Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 110
70 8. maí 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is 34 DAGAR Í HM Elísabet Gunnarsdóttir hefur náð frábærum árangri með Kristian- stad í fyrstu umferðum sænsku úrvalsdeildarinnar í vor, þvert á allar spár spekinga fyrir mótið. Liðið vann til að mynda glæsi- legan 3-1 sigur á stórliði Umeå í síðustu umferð þar sem Erla Steina Arnardóttir þurfti að standa í markinu vegna meiðsla aðalmarkvarðar liðsins. Liðið er nú í þriðja sæti deildarinnar með tíu stig og er þremur stigum á eftir toppliði Malmö sem Þóra Helga- dóttir og Dóra Stefánsdóttir leika með. Þessi tvö lið mætast einmitt á morgun. „Það er frábær stemning í liðinu og árangurinn hefur ekki við að koma okkur á óvart, ólíkt öllum öðrum. Við höfum verið að tala um þetta síðan í haust og það er frábært að sjá markmiðin sín ganga eftir,“ sagði Elísabet við Fréttablaðið. Hún segir að það sé þó lítið búið af tímabilinu og að mikið þurfi að hafa fyrir því að halda liðinu í toppbarátt- unni. „Við þurfum að vera á tánum og halda fullri einbeitingu. Við erum lítið lið með fámennan leikmannahóp.“ Kristianstad missti átta leikmenn frá síðasta tímabili og hefur Elísabet þurft að fylla upp í átján manna leikmannahóp með mjög ungum leikmönnum. „Þetta eru ungar stelpur sem þurfa að sinna sínum skóla og eiga því erfitt með að koma með í útileikina. Við vorum því með aðeins tvo varamenn í leik gegn Tyresö á útivelli og það var ótrúlegt að við komumst í gegnum þann leik,“ sagði Elísabet en þeim leik lauk með markalausu jafntefli. Mikið aðhald hefur verið á fjármálum félagsins og því hefur gengið illa að bæta fyrir leikmannaskortinn. En Erla Steina þarf þó ekki að standa í markinu á morgun þar sem Kristianstad fékk í gær undanþágu frá sænska knattspyrnusambandinu til að semja við ítalska landsliðs- markvörðinn Önnu Mariu Picarelli. „Það er gríðarlegur léttir að fá hana – ekki síst fyrir Erlu Steinu,“ sagði Elísabet í léttum dúr. ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR: ÍTALSKI LANDSLIÐSMARKVÖRÐURINN LEYSIR MARKVARÐAVANDRÆÐI KRISTIANSTAD Árangurinn kemur öllum nema okkur á óvart HANDBOLTI Gunnar Steinn Jónsson og félagar hans í Drott mæta í dag Sävehof í hreinum úrslitaleik um sænska meistaratitilinn í hand- bolta karla. Árangur Drott hefur komið mörgum á óvart en lykil- maður í liðinu er leikstjórnandinn Gunnar Steinn Jónsson sem er á sínu fyrsta tímabili með liðinu. „Þetta hefur verið mikið ævin- týri. Það bjóst enginn við þessu af okkur og nú erum við komnir í úrslitaleikinn. Það er von á 14 þúsund áhorfendum í Malmö og er þetta langstærsti leikurinn sem ég hef tekið þátt í á ferlinum,“ sagði Gunnar Steinn við Fréttablaðið. „Mín frammistaða í vetur hefur verið framar mínum björtustu vonum. Ég ætlaði fyrst að gefa mér ár til að aðlagast en svo hefur þetta gengið mjög vel. Ég hef líka bætt mig heilmikið sem leikmaður á þessu eina ári.“ Gunnar Steinn segir að þjálfari Drott, Ulf Sivertsson, eigi stóran hlut í því. „Hann er ótrúlega fær. Hann þjálfaði Kolding í Danmörku í sex ár áður en hann kom hing- að og kvaddi liðið með meistara- titli í fyrra. Ég hef fengið stórt hlutverk hjá honum og spilað nán- ast alla leiki í stöðu leikstjórnanda frá upphafi til enda.“ Leikurinn verður í beinni útsendingu á SVT1 sem má nálgast hér á landi. Útsending hefst klukk- an 14.00. Sérfræðingur stöðvarinn- ar, Magnus Grahn, segir Gunnar Stein vera sterkasta hlekk Drott, ásamt þjálfaranum. „Hann er alhliða leikmaður og getur unnið leiki fyrir sitt lið,“ sagði hann í úttekt sinni á liði Drott. Þónokkur lið hafa sýnt Gunnari Steini áhuga en sjálfur vill hann vera áfram í Svíþjóð. „Það hefur komið slatti af fyrirspurnum, til að mynda frá Danmörku og Þýska- landi. En ég vildi ekki stökkva á hvað sem er. Hér er allt til alls, góð aðstaða og frábær þjálfari. Ég gerði nýlega tveggja ára samning og á ekki von á öðru en að vera hér í allavega eitt ár til viðbótar.“ - esá Úrslitaleikurinn um sænska meistaratitilinn fer fram á morgun: Minn langstærsti leikur til þessa GUNNAR STEINN JÓNSSON Hefur slegið í gegn með Drott. MYND/ÚR EINKASAFNI HANDBOLTI Það má búast við rosa- legri stemningu í íþróttahúsinu að Ásvöllum klukkan 14.00 í dag er Haukar og Valur mætast í oddaleik liðanna í úrslitum N1-deildar karla. Það er allt undir í dag því liðið sem vinnur verður Íslandsmeistari. Fréttablaðið fékk Gunnar Magn- ússon, þjálfara HK og aðstoðar- landsliðsþjálfara, til þess að spá í spilin fyrir leik kvöldsins. „Ég sagði fyrir þessa rimmu að Valur myndi vinna 3-2 og ég stend við þá spá,“ sagði Gunnar ákveð- inn en hann sagði leiki liðanna hafa spilast nokkurn veginn eins og hann gerði ráð fyrir. „Ástæðan fyrir því að Valur vinnur er sú að liðið hefur meiri breidd og Haukaliðið veikist mikið ef það þarf að skipta mönnum af velli. Ungu strákarnir hjá Haukum eru efnilegir en ekki eins sterkir og varamenn Vals. Valsmönnum tekst betur að rúlla sínu liði og mér finnst vera farið að draga aðeins af Haukunum.“ Úrslitarimman er spiluð afar þétt og Gunnar segir Valsmenn græða á því. „Það sást augljóslega að þegar Haukar voru að hvíla sína bestu menn í síðasta leik voru Vals- menn mikið betri. Haukarnir verða eitthvað að hvíla sína bestu menn og þá verða hinir að stíga upp núna,“ sagði Gunnar og bætir við að það hjálpi Haukum ekki mikið að vera án Gunnars Bergs Viktors- sonar sem hefur verið máttarstólpi í varnarleik liðsins. „Það munar mjög mikið um Gunnar Berg. Það skarð verður erfitt að fylla. Nú reynir á hinn unga Heimi Óla Heimisson. Stóra tækifærið hans er í þessum leik. Ég geri ráð fyrir að Aron muni spila meiri 5/1 vörn í þessum leik en oft áður þar sem það vantar Gunnar Berg,“ sagði Gunnar. Þessi lið eru búin að mætast margoft áður í vetur og því ætti ekkert í leik þeirra að koma and- stæðingnum á óvart. Gunnar segir að það reyni því mikið á kænsku þjálfaranna í dag. „Þarna mætast tveir frábærir þjálfarar sem eru með sína taktík upp á tíu. Í dag mun þetta snúast um hvor þjálfarinn nær að stilla spennustigið betur hjá sínu liði. Þetta mun snúast mikið um hugar- far og spennustig. Ef spennustig Valsmanna verður rétt þá vinna þeir enda með meiri breidd og svo eru Haukarnir lemstraðir og án Gunnars Bergs,“ sagði Gunnar sem býst þó við spennandi leik. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef þessi leikur yrði framlengdur eða jafnvel tvíframlengdur. Mín tilfinning er sú að Valur vinni þó nauman sigur.“ henry@frettabladid.is Valur vinnur á breiddinni Gunnar Magnússon, þjálfari HK, spáir því að Valur verði Íslandsmeistari í dag en Valur sækir Hauka heim að Ásvöllum. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um titilinn. Þjálfarar liðanna í N1-deildinni eru ekki á einu máli um hvernig fer. BLÓÐUG BARÁTTA Það verður ekkert gefið eftir í dag og menn munu berjast til síðasta blóðdropa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Fréttablaðið leitaði til þjálfara liðanna sex í N1 deild karla sem ekki komust í úrslita- einvígið um Íslandsmeistaratitil- inn og fékk þá til að spá fyrir um hvernig oddaleikur Hauka og Vals fer á morgun og hvaða leik- maður verður maður leiksins. Það stefnir greinilega í mjög jafnan leik því þrír þjálfarar spá Haukum sigri og þrír þjálfarar spá Val sigri. Valsmaðurinn Fannar Þór Frið- geirsson og Haukamarkvörður- inn Birkir Ívar Guðmundsson fengu flest atkvæði þegar kom að því að spá fyrir um það hver yrði maður leiksins. - óój, esá Þessir spá Haukum sigri: Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar: Maður leiksins: Birkir Ívar Guðmundsson Einar Andri Einarsson, þjálfari FH: Maður leiksins: Björgvin Hólmgeirsson Einar Jónsson, þjálfari Fram: Maður leiksins: Birkir Ívar Guðmundsson Þessir spá Val sigri: Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu: Maður leiksins: Fannar Þór Friðgeirsson Gunnar Magnússon, þjálfari HK: Maður leiksins: Hlynur Morthens Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörn- unnar: Maður leiksins: Fannar Þór Friðgeirsson Oddaleikur um titilinn í dag: Hvað segja þjálfararnir? FANNAR ÞÓR FRIÐGEIRSSON Var frábær í síðasta leik og skiptir miklu máli fyrir Valsmenn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Haukar eiga bæði markahæsta mann úrslitaeinvíg- isins sem og þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar og fiskað flest víti. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá menn sem hafa verið atkvæðamestir í tölfræðinni í fyrstu fjórum leikjunum. - óój Topplistar tölfræðinnar Flest mörk Sigurbergur Sveinsson, Haukum 37/12 (54%) Arnór Þór Gunnarsson, Val 28/14 (58%) Fannar Þór Friðgeirsson, Val 27/4 (49%) Sigurður Eggertsson, Val 18 (44%) Björgvin Þór Hólmgeirss., Haukum 17 (40%) Pétur Pálsson, Haukum 16 (94%) Flest varin skot Hlynur Morthens, Val 67/0 (43%) Birkir Ívar Guðmundss., Haukum 60/2 (41%) Flestar stoðsendingar Elías Már Halldórsson, Haukum 14 Sigurbergur Sveinsson, Haukum 13 Sigfús Páll Sigfússon, Val 13 Fannar Þór Friðgeirsson, Val 11 Sigurður Eggertsson, Val 11 Flest fiskuð víti Pétur Pálsson, Haukum 9 Fannar Þór Friðgeirsson, Val 4 Ingvar Árnason, Val 4 Flest hraðaupphlaupsmörk Freyr Brynjarsson, Haukum 5 Fannar Þór Friðgeirsson, Val 5 Pétur Pálsson, Haukum 4 Tölfræðin úr úrslitaeinvíginu: Pétur með 94 prósenta nýtingu PÉTUR PÁLSSON Hefur nýtt 16 af 17 skotum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Peter Shilton og Fabien Barthez eiga metið saman yfir þá markmenn sem hafa oftast haldið hreinu í leik í úrslitakeppni HM. Shilton hélt 10 sinnum hreinu í 17 leikjum með Englandi á HM 1982, 1986 og 1990. Barthez hélt einnig 10 sinnum hreinu í 17 leikjum með Frakklandi á HM 1998, 2002 og 2006. N1 Deildin KARLAR Laugardagur Ásvellir Haukar - Valur 14:00 2009 - 2010 LEIKUR 5 ÚRSLITIN RÁÐAST Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.