Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 8. maí 2010 25 Um næstu áramót er fyrir-hugað að færa málefni fatl- aðra frá ríki til sveitarfélaga og munu þessi áform hafa áhrif á um 1200 félagsmenn SFR sem starfa að málefnum fatlaðra um land allt. SFR hefur ásamt öðrum hagsmunaaðilum komið að breyt- ingarferlinu m.a. með setu sinni í starfshópi á vegum félagsmála- ráðuneytisins um réttindi og stöðu starfsmanna við yfirfærsluna. Ljóst er að það ríkir djúpstæður ágreiningur á milli SFR og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga um hvernig farið verður með réttindi starfsmanna við yfirflutninginn. Sambandið setur sig alfarið gegn heildartryggingu á réttarstöðu starfsmanna og hefur gefið út þá yfirlýsingu að það muni ekki semja við SFR um kaup og kjör þeirra starfsmanna sem nú eru í félaginu. Við flutninginn munu starfsmenn falla undir annan kjarasamning. SFR hefur mót- mælt þessum áformum harðlega, enda fá allir aðrir starfsmenn málefna fatlaðra að vera áfram í sínu stéttarfélagi og leggur félag- ið þunga áherslu á að félagsmenn í SFR njóti sömu mannréttinda og aðrir starfsmenn málaflokksins. Félagsmálaráðuneytið vonast til þess að sátt um starfsmannamál- in og stéttarfélagsaðild náist sem fyrst þannig að vinna við undir- búning lagafrumvarps geti farið fram með eðlilegum hætti. Tíma- áætlun sem lögð var til grundvall- ar flutningnum er löngu sprung- in. Til stóð að lagafrumvörp sem varða málaflokkinn yrðu lögð fyrir Alþingi um mánaðamótin mars-apríl á þessu ári. Nú er ljóst að það mun gerast í fyrsta lagi á haustþingi. Starfshópur félags- málaráðuneytisins um starfs- mannamálin hefur meira og minna verið óstarfhæfur síðan í byrjun desember vegna stífni sambandsins. Málefni starfs- manna eiga samkvæmt tímaá- ætluninni að liggja fyrir í maí en miðað við framgang mála í starfs- hópnum eru litlar líkur á að það mál skýrist fyrir sumarið. Verk- efnisstjóri félagsmálaráðuneytis- ins vegna flutningsins hefur tjáð SFR að ekki standi til að klára vinnu varðandi lagafrumvörp fyrr en sátt væri ríkjandi um starfsmannamálin. Að mati SFR er þetta algjört grundvallaratriði og er því ólíklegt að frumvörpin liggi fyrir snemma á haustþingi. Starfsnám stuðningsfulltrúa hófst árið 1993 og hefur á und- anförnum árum verið lagður mikill metnaður í að auka færni starfsmanna innan málefna fatl- aðra. SFR hefur áhyggjur af fjár- hagsramma sveitarfélaganna til að standa myndarlega að þess- um þætti í framtíðinni, t.d. að því hvernig núverandi nám verði metið til launa í nýjum aðstæð- um og launakerfi. SFR hefur lagt mikla áherslu á að fagþekking og reynsla tapist ekki við yfirfærsl- una og að réttindi starfsfólks verði tryggð með lagasetningu, bæði hvað varðar rétt til kjarasamn- ingsgerðar, rétt til áframhaldandi aðildar að Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins og til þess réttar til að vera áfram í SFR. Starfs- fólk í þjónustu við fólk með fötl- un hefur vaxandi áhyggjur af því að launakjör og réttindi verði ekki tryggð við yfirfærsluna til sveit- arfélaganna. Krafa félagsmanna SFR er mjög skýr og einróma; að starfsfólk sem eru félagsmenn í SFR, haldi félagsaðild sinni í félaginu og tryggi þannig réttindi sín og starfskjör. Ljóst er að fyrirhugaður flutn- ingur má ekki undir nokkrum kringumstæðum eiga sér stað nema til þess að auka gæði þjón- ustunnar við fólk með fötlun. Ef ekki verður komið til móts við þarfir starfsfólks, þannig að þekking, reynsla og kjör verði tryggð, verður erfitt að uppfylla þessar kröfur. Núverandi staða í málinu er því mikið áhyggjuefni þegar takast skal á við verkefni af þessari stærðargráðu. SFR krefst þess að unnið verði að því að eyða þeirri óvissu sem ríkir um starfs- öryggi félagsmanna SFR innan málaflokksins þannig að hægt verði að vinna að því að efla þjón- ustu við fólk með fötlun og bæta hana eins og best getur. Tímamót í þjónustu við fatlaða Málefni fatlaðra Alma Lísa Jóhannsdóttir starfsmaður hjá SFR Starfsfólk í þjónustu við fólk með fötlun hefur vaxandi áhyggjur af því að launakjör og réttindi verði ekki tryggð við yfirfærsluna til sveitarfélaganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.