefndar
Akureyrarbæjar
Spörum orku, peninga og útblástur
Sigurður Ingi Friðleifsson – framkvæmdastjóri Orkuseturs
Vistvæn atvinnusköpun - úrgangur er verðmæti
George Hollanders - stjórnarformaður Iðngarða
„Svo vex tréð sem greinin er sveigð." Leikskólinn Kiðagil í átt að
Grænfána
Drífa Þórarinsdóttir - leikskólakennari Kiðagili
Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri, í samstarfi við
Staðardagskrá 21 á Akureyri, vill með þessu málþingi um
umhverfismál vekja athygli á brýnum málaflokki.
Haldið verður áfram umræðu um umhverfismál allt frá því smáa
til hins stóra og við fræðumst um niðurstöður
Loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og hver verða næstu
skref. Hver er hnattræn staða umhverfismála nú, hvernig er
norrænu umhverfissamstarfi háttað, hvað er að gerast í
umhverfismálum á landsvísu og ekki síst hvað er að gerast í
nágrenni okkar?.
MARGT SMÁTT
GERIR EITT STÓRT
Hugsaðu hnattrænt og framkvæmdu heima fyrir
Staðsetning: Hótel KEA · 5. maí · kl. 14:00-16:30
Málþing um umhverfismál á Akureyri