Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið - 08.05.2010, Side 88

Fréttablaðið - 08.05.2010, Side 88
48 8. maí 2010 LAUGARDAGUR Á býlinu Bjarteyjarsandi er í nógu að snúast þessa dagana. Sauðburður er í fullum gangi og skólabörn eru tíðir gestir þar sem þau fá að fylgjast með og taka þátt í sveitalífinu í sérstökum skólaferðum. Arnheiður Hjörleifsdóttir er umhverfisfræðingur að mennt og býr á Bjarteyjarsandi ásamt fjölskyldu sinni, Guðmundi Sigurjónssyni, eiginmanni sínum, og fjögurra ára dóttur, Guðbjörgu Bjarteyju. Auk þeirra búa þar Sigurjón og Kolbrún, foreldrar Guðmundar, Jónas, föðurbróðir Guðmundar, og Guðjón, sonur hans, og hans fjölskylda en á Bjarteyjarsandi er rekin bæði ferðaþjónusta og sauðfjár- búskapur. Sauðburður í algleymi MYNDBROT ÚR DEGI Fimmtudagurinn 6. maí 2010 | Myndir teknar á Canon EOS 400. 1 Dagurinn hjá okkur mæðgum hefst snemma á heim- sókn í fjárhúsin til að kanna hvort ekki sé allt með eðlilegum hætti. Sem betur fer er það nú yfirleitt þannig, en á þessum árstíma eru sólarhringsvaktir í fjárhúsunum. Hér er mynd af Bjarteyju með gráan hrút sem fæddist í vikunni. 2 Milli klukkan 9 og 10 mæta hópar í hlað. Í dag komu tveir hópar; fyrir hádegið heimsótti okkur leikskól- inn Steinahlíð í Reykjavík. Hér eru nokkur barnanna að leik í hlöðunni, en það er ómótstæðilegt að fá að hoppa og ærslast aðeins í heyinu. 3 Eftir hádegið komu til okkar hressir krakkar frá félagsmiðstöðinni Nagyn í Grafarvogi. Þau kíktu í heimsókn í fjárhúsin en fóru líka í fjöruna. Þar er hægt að finna krabba, kuðunga, krossfiska og fleira skemmtilegt. Hér heldur hann Valgeir á glæsilegum trjónu- krabba. 4 Hér sitjum við í gömlu hlöðunni, þar sem nú er aðstaða fyrir hópa. Það er ekki óalgengt um þessar mundir að fá sér grillaðar pylsur í hádeginu – því það er vinsælt hjá skólabörnunum! Hér er móðir mín, Inga, Sigurjón tengdapabbi, Eyþór, Kolbrún tengdamamma, Guðmundur, maðurinn minn, og dóttir okkar, Guðbjörg Bjartey. 5 Eftir hádegið skruppum við til að vitja um krabbagildrur á Hval- bryggjunni. Þar hittum við Bergsvein frá Gróustöðum í Reykhóla- hreppi, þar sem hann var í kræklingaleiðangri. 6 Fæðingarhjálp í fjárhúsunum. Þarna er kindin mín, hún Jarma, að bera. Heldur var hrúturinn hennar með stór horn, svo ég þurfti aðeins að aðstoða hana við burðinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.