Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 58
geymdir í. Gamlir og úreltir kassar endurnýjaðir.
Fjöldi starfa: 4
UR15 Störf við gróðurkortagerð
Staffæring gróðurkorta er nauðsynleg bæði til almennrar
vinnu sem tengist gróðurkortum en ekki síður vegna
vinnu við gerð vistgerðarkorta.
Fjöldi starfa: 4
UR16 Störf við vinnslu úr gagnagrunnum
vísindasafna Náttúrufræðistofnunar
Ennþá er töluverður hluti af safnakosti
Náttúrufræðistofnunar óskráður í stafræna
gagnagrunna. Yfirfara þarf þennan safnkost og skrá
hann með samræmdum hætti.
Fjöldi starfa 1
UR17 Störf við skráningu á dýrasöfnum og
Starf við skráningu steinasafns
Markmið er að koma upplýsingum um safnakost NÍ á
vefinn ásamt ýmis konar upplýsingum tengdum honum.
Fjöldi starfa: 9
VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR
UR18 Verkamannastörf með sjálfboðaliðum á
rekstrarsvæðum þjóðgarðsins
Vinna undir umsjón erlendra sjálfboðaliða að stígagerð,
hleðsluverkefnum o.fl.
Fjöldi starfa:27
UR19 Verkamannastörf á rekstrarsvæðum
þjóðgarðsins
Að taka þátt í að stika gönguleiðir, málningarvinna og
önnur útivinna undir umsjón sérfræðinga.
Fjöldi starfa: 13
UR20 Verkamannastörf í Jökulsárgljúfrum/
Ásbyrgi undir umsjá umsjónarmanns
Garðyrkjuvinna á tjaldsvæði í Ásbyrgi og ýmis tilfallandi
störf við opnun svæðisins. Tímalengd: Sumarvinna.
Fjöldi starfa:4
UR21 Viðhaldsstörf í Jökulsárgljúfrum/Ásbyrgi
undir umsjá umsjónarmanns
Smíði og málun stika til notkunar á öllum
rekstrarsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs.
Fjöldi starfa: 2
UR22 Störf við viðhaldsverkefni í
Jökulsárgljúfrum og Skaftafelli
Að sinna viðhaldi á ýmsum eignum stofnunarinnar.
Viðkomandi þarf að hafa iðnmenntun.
Fjöldi starfa: 2
UR23 Störf við fræðslu í gestastofum
-Barnastundir í gestastofum
Leikir, fræðsla, útivist, í Jökulsárgljúfrum, Skriðuklaustri
og Skaftafelli.
Fjöldi starfa: 3
UR24 Störf við gagna- og heimildaöflun
-Heimildir; söfnun, skráning, ljósritun. Á
Egilsstöðum/Skriðuklaustri , Kirkjubæjarklaustri og
Jökulsárgljúfrum.
Fjöldi starfa: 3
LANDMÆLINGAR ÍSLANDS
UR25 Störf vegna átaks við skráningu örnefna
Lagt er til að vinnustöðvar verði settar upp á fimm
stöðum á landinu í tengslum við Náttúrustofur, t.d.
í Sandgerði, Stykkishólmi, Bolungarvík, Sauðárkróki,
Húsavík, Neskaupsstað og Vestmannaeyjum.
Fjöldi starfa:10
VEÐURSTOFA ÍSLANDS
UR26 Almenn viðhaldsvinna á tækjabúnaði VÍ
Viðhald, hreinsun og frágangur tækja víðsvegar um
landið sem og á verkstæði og lager. Skjalaumsýsla;
starfið felst m.a. í að færa gögn í rafræna gagnagrunna
auk þess að ganga frá gögnum í varanlega geymslu.
Fjöldi starfa: 6
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN
ÍSLANDS
UR27 Greining líffræðilegra sýna úr Mývatni
og Laxá
Vinnan felst í flokkun og greiningu sýnanna. Best væri
ef fólk væri búsett við Mývatn eða nágrenni og slíkt fólk
hefði forgang.
Fjöldi starfa: 3
SKIPULAGSSTOFNUN
UR28 Vinna tengd skipulagsvefsjá
Skanna allar deiliskipulagsáætlanir aftur í tímann frá
1998 sem verður til þess að vefsjáin hefur þá að geyma
allar gildandi skipulagsáætlanir í landinu. Þar við bætist
vinna við pökkun og frágang geymsluskrár skjalasafns.
Fjöldi starfa: 1
ÚRSKURÐANEFND
SKIPULAGS- OG
BYGGINGARMÁLA
UR29 Starf laganema
Snýst um að gera lagaskrá (tilvísunarskrá) yfir úrskurði,
aðstoða við gagnaöflun o.fl.Fjöldi starfa: 1
NORÐURSLÓÐAVERKEFNI
FYRIR NÁMSMENN VIÐ
STOFNUN VILHJÁLMS
STEFÁNSSONAR
UR30 Aðstoðarmaður við aðsetur alþjóðlegra
norðurslóðasamtaka
Vinnan snýr sérstaklega að því að aðstoða við
undirbúning ráðstefna á vegum samtakanna, NRF þings
í Noregi haustið 2010 og IASSA ráðstefnu á Akureyri
2011.
Fjöldi starfa: 1
BRUNAMÁLASTOFNUN
UR31 Starfsmenn með ákveðna tölvuhæfni
(skönnun, vistun í GoPro)
Skrá og skanna inn í GoPro skjöl úr skjalasafni
Brunamálastofnunar og leiðrétta staðsetningu þeirra.
Fjöldi starfa: 3
UR32 Útbúa hættumat og viðbragðsáætlun
Markmið verkefnis er að útbúa hættumat og
viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í og við
frístundabyggð eða skógræktarsvæði.
Fjöldi starfa: 2
UMHVERFISRÁÐUNEYTI –
SKJALASAFN
UR33 Störf bókasafns-upplýsingafræðinema
Verkefni vegna löggildinga, útgáfuverkefna UMH,
frágangs almennra skjala. Flokkun og frágangur gagna
frá Fjölmiðlavaktinni. Grisjun bókasafns.
Fjöldi starfa: 2
LANDGRÆÐSLA RÍKISINS
UR34 Störf við förgun aflagðra og ónýtra
girðinga um land allt
Störfin beinast að því að farga og rífa niður aflagðar
girðingar s.s. sauðfjárveikivarna girðingar sem úreltar
eru orðnar auk ónýtra girðinga sem er brýnt verkefni á
sviði umhverfismála.
Fjöldi starfa: 40
UR35 Uppfærsla gagnagrunna
Starfið felur í sér að uppfæra gagnagrunn um
landgræðsluaðgerðir og myndagrunn sem því tengist.
Nú er unnið að því að samræma þessa gagnagrunna
stöðlum sem aðrar stofnanir nota til að einfalda
úrvinnslu og auðvelda samkeyrslu gagna.
Fjöldi starfa: 2
UR36 Kortlagningu á útbreiðslu lúpínu
Verkefnið snýst að skipulagningu á vinnu við að uppfæra
kort og safna upplýsingum um lúpínu á landinu.
Fjöldi starfa:3
SKÓGRÆKT RÍKISINS
UR37 Grisjun á starfssvæðum S.r. í öllum
landshlutum
Grisjun með keðjusög, útkeyrsla viðar, viðarvinna.
Í einhverjum tilvika gæti starfsfólk þurft að gista í
húsnæði S.r. í þjóðskógum.
Fjöldi starfa: 20
UR38 Ýmis verkefni á starfssvæðum S.r. í
öllum landshlutum
Verkefnin eru þessi helst: Gönguleiða- og stígagerð,
skógarumhirða, önnur verkefni. Í einhverjum tilvika gæti
starfsfólk þurft að gista í húsnæði S.r. í þjóðskógum.
Fjöldi starfa: 30
UR39 Gróðursetning og áburðargjöf á
starfssvæðum S.R. í öllum landshlutum
Í einhverjum tilvika gæti starfsfólk þurft að gista í
húsnæði S.r. í þjóðskógum.
Fjöldi starfa: 40
UR40 Rannsóknir
Um er að ræða fjölbreytt störf háskólanema í náttúru-
og raunvísindum sem unnin eru undir leiðsögn
sérfræðinga og staðarhaldara á Mógilsá.
Fjöldi starfa: 14
UR41 Starf hjá Hekluskógum. Háskólanemi í
náttúruvísindum
Um er að ræða umsjón með gróðursetningarverktökum,
afhendingu plantna og móttöku sjálboðaliðahópa.
Úttektir á gróðursetningu, áburðardreifingu og sáningu.
Fjöldi starfa: 1
IÐNAÐARRÁÐUNEYTI
IÐNAÐARRÁÐUNEYTI
IR01 Vefmál iðnaðarráðuneytisins
a. Yfirferð útgefinna leyfa og samantekt úrskurða
b. Verkefni í samvinnu við orkustefnunefnd við vef um
orkustefnu, framsetningu efnis og frágangur á vef.
Fjöldi starfa:1
IR02 Mótun Hönnunarstefnu fyrir Ísland
Verkefni felst í því að setja fram tillögur að framkvæmd
við mótun Hönnunarstefnu fyrir Ísland. Fjöldi starfa: 1
IR03 Markaðssetning íslenskrar hönnunar og
arkitektúrs á Netinu
Utanumhald um verkefni er snýr að því að
fjölga skráningu hönnuða og arkitekta á vef
Hönnunarmiðstöðvar Íslands hvoru tveggja á íslensku
og ensku.
Fjöldi starfa: 1
IR04 Gagnagrunnur með tölfræðiupplýsingum
tengdum málaflokkum ráðuneytis, verkefni í
samvinnu við orkustefnunefnd
Safna saman og vinna úr tölfræðiupplýsingum tengdum
málaflokkum ráðuneytisins sem nýta má m.a. í
kynningar, erindi og greinaskrif.
Fjöldi starfa: 1
IR05 Úttekt á borholum í eigu ríkissins
Starfsmaður mun gera ástandsskoðun á borholum í eigu
ríkisins og taka saman skýrslu þar sem gerð eru skil á
ástandi og nauðsynlegum aðgerðum. Skila skýrslu í lok
sumars.
Fjöldi starfa:1
IR06 Skjalastjórnun
Skjalastjórnun, skráning og frágangur vinnugagna.
Endurskoðun verklagsreglna um skráningu gagna í
málaskrá ráðuneytisins.
Fjöldi starfa: 1
FERÐAMÁLASTOFA
IR07 Landnýtingaráætlun fyrir hálendið
Um er að ræða mikilvæga grunnvinnu fyrir
landnýtingaráætlun fyrir hálendið. Gagnagrunnur
(SQL/GIS) búinn til og fyrirliggjandi gögn sett inn í
gagnagrunninn. Staðsetning Reykjavík.
Fjöldi starfa: 1
IR08 Gagnagrunnur FMS - Akureyri
Útvíkkun á gagnagrunni og skrá inn í frekari upplýsingar
um ferðamannastaði og annað áhugavert efni fyrir
þá sem sækja Ísland heim. Gögnin eru skráð í SQL
gagnagrunn.
Fjöldi starfa: 1
IR09 Skýrslur tengdar ferðaþjónustu
Mikilvægt er koma inn skýrslum og rannsóknum er
tengjast ferðamálum á rafrænt form og á samskiptavef
FMS þannig að það nýtist sem flestum.
Fjöldi starfa:1
IR10 Stefnumótun fyrir markaðsstofur/
landshlutastofur
Verkefnið felur í sér að safna efni frá hverjum landshluta
og staðsetja á kortagrunn skv. leiðbeiningum frá
Landmælingum Íslands. Eitt starf í hverjum landshluta
þar sem starfrækt er markaðsstofa ferðaþjónustunnar
s.s. Reykjavík, Reykjanes, Vesturland, Vestfirðir,
Norðurland, Austurland og Suðurland. Starfið getur
unnist að heiman.
Fjöldi starfa:7
IR11 Markaðsaðstæður á nær – og
fjærmörkuðum
Öflun, söfnun og úrvinnsla upplýsinga um
markaðsaðstæður á fjærmörkuðum. Ákvörðun
markhópa, tillögur að nálgun á markaðssetningu til
þeirra og rökstuðningur fyrir þeim.
Fjöldi starfa: 1
IR12 Samantekt um framboð ferðaleiða til
landsins; greining á upplýsingaþörf erlendra
ferðamanna
Vinnsla samantektar um framboð ferðaleiða til landsins
næstu tvö ár og greining á ferðaleiðum ferðamanna sem
hingað koma með tengiflugi. Samhliða verður unnið að
greiningu fyrirspurna út frá ferðaframboði og þjóðerni
ferðamanna.
Fjöldi starfa:1
IR13 Úttekt á styrkveitingum hins opinbera til
ferðaþjónustutengdra verkefna
Gerð verður úttekt á styrkveitingum hins opinbera
á síðustu fimm árum. Um er að ræða mikilvæga
grunnvinnu sem nýtist við endurskoðun á styrkveitingum
til frekari uppbyggingar í íslenskri ferðaþjónustu.
Fjöldi starfa: 1
IR14 Samþætting markaðsaðgerða á
mörkuðum ferðaþjónustunnar; mat á árangri
aðgerða
Gerð yfirlits yfir samþættingu markaðsaðgerða á hinum
ýmsu mörkuðum – eftirfylgni, mat og samantektir
vegna tiltekinna markaðsaðgerða – gerð yfirlita og
samantekta.
Fjöldi starfa:1
IR15 Greina-/sagnaskrif og samantektir
umfjallana á netinu
Aðstoð við ritun vefgreina/-sagna sem þjóna
munu almennum ferðamönnum til upplýsingar og
leiðbeiningar um ferðamennsku á Íslandi. Einnig við
svörun, greiningu og endurgjöf vegna umfjöllunar á
samfélagsvefjum á netinu.
Fjöldi starfa: 1
IR16 Kortlagning ferðaþjónustuaðila og
tengslanets þeirra
Kortlagning ferðaþjónustuaðila á landinu, eignatengsla
þeirra innanlands og utan. Einnig tengslanets faglegra
viðskiptavina þeirra erlendis, stjórna og lykilstarfsmanna,
til upplýsingar fyrir starfsfólk Ferðamálastofu/-yfirvalda.
Fjöldi starfa: 1
IR17 Uppfærsla og viðhald vefja
Ferðamálastofu Akureyrar
Aðstoð við uppfærslu og viðhald efnisinnihalds vefja
FMS. FMS hefur nýverið opnað nýja landkynningarvefi.
Mikilvægt er að fylgja þeim úr hlaði með reglulegum
uppfærslum innihalds og skilgreina verklag við það.
Fjöldi starfa: 1
IR18 Kortlagning fjölmiðla
Kortlagning fjölmiðla innanlands, fréttafólks, „bloggara“
o.s.frv. sem fjalla um ferðatengd málefni – uppsetning
tenglalista með helstu samskiptaupplýsingum (nafn,
miðill, sími, veffang, netfang, birtar áhugaverðar greinar
o.fl. í þeim dúr).
Fjöldi starfa: 1
IR19 Skráning og flokkun skjala-/bókasafns
FMS
Áframhald vinnu við skjalasafn stofunnar - flokkunar
þess og skráningu.
Fjöldi starfa: 1
IR20 Þróun á ferðamörkuðum erlendis og
innanlands
Starfið felst í að greina þróun og breytingar á einstaka
ferðamörkuðum og gera samanburð á vörum og
þjónustuframboði í samkeppnislöndum.
Fjöldi starfa: 1
IR21 Aðstaða fyrir hreyfihamlaða á ferða-
mannastöðum, hvað ber að byggja upp?
Hentugir áfangastaðir með góðri aðstöðu fyrir fatlaða
vítt og breitt um landið og á hálendinu skilgreindir.
Benda á staði sem eru ýmist með góða aðstöðu í dag,
þurfi lítið til að gera aðstöðuna góða, eða staði þar sem
mælt er með að farið verði í uppbyggingu á.
Fjöldi starfa: 1
IR22 Göngu- hjóla- og reiðleiðir skráðar og
skilgreindar á landupplýsingagrunn
Verkefnið gengur út á að safna saman, færa inn og
samræma gögn um göngu-, hjóla- og reiðleiðir inn á
landupplýsingagrunn sem tekur yfir allt landið. Verkefnið
skal vinna skv. leiðbeiningum Landmælinga Íslands í
samstarfi við Ferðamálastofu.
Fjöldi starfa: 2
IR23 Skipulag og verkefnaáætlanir fyrir
ferðamannastaði
Verkefnið gengur út á að safna saman
grunnupplýsingum um ástand fjölsóttra
ferðamannastaða (má skilgreina betur hverjir það eru og
hvar) vítt og breitt um landið.
Fjöldi starfa:3
IR24 Fjárhagslegur ávinningur af
ráðstefnuhaldi á Íslandi
Verkefnið gengur út á að rannsaka fjárhagslegan
ávinning af þremur ráðstefnum sem haldnar eru á
Íslandi í sumar. Framkvæmd verður rannsókn sem byggir
á rafrænni spurningakönnun þar sem leitast verður
eftir að svara spurningum um fjárhagslegan ávinning
af komu ráðstefna hingað til lands sem og rannsaka
upplifun ráðstefnugesta af landi og þjóð.
Fjöldi starfa: 1
IR25 Greining á umfjöllun um Ísland á
nokkrum markaðssvæðum íslenskrar
ferðaþjónustu
Gerð verður eigindleg greining á umfjöllun um Ísland
í dagblöðum og tímaritum. Um er að ræða mikilvæga
grunnvinnu við mat á virði umfjöllunar um Ísland í
erlendum prentmiðlum.
Fjöldi starfa:1
NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐ
ÍSLANDS
IR26 Fréttaveita sprotafyrirtækja
Markmið verkefnisins er að gera sprotafyrirtæki
sýnilegri og auka upplýsingaflæði um starfsemi
þeirra til fjölmiðla, fjárfesta og annarra áhugasamra.
Verkefnið felur m.a. í sér uppsetningu vefs innan www.
nmi.is þar sem hægt verður að finna upplýsingar um
sprotafyrirtæki landsins, gerð fréttabréfs og söfnun og
úrvinnslu gagna,
Fjöldi starfa: 2 (háskólanemi og
viðskiptamenntaður sérfræðingur)
IR27 Vit, ungu fólki 16-18 ára boðið tækifæri
til að vinna, stunda íþróttir og tómstundir á
skipulagðan hátt
Starf verkefnisstjóra. Helstu verkefni munu felast í
uppbyggilegum samfélagsverkefnum sem byggð eru á
aðferðafræði „Learning by doing“.
Fjöldi starfa: 2
IR28 E-Health
Verkefnið felur í sér að þróa tækni og tæki sem
skráir heilsuástand einstaklings og getur veitt
upplýsingar þráðlaust til eftirlitslæknis eða
hjúkrunarumsjónarmanns.
Fjöldi starfa: 2
IR29 E-Sundlaugarvörður
Verkefnið felur í sér að þróa tækni og tæki sem komið
er fyrir á sundlauga- eða baðgesti. Það skráir púls,
hreyfingu og staðsetningu einstaklingsins og er í
sambandi við vörslu í lauginni.
Fjöldi starfa: 2
IR30 Á mörkum kjarnasamruna
Verkefnið felur í sér að þróa áfram tækni sem felur í sér
að flytja orku úr rafrás yfir í vatn.
Fjöldi starfa: 2
IR31 Tilbúið ósón og tæknimöguleikar þess
Verkefnið felur í sér að rannsaka möguleika á notkun
tilbúins ósóns í íslensku jarðhitaumhverfi.
Fjöldi starfa: 2
IR32 Seltuvirkjun á Íslandi
Verkefnið felur í sér að vinna að því að þróa einfalda
seltuvirkjun sem byggir á himnutækni.
Fjöldi starfa: 2
IR33 VeLÚR
Unnið er að stofnun klasa á sviði verðmæta sem
unnin eru úr lífrænum úrgangi. Leitað er eftir tveimur