Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 88
48 8. maí 2010 LAUGARDAGUR
Á býlinu Bjarteyjarsandi er í nógu að snúast þessa dagana. Sauðburður er í
fullum gangi og skólabörn eru tíðir gestir þar sem þau fá að fylgjast með og
taka þátt í sveitalífinu í sérstökum skólaferðum. Arnheiður Hjörleifsdóttir
er umhverfisfræðingur að mennt og býr á Bjarteyjarsandi ásamt fjölskyldu
sinni, Guðmundi Sigurjónssyni, eiginmanni sínum, og fjögurra ára dóttur,
Guðbjörgu Bjarteyju. Auk þeirra búa þar Sigurjón og Kolbrún, foreldrar
Guðmundar, Jónas, föðurbróðir Guðmundar, og Guðjón, sonur hans, og
hans fjölskylda en á Bjarteyjarsandi er rekin bæði ferðaþjónusta og sauðfjár-
búskapur.
Sauðburður í algleymi
MYNDBROT ÚR DEGI Fimmtudagurinn 6. maí 2010 | Myndir teknar á Canon EOS 400.
1
Dagurinn hjá okkur mæðgum hefst snemma á heim-
sókn í fjárhúsin til að kanna hvort ekki sé allt með
eðlilegum hætti. Sem betur fer er það nú yfirleitt
þannig, en á þessum árstíma eru sólarhringsvaktir
í fjárhúsunum. Hér er mynd af Bjarteyju með gráan hrút
sem fæddist í vikunni.
2
Milli klukkan 9 og 10 mæta hópar í hlað. Í dag komu
tveir hópar; fyrir hádegið heimsótti okkur leikskól-
inn Steinahlíð í Reykjavík. Hér eru nokkur barnanna
að leik í hlöðunni, en það er ómótstæðilegt að fá að
hoppa og ærslast aðeins í heyinu.
3 Eftir hádegið komu til okkar hressir krakkar frá félagsmiðstöðinni Nagyn í Grafarvogi. Þau kíktu í heimsókn í fjárhúsin en fóru líka í fjöruna. Þar er hægt að finna krabba, kuðunga, krossfiska og fleira
skemmtilegt. Hér heldur hann Valgeir á glæsilegum trjónu-
krabba.
4
Hér sitjum við í gömlu hlöðunni, þar sem nú er aðstaða fyrir hópa.
Það er ekki óalgengt um þessar mundir að fá sér grillaðar pylsur
í hádeginu – því það er vinsælt hjá skólabörnunum! Hér er móðir
mín, Inga, Sigurjón tengdapabbi, Eyþór, Kolbrún tengdamamma,
Guðmundur, maðurinn minn, og dóttir okkar, Guðbjörg Bjartey.
5
Eftir hádegið skruppum við til að vitja um krabbagildrur á Hval-
bryggjunni. Þar hittum við Bergsvein frá Gróustöðum í Reykhóla-
hreppi, þar sem hann var í kræklingaleiðangri.
6 Fæðingarhjálp í fjárhúsunum. Þarna er kindin mín, hún Jarma, að bera. Heldur var hrúturinn hennar með stór horn, svo ég þurfti aðeins að aðstoða hana við burðinn.