Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 20
20 8. maí 2010 LAUGARDAGUR
Það er gott að hlæja. Maðurinn er eina dýrateg-undin á jörðinni sem hefur húmor. Simpansar
hafa reyndar vott af húmor en hann er á frekar lágu
plani; svokallaður kúk og piss-húmor. Dýrin eru
einfaldlega ekki nógu gáfuð til að hafa húmor. Þau
hafa ekki tímaskyn og geta ekki hugsað abstrakt.
Íslenska orðið yfir húmor er enda „kímnigáfa“.
Karlar og konur hlæja misjafnlega mikið og af
misjöfnum hlutum. Það er einstaklingsbundið en
líka kynbundið. Erlendar rannsóknir sýna að karl-
menn virðast hafa mest gaman af klámbröndurum.
Konur aftur á móti hafa meira gaman af orðaleikja-
gríni eða svokölluðum „Clever-humor“. Það gefur
vísbendingar um að konur séu klárari en karlar.
Karlar og konur eru ólík á margan hátt, ekki bara
líkamlegan. Bæði kynin hafa sína kosti og sína
galla. Allir karlmenn eru eins og Homer Simpson og
allar konur eru eins og Marge. Það er bara þannig.
Allir vita að öllum konum finnst gaman að taka
til. Við þurfum konur í það mikla tiltektarstarf sem
bíður okkar í borginni. Samfélag okkar er í molum
eftir mörg ár af frekju og yfirgangi. Viðskiptabólan
blés upp af frekju, sprakk og skildi eftir sig sviðna
jörð og slettur útum allt. Það er ekki gott. Stjórnmál
eru eins og keppni í frekju þar sem hinn frekasti
vinnur með því að vaða yfir alla aðra með yfirgangi
og þreytandi blaðri. Konur hafa verið í minnihluta á
báðum þessum sviðum. En nú þörfnumst við þeirra,
ekki bara í tiltektina heldur líka í uppbygginguna.
Við hvetjum konur til að vera með í Besta flokknum.
Öllum konum finnst gaman að punta sig og gera fínt
í kringum sig. Nú er tækifærið! Karlmenn kunna
ekki að punta. En þeir eru góðir í að bera og stilla
upp ef einhver kona leiðbeinir þeim.
Besti flokkurinn vill sjá frekju víkja fyrir húmor
og gjafmildi. Endurfæðing íslensks samfélags verð-
ur engin án kvenna. Við viljum reka þessa borg eins
og gott hjónaband þar sem bæði hjónin eru glöð.
Því kynnum við nú nýjan og kynbættan framboðs-
lista. Við fjölgum konum á listanum. Margar konur
vilja vera í Besta flokknum en ekki á listanum og
hlakka til að vinna fyrir Besta flokkinn. Konur eru
skemmtilegar, detta skemmtilegir hlutir í hug og
gera skemmtilegt. Þær eru góðar í að hafa áhyggj-
ur og gera lista yfir hluti sem þarf að gera. Þær
klæða sig líka yfirleitt á fjölbreyttari og skemmti-
legri hátt en karlar. Við viljum sýna í verki virðingu
okkar fyrir íslenskum konum. Konur eru helmingur
landsmanna og það er okkar trú að hér væri mikið
betra að vera ef konur stjórnuðu meiru og hefðu
fengið meira kredit fyrir það sem gott hefur verið
gert hér á þessu landi. Þar hefur frekjan oftar en
ekki tekið völdin og heiðrað sjálfa sig á kostnað hins
auðmjúka.
Á Arnarhóli stendur styttan af Ingólfi Arnarsyni,
til heiðurs því fólki sem fyrst nam hér land. Það
voru bæði menn og konur. Ef engar konur hefðu
verið með í för værum við einfaldlega ekki til.
Það er því krafa Besta flokksins að hrinda í fram-
kvæmd þeim hugmyndum sem hafa verið uppi, en
ekki náð fram, að við hlið styttunnar af Ingólfi Arn-
arsyni rísi önnur og jafnstór stytta af Hallveigu
Fróðadóttur, eiginkonu hans.
Um helgina heldur Samfylkingarfólk um allt land upp á tíu ára afmæli flokks-
ins. Efnt verður til tiltektardags á vegum
allra framboða flokksins til sveitarstjórna
þar sem áhersla verður lögð á að fegra og
bæta umhverfið. Þannig er með táknrænum
hætti haldið upp á afmælið og einnig
minnt á að þörf er siðbótar og endurskoð-
unar á pólitísku umhverfi og forsendum
stjórnmála baráttu á Íslandi.
Stofnfundur Samfylkingarinnar var hald-
inn í byrjun maí árið 2000. Með honum
tókst að sameina íslenska jafnaðarmenn
í eina hreyfingu eftir áratuga sundrung.
Markmið flokksins var að fá umboð kjós-
enda til að taka forystu í landstjórninni,
með velferð, jöfnuð og réttlæti að leiðar-
ljósi. Enda þótt andstæðingar hafi spáð illa
fyrir Samfylkingunni og talið víst að þar
myndi verða stöðug óeining milli ólíkra
afla sem að henni stóðu hefur reyndin orðið
önnur. Flokkurinn varð fljótt samstilltur
og innan hans hefur skapast góð umræðu-
hefð þar sem mál eru leidd til niðurstöðu á
farsælan hátt.
Í þeim anda hefur verið skipuð umbóta-
nefnd sem á að stýra lærdómsferli flokks-
ins vegna eigin starfshátta og verka á
liðnum árum þegar viðskiptablokkir tóku
völdin í þjóðfélaginu og sprengdu efnahags-
kerfið án þess að stjórnmálaflokkar fengju
rönd við reist. Samkrull stjórnmála- og við-
skiptaafla hefur reynst skaðlegt og slíkt
þarf að fyrirbyggja. Og mín skoðun er sú
að stjórnmálaflokkur eins og Samfylking-
in verði á hverjum tíma að hafa innri styrk
til þess að halda klassískum gildum jafn-
aðarstefnunnar hátt á loft enda þótt aðrir
hugmyndastraumar og tískubólur sæki á úr
ýmsum áttum frá hagsmunasamtökum og
kenningasmiðum.
Markmiðin náðust
Þegar litið er yfir 10 ára sögu Samfylk-
ingarinnar verður ekki annað sagt en að
hún hafi náð verulegum áhrifum. Í fernum
þingkosningum hefur fylgi flokksins verið
frá 27 prósentum upp í 31 prósent og þing-
menn frá 17 til 20 eins og þeir eru nú. Hið
sama má segja um ítök í sveitarstjórnum
og í kosningunum á þessu vori býður Sam-
fylkingin fram í eigin nafni á fleiri stöðum
en nokkru sinni fyrr. Og nú er flokkurinn
í meirihlutasamstarfi á Alþingi við Vinstri
hreyfinguna grænt framboð. Það verður því
ekki annað sagt en að aldamótadraumurinn
frá stofndögum flokksins um samstarf jafn-
aðar- og félagshyggjufólks hafi ræst, þótt
sá veruleiki sem við er að glíma sé annar
en við mátti búast þegar allt virtist leika í
lyndi á sviði efnahagsmála.
Vissulega hefði verið ánægjulegt ef hægt
hefði verið að halda upp á tíu ára afmæli
Samfylkingarinnar við betri efnahagslegar
ástæður en nú er raunin. Okkar tími rann
upp þegar áratuga óstjórn og sóun Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir
gunnfána frjálshyggjunnar leið undir lok á
Íslandi með skelfilegum afleiðingum fyrir
efnahag þjóðarinnar og lífskjör almenn-
ings. Það kom í hlut okkar jafnaðarmanna
að stjórna því verki að endurreisa og
endurhæfa íslenskt atvinnu- og efnahagslíf.
Undan því hlutverki verður ekki vikist.
Betra samfélag
Í áraunum undanfarinna vikna og mánaða
hefur Samfylkingin sýnt að hún hefur burði
og þroska til að takast á við þetta krefjandi
verkefni. Samstaða hefur einkennt verk-
lag og vinnubrögð okkar í ríkisstjórn og
sveitar félögum allt frá hruni, og sá árang-
ur sem náðst hefur á liðnum mánuðum er
langt umfram það sem búist var við. Í stað
sam félagslegrar upplausnar og efnahags-
öngþveitis eftir hið fordæmalausa hrun
bankakerfis og gjaldmiðils sem yfir okkur
gekk, blasir nú við að öllum frekari áföllum
vegna hrunsins hefur verið afstýrt, innvið-
ir efnahagskerfisins hafa verið byggðir upp
á ný og þegar líða tekur á árið verður hag-
vöxtur vonandi farin að glæðast á Íslandi
á ný. Allt hefur þetta gerst á undraskömm-
um tíma, svo skömmum að erlendir sam-
starfsaðilar okkar tala um þrekvirki í því
sambandi.
En verkefnið er rétt að hefjast. Á rústum
frjálshyggjutilraunarinnar er uppbygging
nýs og betra samfélags hafin á Íslandi, nor-
ræns velferðarsamfélags þar sem velferð
fjölskyldunnar, ekki síst barna, aldraðra og
þeirra sem eiga undir högg að sækja, er sett
í öndvegi. Gildi jöfnuðar, réttlætis og sam-
hjálpar verði í öndvegi hvar sem Samfylk-
ingin heldur um stjórnartauma, hvort sem
er í ríkisstjórn eða sveitarstjórnum og sú
uppstokkun sem nú stendur yfir í stjórnkerf-
inu, atvinnulífinu og samfélagsgerðinni allri
mun þannig skila okkur betra samfélagi.
Veruleiki daglegs lífs
Framboð til sveitarstjórnarkosninga eru
Samfylkingunni sérstaklega mikilvæg.
Flokkurinn hefur sótt verulegan hluta af
sinni breiðu og öflugu forystusveit á vett-
vang sveitarstjórnarstarfs. Tíu ára saga
Samfylkingarinnar sem flokks hefur borið
órækt vitni um það að flokkurinn hefur á að
skipa fjölda traustra og hæfileikaríkra ein-
staklinga sem er í góðu jarðsambandi við
fólkið í landinu. Forystusveit sem vinnur
saman að heildarhagsmunum þjóðarinnar
en skarar ekki eld að eigin köku.
Það sem máli skiptir er veruleiki venju-
legs fólks. Verkefnið er að sjá og heyra hver
vandamál hins daglega lífs eru í raun, taka
á dagskrá og gera almenna velsæld að dag-
legu viðfangsefni stjórnmálanna. Vinna og
velferð eru kjörorð vorsins.
Við höfum með starfi Samfylkingarinn-
ar sl. tíu ár sannað að flokkurinn átti erindi
í íslenskum stjórnmálum. Við getum með
sama hætti horft bjartsýn til framtíðarinn-
ar, fullviss um að gildi jafnaðarmennskunn-
ar um frelsi, jafnrétti og bræðralag eiga
erindi við Íslendinga sem aldrei fyrr. Nú
er það í okkar höndum að sýna og sanna að
þau séu annað og meira en orðin tóm – þau
séu grunnur að betra samfélagi fyrir Ísland
og Íslendinga.
Tökum til á tíu ára afmælinu
Reykjavíkurborg á að vera í fararbroddi í umhverfismál-
um. Ekki er nóg að stíga græn
skref, þótt þau séu góð. Við
þurfum græna byltingu.
Fjölmargt má gera betur. Það
þarf að auka flokkun á sorpi,
meðhöndla úrganginn betur og
nýta í verðmætasköpun. Við
þurfum að þétta byggðina án
þess að ganga á græn svæði. Við
viljum gefa áhugahópum kost á
því að taka svæði í borgarland-
inu í fóstur, s.s. róluvelli, torg og
græn svæði. Við þurfum að fegra
hverfi borgarinnar. Það þarf að
auka þjónustu við þá sem ferðast
á umhverfisvænan hátt og auka
framboð umhverfisvænna orku-
gjafa. Það ætti að skylda borgar-
stofnanir til þess að kaupa ein-
ungis umhverfisvæna bíla sem
lið í umhverfisvænni innkaupa-
stefnu.
Margar útivistarperlur er að
finnan innan borgarmarkanna.
Ég vil nefna sérstaklega vatna-
svið Elliðaár og vatnasvið Úlf-
arsár. Það þarf að vinna heild-
arskipulag fyrir bæði þessi
svæði með sérstakri áherslu á
aðstöðu til útivistar og fræðslu
um náttúru og umhverfi.
Markmið umhverfisvernd-
ar þjóna þeim tilgangi að gera
borgina fallegri og betri til að
búa í. Leiðum til að njóta borg-
arinnar og þess sem hún hefur
upp á að bjóða fjölgar í kjölfarið.
Um leið og við leggjum áherslu
á umhverfismál, styðjum við á
sama tíma við holla hreyfingu
og útivist. Við bætum aðstöðuna
til hjólreiða, sjósunds og hesta-
mennsku svo fátt eitt sé nefnt.
Í nafni umhverfisverndar og
betra mannlífs getum við fjölg-
að gönguleiðum um náttúru borg-
arlandsins, um Heiðmörk, Öskju-
hlíð og hlíðar Esjunnar.
Lykilatriðið er þetta: Græn
borg er skemmtileg borg. Í þeim
anda á að byggja upp borgina.
Græn borg er
skemmtileg borg
Konur
Stjórnmál
Jóhanna
Sigurðardóttir
formaður Samfylkingarinnnar
Borgarmál
Einar
Skúlason
oddviti
Framsóknarflokksins í
Reykjavík.
Borgarmál
Jón
Gnarr
oddviti Besta flokksins.
Tölvubúnaður
ThinkPad fartö
lvur · IdeaPad f
artölvur ·
Lenovo borðtö
lvur · Lenovo sk
jáir
BETRI TÖLVUR
Nýherji hf. Borgartún 37 Sími 569 7700 | Kaupangur v/Mýrarveg Akureyri Sími 569 7620 | www.netverslun.is
ThinkPad T410
Fyrir kröfuharða notendur
Core i5 520M örgjörvi
4GB minni
320GB diskur
14,1” LED skjár
ThinkPad Edge
Ný kynslóð ThinkPad fartölva
AMD L625 örgjörvi
4GB minni
320GB diskur
13,3” LED skjár
ThinkPad X100e
Nett vél fyrir fólk á ferðinni
AMD MV40 örgjörvi
2GB minni
250GB diskur
11,6” LED skjár
ThinkPad fartölvur frá Lenovo búa yfir fullkomnustu tækni sem völ er á enda
hafa þær unnið til fjölda verðlauna.
Þeir sem vilja ná árangri velja hágæða umhverfisvottaðar fartölvur frá Lenovo.