Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 118

Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 118
78 8. maí 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FRÉTT VIKUNNAR LÁRÉTT 2. ofsi, 6. mannþvaga, 8. því næst, 9. borg, 11. hvort, 12. þyrping, 14. skrásetja, 16. fisk, 17. hár, 18. upphaf, 20. tveir eins, 21. lítill. LÓÐRÉTT 1. landamerki, 3. í röð, 4. bylgju, 5. hrós, 7. blóm, 10. blóðhlaup, 13. eru, 15. bor, 16. tímabils, 19. á fæti. LAUSN LÁRÉTT: 2. ærsl, 6. ös, 8. svo, 9. róm, 11. ef, 12. klasi, 14. bréfa, 16. ál, 17. ull, 18. rót, 20. uu, 21. smár. LÓÐRÉTT: 1. mörk, 3. rs, 4. sveiflu, 5. lof, 7. sólblóm, 10. mar, 13. séu, 15. alur, 16. árs, 19. tá. Tónlistarveitan og netsamfélagið Gogoyoko.com er í miðju hlutafjárútboði um þessar mundir og bind- ur vonir við að afla yfir eitt hundrað milljóna króna áður en þessi mánuður er á enda. „Við erum á öllum áætlununum sem við höfum lagt upp með. Félagið er mjög vel rekið og þetta er ekkert sem er að koma okkur á óvart,“ segir Haukur Davíð Magnússon, framkvæmdastjóri Gogoyoko og einn af stofnendum fyrirtækisins. „Eins og allir þekkja sem eru í nýsköpun fer mikil vinna í að koma hlutum af stað. Þetta er barátta við að halda sér gangandi og koma sér í sjálfbærni. En við höfum fengið mjög góð viðbrögð við okkar kynningum og erum bjartsýn á að fyrr en seinna munum við taka við fjármagni til að fara í næsta tveggja ára fasa með félagið.“ Í byrjun síðasta árs var gengið frá samningum fjárfestingarfélags í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnu- lífsins og Vilhjálms Þorsteinssonar, stjórnarfor- manns CCP, við Gogoyoko um fjármögnum fyrir- tækisins. Nam upphæðin hundrað milljónum króna. Næsta skref er semsagt að tvöfalda þá tölu og rúm- lega það. Rætt hefur verið bæði við innlenda og erlenda aðila og hefur Íslandsbanki verið Gogoyoko til aðstoðar. „Félagið hefur verið að tikka í þessi box sem það ætlaði sér að gera og ég vil ítreka að það er vel rekið og undir rekstraráætlunum,“ segir Haukur Davíð. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að brátt muni stjórnendur Gogoyoko eiga erfitt með að greiða sér laun vegna peningaskorts. „Það er ekk- ert hægt að fullyrða um það. Við erum með sterka aðila sem eru inni í félaginu og það er mikil trú á félaginu,“ segir Haukur og vonast eftir því að kom- andi samningafundir eigi eftir að gefa góða raun varðandi framtíðina. - fb Þurfa yfir hundrað milljónir STARFSMENN GOGOYOKO Gogoyoko bindur vonir við að afla yfir eitt hundrað milljóna í hlutafjárútboðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við erum ekki búin að panta miða í Norrænu. Við ætlum að bíða með það fram á síðustu stundu,“ segir Jónatan Garðarsson, farar- stjóri íslenska Eurovision-hópsins. Askan frá eldgosinu í Eyjafjalla- jökli er enn að setja flugsamgöng- ur úr skorðum í Evrópu og nú styttist í að Eurovision-hópurinn haldi út til Osló. Samkvæmt opin- bera skipulaginu er fyrsta æfing íslenska hópsins 17. maí þannig að ferðadagur er einum til tveimur dögum fyrir þann tíma. Jónatan segir Norrænu vissu- lega vera möguleika en hann sé fjarlægur. „Það myndi útheimta meiri kostnað, við þyrftum að leigja langferðabíl undir allt dótið. Ef þessi staða kæmi upp, að flug- samgöngur frá landinu lægju niðri í marga daga, þá yrðum við samt sem áður að skoða þennan mögu- leika.“ Hann bendir þó á að það hafi komið fyrir í sögu Eurovision að þátttakendur hafi ekki getað mætt á tilsettum tíma. „Ég hefði þá samband við yfirstjórn NRK (norska ríkissjónvarpið) og EBU (Evrópska sjónvarpssambandið) og tilkynnti um seinkun. Æfingar hópsins yrðu færðar til í samræmi við það.“ Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur þó haft nokkur áhrif á þátttöku Íslands. Í ár munu myndbrot frá hverju landi birtast á skjám Evrópubúa í stað myndbrota frá landinu sem heldur keppnina. Upptöku- menn frá norska sjónvarpinu hafa hins vegar ekki kom- ist til Íslands. „Þeir eru fastir núna á Írlandi og við erum því að gera þetta fyrir þá. Sjónvarpið tekur upp einn bút og Saga Film annan,“ útskýrir Jónatan. - fgg Norræna er síðasta úrræði Eurovision-fara LANGT FERÐALAG Norræna leggur úr höfn frá Seyðisfirði hinn 12. maí og leggst að bryggju í Esbjerg 15. maí. Í kjölfarið yrði keyrt niður til Kaupmanna- hafnar og tekin þaðan ferja til Óslóar. Þetta væri síður en svo óskastaða að mati Jónatans Garðars- sonar, fararstjóra íslenska hópsins. „Þetta er farið að líta mjög skemmti- lega út og gæti orðið ágætiskennslu- bók fyrir poppara og áhugafólk um tónlist,“ segir poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Páll Óskar hefur ráðið Birgi Örn Steinarsson, Bigga í Maus, til að skrifa poppsögu sína. Í bókinni verður farið í sögurnar á bakvið plöturnar og lögin. Þá verða tæm- andi listar yfir plötur, smáskífur, tónleika og flest annað sem tengist tónlistarferli Páls, en hann gaf út fyrstu sólóplötuna, Seif, árið 1993. DV greindi frá því á dögunum að Biggi væri að skrifa ævisögu Páls Óskars, en því vísar hann til föð- urhúsanna. „Ég er ekki að fara að skrifa ævisögu mína – allavega ekki núna,“ segir Páll Óskar ákveðinn. „Ég vil skrifa ævisögu mína sjálfur, eftir sextugt, eða sjötugt. Ég veit ekki hvaða lærdóm á að draga af ævi minni núna, af því að hún er ekki liðin – ég er enn þá á fullu að lifa hana. Það er allt of snemmt að skrifa ævi- sögu núna.“ Páll Óskar segir að bókin varpi ljósi á hvað gekk á þegar popptónlist var unnin við íslenskar aðstæður, áður en net- sala tók við af geisla- disknum. „Það er líf í bókinni. Hún er skrautleg og það er fullt af djúsí popp- sögum sem eru þegar byrjaðar að poppa upp,“ segir hann. „Við erum að reyna að gera bókina eins ýtarlega og hægt er.“ Þú hefur gert plötur á bæði réttan og rang- an hátt … „ Já, það er það sem fólk lærir vonandi af – bæði af því sem gekk vel hjá mér og því sem floppaði.“ Þessi tegund bóka er vel þekkt og sjálfur á Páll Óskar svipaðar bækur um David Bowie, Burt Bacharach og Bítlana. Óvíst er hvenær bókin kemur út, en Páll Óskar segir að kapp verði lagt á að klára bókina í tæka tíð svo hægt verði að gefa hana út í ár. Hann leggur þó áherslu á að hún komi ekki út fyrr en hann finnur að hún sé 100 prósent tilbúin. „Við þurfum að vera ógeðslega dugleg- ir ef við ætlum að gefa út í ár. Það er möguleiki, en það fer allt eftir hvernig bókin vinnst,“ segir Páll. „En ég vil ekki skila af mér hálf- bakaðri köku. Þá er betra að hinkra aðeins.“ atlifannar@frettabladid.is PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON: ÞAÐ VERÐA FULLT AF DJÚSÍ POPPSÖGUM BIGGI Í MAUS SKRIFAR POPPSÖGU PÁLS ÓSKARS POPPBÓK UM PALLA Biggi í Maus vinnur að poppbók um Pál Óskar, einn allra vinsælasta tónlistarmann Íslandssögunnar. Palli segir bókina vera fulla af djúsí sögum ásamt því að virka sem kennslubók um bransann fyrir áhugamenn og tónlistar- fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Útrásar- víkingar eru líka fólk, það á fjölskyldu og burtséð frá því hvað Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson hafa gert þá er það alltaf átakanlegt að sjá einhvern misstíga sig svona. Það er engin heygafflastemning hjá mér enda sæmir það engum að sparka í liggjandi mann.“ Lára Björg Björnsdóttir, sagnfræðingur og pistlahöfundur. Gísla Erni Garðarssyni hefur verið boðið að taka þátt í viðhafn- arsýningu kvikmyndarinnar Prince of Persia í Los Ang- eles 17. maí. Upphaflega stóð ekki til að Gísli yrði viðstaddur þá sýningu heldur eingöngu heimsfrumsýninguna í Westerfield-versl- unarmiðstöðinni í London. Óvíst er þó hvort Gísli geti þekkst boðið því Vesturport er jú á þeim tíma á fullu við að sýna Rómeó og Júlíu í Borgarleik- húsinu. Uppselt er á allar sýningar hópsins á þessari frægu uppsetningu fram í júní og því ljóst að þetta gæti sett leikhússtjór- ann Magnús Geir Þórðarson í nokk- ur vandræði. Þá gæti frumsýning Prince of Persia á Íslandi einnig verið í smá klemmu því ráðgert hafði verið að frumsýna myndina hér á landi um það leyti. Þorvaldur Árnason, framkvæmdastjóri Sam- film, sem á réttinn að myndinni hér á landi, ætti hins vegar ekki að þurfa að kvíða því enda verður hann á rauða teppinu í London ef flugsam- göngur raskast ekki sökum eldgossins í Eyjafjallajökli. Gísli Örn gæti orðið af mikilli veislu sem AFI, bandarísku kvikmynda- samtökin, ætla að halda til heiðurs Bruckheimer. Bruce Willis, Eddie Murphy, Orlando Bloom og Nicolas Cage eru meðal þeirra sem hyggjast flytja stutt erindi um reynslu sína af því að leika í kvikmyndum ofurframleið- andans. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 Státum af metn aðarfullu úrvali e rlendra bóka Helgar- tilboð 1.195 835,- VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 420 milljarðar. 2 Enginn kannast við að hafa lofað einu né neinu um laun hans. 3 Dorrit Moussaeiff forsetafrú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.