Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 8
8 8. maí 2010 LAUGARDAGUR STJÓRNSÝSLA Stjórnvöld ættu að bregðast við ábendingum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis með því að sameina og styrkja ráðu- neytin. Þetta er ein af þeim til- lögum sem starfshópur forsæt- isráðherra sem farið hefur yfir skýrsluna leggur til. „Við teljum að það séu miklar brotalamir í stjórnsýslunni. […] Á því þarf að taka, og á því er verið að taka,“ sagði Gunnar Helgi Kristinsson, formaður starfshóps- ins, á kynningarfundi í Þjóðmenn- ingarhúsinu í gær. Með því að fækka ráðuneytum mætti einfalda samstarf í ríkis- stjórn og mynda sterkar einingar í hverju ráðuneyti, að mati starfs- hópsins. Hann bendir þó á að slík- ar skipulagsbreytingar krefjist ítarlegs undirbúnings og sam- ráðs við meðal annars starfsmenn ráðuneyta. Starfshópurinn leggur einnig áherslu á að fyrstu kaflar stjórn- arskrárinnar verði endurskoðað- ir. Skýra þurfi betur þingræðis- regluna, stöðu forseta Íslands í stjórnkerfinu, ábyrgð ráðherra á stjórnarathöfnum, verkaskiptingu ráðherranna, hlutverk forsætis- ráðherra og fleira. Kanna þarf hvort auka þurfi möguleika ráðherranna á að ráða sér pólitíska aðstoðarmenn, en á sama tíma draga úr aðkomu ráð- herranna að mannaráðningum. Til dæmis megi skipa ráðning- arnefndir til að skipa ráðuneyt- isstjóra og yfirmenn stofnana ríkisins. Starfshópur forsætisráðherra leggur til að hugað verði að því að þeim reglum sem gilda um fjár- stuðning við stjórnmálaflokka verði breytt. Fjárstuðninginn ætti að nota til að styðja við stefnumót- unarhlutverk þeirra og félags- starf, frekar en auglýsingar og kosningaherferðir flokkanna. Efla ætti ytra aðhald með laga- setningum Alþingis. Starfshópur- inn leggur í því skyni til að komið verði á fót formlegu ferli eða mið- stöð sem þingmenn geti leitað til ef þurfa þykir til að fá álit á því hvort löggjöf standist stjórnarskrá og alþjóðasáttmála sem Ísland á aðild að. brjann@frettabladid.is Starfshópur vill færri og sterk- ari ráðuneyti Vinna þarf skipulega til að koma tillögum rann- sóknarnefndar Alþingis í framkvæmd, að mati starfshóps ráðherra. Margar tillögur um breytingar. Stuðningur við flokka fari í annað en auglýsingar. RANNSÓKNARSKÝRSLA Starfshópur sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skipaði leggur áherslu á að skipulega verði unnið úr tillögum rannsóknarnefndar Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Starfshópur um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis skilaði skýrslu sinni í gær. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: ■ Faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur vegna pólitískra inngripa í störf hennar og vegna smæðar. Heilt yfir þarf að efla framkvæmdarvaldið. ■ Sterkara framkvæmdarvald þarf aukið aðhald frá Alþingi. Skoða þarf hvort stjórnarandstaða eigi að fá möguleika á að skjóta umdeildum málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. ■ Bæta þarf vinnubrögð og starfsaðstöðu framkvæmdarvaldsins og skapa markvissari umgjörð um ríkisstjórnarfundi og ráðherranefndir. ■ Tryggja þarf faglegar mannaráðningar og veita stjórnendum aðhald. Stærri ráðuneyti og stofnanir myndu styrkja faglegan grundvöll stjórnsýslunnar. ■ Skýra þarf hvernig stjórnvöld vilja að fjármálamarkaðurinn þróist. Í kjölfar þess þarf að skýra hlutverk, valdsvið og úrræði eftirlitsstofnana. Full þörf á að efla framkvæmdarvaldið Matreiðslunámskeið að hætti Lindu Heilnæmt, grænt og gómsætt ! Hér er á ferð eitt eftirsóttasta matreiðslunámskeið Lindu, sem hún hefur haldið um árabil í USA. Á námskeiðinu kennir hún skemmtilegar leiðir til að nota heilkorn og grænt grænmeti í girnilega rétti sem koma braðlaukunum á óvart. www.madurlifandi.is Linda Pétursdóttir, Certified Holistic Health Counsellor kemur til Íslands og heldur námskeiðið í Maður Lifandi Borgartúni þann 15. Maí kl. 12:00 – 15:00. Verð: 6500 kr. Skráning stendur yfir núna í síma 585-8700 eða gg@madurlifandi.is Ath. það eru aðeins 20 sæti á þessu námskeiði. MAÍ 15 á G r a n d h ó t e l R e y k j a v í k d a g a n a 6 . - 1 2 . m a í B R E S K I R D A G A R Breski matreiðslumeistarinn Simon Rogers matreiðir Ekta a la carte matseðill að breskum hætti Bristish brunch sunnudaginn 9. maí, kl. 11:00 til 14:00 Verð 2.900 krónur Pantanir á Breska daga Netfang: veitingar@grand.is Sími 514 8000 Grand hótel Reykjavík . Sigtúni 38 . 105 Reykjavík . grand.is LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í verslun við Kleppsveg í fyrrinótt og þaðan stolið eggjandi undirf- atnaði á konur, sem þar er á boð- stólum, ásamt hjálpartækjum ástarlífsins. Ekki var hreyft við hjálpar- tækjunum, eftir því sem best varð séð í nótt, en ýmiss konar einkennisbúningum í klám- fengnum útfærslum var stolið, meðal annars lögreglubúningum. Þjófurinn er ófundinn. Innbrot á Kleppsvegi: Stal eggjandi lögreglubúningi BRUNI Ellefu manns voru fluttir á slysadeild Landspítalans með aðkenningu að reykeitrun, eftir að eldur kviknaði í íbúð í húsi í vesturbænum upp úr miðnætti í fyrrinótt. Eldurinn kviknaði fyrst í potti á eldavél á neðri hæð hússins og barst þaðan upp í háf. Húsráðendur höfðu næstum slökkt hann áður en slökkviliðið kom, en þá var ekki orðið vært í íbúðinni vegna reyks. Allir forð- uðu sér þá út, ásamt íbúum á efri hæð, enda hafði mikill reykur borist þangað inn líka, og var fólkið allt flutt til rannsóknar og aðhlynningar. Engan sakaði alvarlega. Bruni í vesturbænum: Ellefu á slysó með reykeitrun GARYRKJA „Ég veit ekki hvort við eigum nóg af þessu,“ segir Guð- björg Kristjánsdóttir, garðyrkju- maður í Garðheimum, um fræ af villitóbaksplöntunni sem þar eru í sölu. Hún segir fjölda manns hafa lagt leið sína í verslunina í leit að fræjum eftir að greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að þau væru þar í sölu. Guðbjörg pantaði hins vegar inn Wild Tobacco-fræin til að nota sem skordýravörn. „Ég hef verið í eitr- inu. Svo kom til mín garðyrkju- maður sem bað mig að panta þetta fræ út af hvítri flugu sem herjar á plönturnar hjá honum,“ segir hún og kveðst þess vegna hafa pantað dálítið aukreitis af fræjunum fyrir verslunina. Hugmyndin var að rækta villitóbaksplöntuna við hliðina á annarri ræktun því að flugan sækir fremur í tóbakið, en vegna þess að um lífræna ræktun er að ræða kom ekki til greina að eitra. „Svo er hægt að vera með nokkr- ar svona plöntur og setja svo í poka og fleygja þegar þær eru orðnar alþaktar hvítri flugu,“ segir hún, en flugur þessar verpa eggjum sínum á plönturnar. - óká Í GARÐHEIMUM Guðbjörg Kristjáns- dóttir, garðyrkjumaður í Garðheimum, kveðst bera á því ábyrgð að hafa pantað inn fræ villitóbaksplöntunnar sem nú eru þar til sölu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tóbaksplönturnar átti að nýta til þess að laða hvítar flugur frá annarri ræktun: Hvítar flugur sækja í tóbakið FÉLAGSMÁL Frestur til aðildar að rannsóknarnefnd Rauðs vett- vangs hefur verið framlengdur til 15. maí. Nefndinni er ætlað að rannsaka nauðsynlegar breyting- ar á íslensku samfélagi í kjölfar efnahagshruns. Hún skal draga saman upplýs- ingar um samfélagslegar orsakir hrunsins og gera samantekt um nauðsynlegar breytingar til að auka jöfnuð og réttlæti í íslensku samfélagi. Rauður vettvangur er félagsskapur sem vill umskapa þjóðfélaginu. - kóp Rauður vettvangur: Rannsaka þarf- ar breytingar 1. Hversu mikið vantar upp á að ríkið hafi fjármagnað lífeyrisskuldbindingar vegna eftirlauna opinberra starfs- manna? 2. Hver hefur viðurkennt að hafa lofað seðlabankastjóra að laun hans yrðu óskert óháð ákvörðunum kjararáðs? 3. Hver aðstoðar Nammi.is við sölu á ösku úr Eyjafjallajökli? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 78 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.