Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 8
8 8. maí 2010 LAUGARDAGUR
STJÓRNSÝSLA Stjórnvöld ættu að
bregðast við ábendingum í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis með
því að sameina og styrkja ráðu-
neytin. Þetta er ein af þeim til-
lögum sem starfshópur forsæt-
isráðherra sem farið hefur yfir
skýrsluna leggur til.
„Við teljum að það séu miklar
brotalamir í stjórnsýslunni. […] Á
því þarf að taka, og á því er verið
að taka,“ sagði Gunnar Helgi
Kristinsson, formaður starfshóps-
ins, á kynningarfundi í Þjóðmenn-
ingarhúsinu í gær.
Með því að fækka ráðuneytum
mætti einfalda samstarf í ríkis-
stjórn og mynda sterkar einingar
í hverju ráðuneyti, að mati starfs-
hópsins. Hann bendir þó á að slík-
ar skipulagsbreytingar krefjist
ítarlegs undirbúnings og sam-
ráðs við meðal annars starfsmenn
ráðuneyta.
Starfshópurinn leggur einnig
áherslu á að fyrstu kaflar stjórn-
arskrárinnar verði endurskoðað-
ir. Skýra þurfi betur þingræðis-
regluna, stöðu forseta Íslands í
stjórnkerfinu, ábyrgð ráðherra á
stjórnarathöfnum, verkaskiptingu
ráðherranna, hlutverk forsætis-
ráðherra og fleira.
Kanna þarf hvort auka þurfi
möguleika ráðherranna á að ráða
sér pólitíska aðstoðarmenn, en á
sama tíma draga úr aðkomu ráð-
herranna að mannaráðningum.
Til dæmis megi skipa ráðning-
arnefndir til að skipa ráðuneyt-
isstjóra og yfirmenn stofnana
ríkisins.
Starfshópur forsætisráðherra
leggur til að hugað verði að því að
þeim reglum sem gilda um fjár-
stuðning við stjórnmálaflokka
verði breytt. Fjárstuðninginn ætti
að nota til að styðja við stefnumót-
unarhlutverk þeirra og félags-
starf, frekar en auglýsingar og
kosningaherferðir flokkanna.
Efla ætti ytra aðhald með laga-
setningum Alþingis. Starfshópur-
inn leggur í því skyni til að komið
verði á fót formlegu ferli eða mið-
stöð sem þingmenn geti leitað til
ef þurfa þykir til að fá álit á því
hvort löggjöf standist stjórnarskrá
og alþjóðasáttmála sem Ísland á
aðild að. brjann@frettabladid.is
Starfshópur vill
færri og sterk-
ari ráðuneyti
Vinna þarf skipulega til að koma tillögum rann-
sóknarnefndar Alþingis í framkvæmd, að mati
starfshóps ráðherra. Margar tillögur um breytingar.
Stuðningur við flokka fari í annað en auglýsingar.
RANNSÓKNARSKÝRSLA Starfshópur sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
skipaði leggur áherslu á að skipulega verði unnið úr tillögum rannsóknarnefndar
Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Starfshópur um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis skilaði skýrslu sinni í gær. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
■ Faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur vegna pólitískra inngripa í
störf hennar og vegna smæðar. Heilt yfir þarf að efla framkvæmdarvaldið.
■ Sterkara framkvæmdarvald þarf aukið aðhald frá Alþingi. Skoða þarf hvort
stjórnarandstaða eigi að fá möguleika á að skjóta umdeildum málum í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
■ Bæta þarf vinnubrögð og starfsaðstöðu framkvæmdarvaldsins og skapa
markvissari umgjörð um ríkisstjórnarfundi og ráðherranefndir.
■ Tryggja þarf faglegar mannaráðningar og veita stjórnendum aðhald. Stærri
ráðuneyti og stofnanir myndu styrkja faglegan grundvöll stjórnsýslunnar.
■ Skýra þarf hvernig stjórnvöld vilja að fjármálamarkaðurinn þróist. Í kjölfar
þess þarf að skýra hlutverk, valdsvið og úrræði eftirlitsstofnana.
Full þörf á að efla framkvæmdarvaldið
Matreiðslunámskeið að hætti Lindu
Heilnæmt, grænt
og gómsætt !
Hér er á ferð eitt eftirsóttasta matreiðslunámskeið
Lindu, sem hún hefur haldið um árabil í USA.
Á námskeiðinu kennir hún skemmtilegar leiðir til að nota
heilkorn og grænt grænmeti í girnilega rétti sem koma
braðlaukunum á óvart.
www.madurlifandi.is
Linda Pétursdóttir,
Certified Holistic Health Counsellor
kemur til Íslands og heldur námskeiðið
í Maður Lifandi Borgartúni þann 15. Maí
kl. 12:00 – 15:00. Verð: 6500 kr.
Skráning stendur yfir núna
í síma 585-8700
eða gg@madurlifandi.is
Ath. það eru aðeins 20 sæti
á þessu námskeiði.
MAÍ
15
á G r a n d h ó t e l R e y k j a v í k d a g a n a 6 . - 1 2 . m a í
B R E S K I R D A G A R
Breski matreiðslumeistarinn
Simon Rogers matreiðir
Ekta a la carte matseðill að breskum hætti
Bristish brunch sunnudaginn 9. maí,
kl. 11:00 til 14:00
Verð 2.900 krónur
Pantanir á Breska daga
Netfang: veitingar@grand.is
Sími 514 8000
Grand hótel Reykjavík . Sigtúni 38 . 105 Reykjavík . grand.is
LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í
verslun við Kleppsveg í fyrrinótt
og þaðan stolið eggjandi undirf-
atnaði á konur, sem þar er á boð-
stólum, ásamt hjálpartækjum
ástarlífsins.
Ekki var hreyft við hjálpar-
tækjunum, eftir því sem best
varð séð í nótt, en ýmiss konar
einkennisbúningum í klám-
fengnum útfærslum var stolið,
meðal annars lögreglubúningum.
Þjófurinn er ófundinn.
Innbrot á Kleppsvegi:
Stal eggjandi
lögreglubúningi
BRUNI Ellefu manns voru fluttir
á slysadeild Landspítalans með
aðkenningu að reykeitrun, eftir
að eldur kviknaði í íbúð í húsi í
vesturbænum upp úr miðnætti
í fyrrinótt. Eldurinn kviknaði
fyrst í potti á eldavél á neðri hæð
hússins og barst þaðan upp í háf.
Húsráðendur höfðu næstum
slökkt hann áður en slökkviliðið
kom, en þá var ekki orðið vært í
íbúðinni vegna reyks. Allir forð-
uðu sér þá út, ásamt íbúum á efri
hæð, enda hafði mikill reykur
borist þangað inn líka, og var
fólkið allt flutt til rannsóknar
og aðhlynningar. Engan sakaði
alvarlega.
Bruni í vesturbænum:
Ellefu á slysó
með reykeitrun
GARYRKJA „Ég veit ekki hvort við
eigum nóg af þessu,“ segir Guð-
björg Kristjánsdóttir, garðyrkju-
maður í Garðheimum, um fræ af
villitóbaksplöntunni sem þar eru í
sölu. Hún segir fjölda manns hafa
lagt leið sína í verslunina í leit að
fræjum eftir að greint var frá því
í Fréttablaðinu í gær að þau væru
þar í sölu.
Guðbjörg pantaði hins vegar inn
Wild Tobacco-fræin til að nota sem
skordýravörn. „Ég hef verið í eitr-
inu. Svo kom til mín garðyrkju-
maður sem bað mig að panta þetta
fræ út af hvítri flugu sem herjar á
plönturnar hjá honum,“ segir hún
og kveðst þess vegna hafa pantað
dálítið aukreitis af fræjunum fyrir
verslunina.
Hugmyndin var að rækta
villitóbaksplöntuna við hliðina
á annarri ræktun því að flugan
sækir fremur í tóbakið, en vegna
þess að um lífræna ræktun er að
ræða kom ekki til greina að eitra.
„Svo er hægt að vera með nokkr-
ar svona plöntur og setja svo í poka
og fleygja þegar þær eru orðnar
alþaktar hvítri flugu,“ segir hún, en
flugur þessar verpa eggjum sínum
á plönturnar. - óká
Í GARÐHEIMUM Guðbjörg Kristjáns-
dóttir, garðyrkjumaður í Garðheimum,
kveðst bera á því ábyrgð að hafa pantað
inn fræ villitóbaksplöntunnar sem nú
eru þar til sölu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Tóbaksplönturnar átti að nýta til þess að laða hvítar flugur frá annarri ræktun:
Hvítar flugur sækja í tóbakið
FÉLAGSMÁL Frestur til aðildar að
rannsóknarnefnd Rauðs vett-
vangs hefur verið framlengdur
til 15. maí. Nefndinni er ætlað að
rannsaka nauðsynlegar breyting-
ar á íslensku samfélagi í kjölfar
efnahagshruns.
Hún skal draga saman upplýs-
ingar um samfélagslegar orsakir
hrunsins og gera samantekt um
nauðsynlegar breytingar til að
auka jöfnuð og réttlæti í íslensku
samfélagi. Rauður vettvangur er
félagsskapur sem vill umskapa
þjóðfélaginu. - kóp
Rauður vettvangur:
Rannsaka þarf-
ar breytingar
1. Hversu mikið vantar upp
á að ríkið hafi fjármagnað
lífeyrisskuldbindingar vegna
eftirlauna opinberra starfs-
manna?
2. Hver hefur viðurkennt að
hafa lofað seðlabankastjóra
að laun hans yrðu óskert óháð
ákvörðunum kjararáðs?
3. Hver aðstoðar Nammi.is við
sölu á ösku úr Eyjafjallajökli?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 78
VEISTU SVARIÐ?