Fréttablaðið - 12.05.2010, Page 16

Fréttablaðið - 12.05.2010, Page 16
16 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2010 PÉTUR GUNNARSSON peturg@frettabladid.is Stormasömu kjörtímabili að ljúka í Kópavogi Kjörtímabilið hefur verið stormasamt í bæjarpólitík- inni í Kópavogi. Hart hefur verið tekist á um skipulags- mál. Meirihlutinn hefur verið sakaður um spillingu. Ráðstöfunum stjórnar Lífeyris- sjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í kjölfar hrunsins haustið 2008 var vísað til lögreglurannsóknar. Þrír bæjarfulltrúar sátu þá í stjórninni, Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri, Flosi Eiríksson, Samfylkingu, og Ómar Stefánsson, Framsóknar- flokki. Gunnar vék úr embætti bæjarstjóra og tók sér leyfi úr bæj- arstjórn, vegna þessa máls. Gunnsteinn Sigurðsson tók við af Gunnari og hefur verið bæjarstjóri síðasta ár kjörtímabilsins. Hann kaus að leita ekki eftir endurkjöri og sakaði Gunnar um að vinna gegn sér. Einnig var hart deilt á Gunn- ar I. Birgisson vegna umdeildra viðskipta bæjarins við fyrirtæki í eigu dóttur hans. Um tíma hrikti í meirihlutasamstarfi Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks vegna þeirra mála en meirihlutinn stóð þær deilur af sér. Ekki er þó vafi á því að margir sjálfstæðismenn eru enn sárir eftir átök við flokksbræð- ur sína í bænum síðustu misseri. Í prófkjöri flokksins bar Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórn- ar, naumlega sigurorð af Gunnari I. Birgissyni. Skipulagsmál hafa hvað eftir annað orðið tilefni harðra deilna í Kópavogi síðustu ár. Harðast- ar urðu þær vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Kársnesi en einn- ig urðu langvinnar deilur vegna landakaupa í landi Glaðheima og við Vatnsenda. Kópavogur er það sveitarfélag sem vaxið hefur hvað hraðast und- anfarna áratugi. Miklar bygginga- framkvæmdir stóðu yfir í nýjum hverfum og fjölmörgum byggingar- lóðum hafði nýlega verið úthlutað þegar efnahagslífið hrundi. Í kjöl- far þess hefur bæjarsjóður orðið fyrir nokkru áfalli vegna þess að byggingarlóðum hefur verið skil- að í miklum mæli með gríðarlegum útgjöldum fyrir bæjarsjóð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fimm bæjarfulltrúa af ellefu í bæjarstjórn Kópavogs, Framsókn- arflokkurinn einn, Samfylkingin fjóra og Vinstri grænir einn. Odd- vitar meirihlutaflokkanna tveggja segjast ganga óbundnir til kosn- inga. Oddvitar minnihlutans telja hins vegar víst að meirihlutasam- starfið verði endurnýjað nema kjósendur gefi skýr skilaboð um annað. Lokasprettur kosningabarátt- unnar er fram undan. Kjósend- ur hafa úr sjö framboðslistum að velja. Auk stóru flokkanna fjög- urra, sem eiga fulltrúa í bæjar- stjórn, býður Frjálslyndi flokk- urinn fram lista í Kópavogi. Það gerir einnig Y-listi Kópavogsbúa, sem eru óháðir flokkum og emb- ættismönnum. Næst besti flokk- urinn teflir fram landsþekktum leikara, Hjálmari Hjálmarssyni, í fyrsta sæti. Hann segir að þeir vindar sem veitt hafa Bestaflokkn- um meðbyr í Reykjavík blási einn- ig í Kópavogi. Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur nú verið við völd í Kópavogi í tuttugu ár. Könn- un sem Fréttablaðið gerði í Kópa- vogi fyrir mánuði gaf til kynna að sá meirihluti njóti stuðnings um 51% kjósenda. Athygli vakti þó að einungis 54,9% aðspurðra höfðu tekið afstöðu. Úrslitin eru því hvergi nærri ráðin. Sami meirihluti við völd í 20 ár KÓPAVOGUR Það er gott að búa í Kópavogi var frægt slagorð Gunnars I. Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra. Störf hans hafa verið í brennidepli umræðunnar um málefni Kópavogsbúa síðustu ár. „Mikilvægasta verkefnið er að ná tökum á fjármálunum,“ segir Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar. Á næsta kjörtímabili þurfi stjórnmála- menn að verja velferðarsamfélagið um leið og nýta þurfi tækifæri til að skapa ný störf. Guðríður segir að kjörtímabilið, sem nú er að líða, hafi verið viðburðaríkt. Tekist hafi verið harkalega á um stór mál, til dæmis skipulagsmál og óeðlilega fyrirgreiðslu til aðila sem tengjast meirihlutanum. „Það er algjörlega ljóst að ef meirihlutinn fellur ekki mun hann starfa áfram,“ segir Guðríður. Eftir 20 ára samstarf gangi ekki hnífurinn milli Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Bæjarbúar þurfi að fella meirihlutann ef þeir vilji sjá breytingar í stjórn bæjarins. Af kosningamálum Samfylkingarinnar nefnir hún „metnaðarfullar tillögur í atvinnu- og húsnæðismálum“. Bærinn hafi milligöngu um að ljúka við bygg- ingu hálfkláraðs húsnæðis og komi því í langtímaleigu. „Þetta er eitthvað sem sveitarfélagið ræður við að gera og rétti tíminn til þess er núna,“ segir Guðríður. „Þetta leggur grunn að langtímaleigumarkaði, sem hefur skort á Íslandi.“ Ekki breytingar nema meirihlutinn falli Frjálslyndi flokkurinn setur íbúalýðræði á oddinn og vill að bæjarmálasamþykkt verði breytt svo að kjósend- ur geti krafist kosninga um mikilvæg mál og komið málum á dagskrá bæjarstjórnar. Helgi Helgason, stjórnmálafræðingur er oddviti F-listans. Hann segir að núverandi bæjarstjórn hafi oft gengið fram með valdníðslu og þvergirðingshætti í umhverfis- og skipulagsmálum, til dæmis á Kársnesi. Framganga meirihlutans hafi valdið óánægju. „Við leggjum áherslu á að verja þetta samfélag sem við eigum í Kópavogi án þess að til komi skattahækkanir eða hækkanir á þjónustugjöldum,“ segi hann. Bærinn eigi ekki að að hækka útsvar þótt heimildir til þess verði rýmkaðar. Frjálslyndir vilja einnig beita sér fyrir flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélagsins og leggja áherslu á notendastýrða þjónustu. Einnig vill F-listinn að Kópavogur segi sig frá samstarfi um Strætó bs. ef þörf krefur en Helgi segir að líklega hafi aðildin komið í veg fyrir að samþykkt bæjar- stjórnar um ókeypis strætisvagnasamgöngur nái fram að ganga. „Við erum að borga 250-300 milljónir á ári til Strætó bs. og það þarf enginn að segja mér að við getum ekki rekið gott strætókerfi fyrir þann pening,“ segir hann. Reynsla frá Akureyri og Reykjanesbæ sýni að farþegum fjölgi um 70-80% ef strætisvagnasamgöngur eru ókeypis. Það sé kjarabót fyrir bæjarbúa og spari þeim kostnað við rekstur bíls og bænum kostnað við samgöngu- mannvirki. Ókeypis strætó Það mikilvægasta sem verðandi bæjarstjóri ætlar að gera er að taka völdin frá þessum ónýtu stjórnmála- mönnum og færa þau til fólksins,“ segir Hjálmar Hjálm- arsson, leikari og oddviti X-lista Næstbesta flokksins í Kópavogi. „Við höfum fundið fyrir mikilli óánægju með stjórnmálin í bæjarfélaginu og fjöldi fólks hefur komið að máli við okkur og tjáð sig um spillingu flokkanna, ekki síst í Kópavogi.“ Næstbesti flokkurinn vill nýta sér þann meðbyr sem Besti flokkurinn nýtur í Reykjavík. Sömu vindar hafa blásið í Kópavogi. Hjálmar segir að allir flokkar í bæjarstjórninni tilheyri fjórflokknum og fólki finnist minnihlutinn hafa verið ósýnilegur og ekki haldið uppi nægilega öflugri stjórnarandstöðu. Harðasta gagnrýnin beinist að núverandi meirihluta: „Það er með ólíkindum hvernig Framsóknarflokk- urinn og sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn hafa komið fram við kjósendur í bænum,“ segir Hjálmar. „Það er greinilega eitthvað mikið að í bæjarlífinu.“ Frambjóðendur Næstbesta flokksins eru ótengdir flokkunum og hafa engra hagsmuna að gæta úr embættismannakerfinu. „Við ætlum að leggja okkur fram um að standa við það sem við segjum og gera lífið skemmtilegra og gleðilegra og fylla bæinn af hamingju, ást og yl.“ Meðal stærstu mála X- listans er að Kópavogur verði gerður að borg en ekki bæ og að bæjarstjórn- in endurreisi sparisjóð í eigu bæjarbúa. Einnig verði að minnsta kosti ein sundlaug í bænum opin allan sólarhringinn. Taka völd frá ónýtum stjórnmálamönnum „Við erum fyrst og fremst að bjóða okkur fram vegna þess að við teljum að samfélagið okkar sé brotið,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti Y-lista Kópavogsbúa. „Við viljum gefa fólki raunhæfan kost til að kjósa ein- staklinga sem bera samfélagið fyrir brjósti en ekki flokka og sérhagsmunahópa. Langstærstu málin eru siðbót í stjórnmálum, siðbót í málum bæjarins.“ Rannveig segir að stefnumálin séu ekki mörg en skýr: „Við viljum koma á faglegum vinnubrögðum í málefn- um bæjarins og að farið sé eftir þeim siðareglum sem bærinn hefur sett sér.“ Næsta bæjarstjóra eigi að ráða með faglegum hætti en ekki sækja hann í biðröð hjá einhverjum flokkanna. „Við leggjum til að bæjarfulltrúar sitji í mesta lagi tvö kjörtímabil,“ segir Rannveig og vill að bæjarbúar fái reglubundnar upplýsingar um gang mála í sveitarfélaginu og komið verði á hverfaráðum til að tryggja áhrif bæjarbúa. „Við viljum opna bæjarfélagið og gefa bæjarbúum færi á að koma sínum málum á framfæri.“ Siðbót í málum bæjarins Samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gengið mjög vel að mínu mati, svona heilt yfir,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi og oddviti Framsókn- arflokksins í Kópavogi. Framsóknarflokkurinn gangi þó óbundinn til kosninga enda hafi allir flokkar hafi unnið vel saman í bæjarstjórninni á síðustu árum, meðal annars hafi þeir sameinast um gerð fjárhagsáætlunar. Fyrir kosningarnar leggja framsóknarmenn áherslu á sex atriði: Ekkert barn útundan kalla þeir hugmyndir um rétt barna til þjónustu í leikskólum, dægradval- ar í skólum, skólamáltíða og íþrótta og tómstundastarfs óháð efnahag foreldra. Spara eigi 10% í launum bæjarfulltrúa og fulltrúa í nefndum bæjarins. Skapa eigi 300 ný störf með sérstöku verkefni í samstarfi við Vinnumálastofnun og fyrirtæki í bænum. Þá segist Ómar leggja áherslu á snjóframleiðslu á skíðasvæðinu í Bláfjöll- um og byggingu stúdentagarða á Kársnesi. Kanna eigi möguleika á að veita afslátt af byggingargjöldum til að örva byggingariðnað og fasteigna- markað í bænum. Samstarfið hefur gengið mjög vel Aðalmarkmiðið að fella meirihlutann „Aðalmarkmiðið í þessum kosningum er að fella meiri- hlutann,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi og oddviti VG í Kópavogi. „Við erum algjörlega tilbúin að taka við.“ Ólafur Þór segir kosningarnar snúast um val á hugmyndafræði og forgangi; hvort leggja eigi áherslu á fólk og félagsleg gildi eða byggingar og þenslu. „Við skerum okkur úr. Við erum tilbúin að taka við því búi sem hrunflokkarnir skilja eftir sig. Eftir 20 ára valdatíð þeirra skuldar bærinn tæplega 43 milljarða. Það er gríðarlegt verkefni að takast á við.“ „Öðrum þræði snúast kosningarnar líka um það að standa vörð um stoðir velferðarkerfisins á erfiðum tíma. Við treystum okkur til að verja það í gegnum þessar þrengingar,“ segir Ólafur Þór. Núna sé ekki tími fyrir mikil kosningaloforð. „Núna er tími til að stjórna með ábyrgð og festu eins og við viljum meina að hafi einkennt hugmyndafræði VG frá upphafi.“ VG leggi áherslu á að auka samráð við íbúa, efla íbúalýðræði og styrkja íbúasamtök. VG vill koma á sameiginlegri skipulagsnefnd höfuðborg- arsvæðisins þannig að það sé skipulagt með hagsmuni heildarinnar en ekki samkeppni sveitarfélaga að leiðarljósi. Þá teflir VG fram hugmyndum um uppbyggingu hálfbyggðra hverfa, eflingu leigumarkaðar og hvernig efla megi námsframboð fyrir atvinnulausa. „Ég held að kosningarnar muni að miklu leyti snúast um atvinnulífið og að verja grunnþjónustuna,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti sjálfstæðismanna. „Við viljum skapa umgjörð til sóknar fyrir atvinnulífið frekar en að vera með inngrip. Við erum með alla innviði uppbyggða og þurfum lítið sem ekkert að byggja á næstu árum.“ Sjálfstæðismenn hafa lagt fram útfærða stefnuskrá þar sem m.a. er lögð áhersla á að breyta skipulagi til að skapa sóknarfæri fyrir ferðaþjónustu og útivist á ýmsum svæðum í bænum, til dæmis Hálsatorgi, í Kópavogsdal, á Kópavogstúni og við Elliðavatn. Þeir vilja breyta skipulagi í nýjum hverfum og fjölga smærri íbúðum til þess að auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu íbúð, byggja stúdentaíbúðir á Kársnesi, fjölga minni íbúðum í nýjum hverfum til að auð- velda ungu fólki að kaupa sína fyrstu íbúð og skipuleggja orlofsíbúðir fyrir ferðamenn við Elliðavatn og brúa Fossvoginn fyrir göngu- og hjólreiðafólk. „Við göngum opin til þessara kosninga en ég tek það skýrt fram að þetta samstarf hefur gengið vel og rekstur bæjarins er traustur,“ segir Ármann. „Vegna lóðaskila hefur orðið mikil skuldaaukning sem verður hægt að grynnka á þegar hjól atvinnulífsins fara að snúast og lóðirnar í Kópavogi, sem eru þær best staðsettu á höfuðborgarsvæðinu, fara að ganga út á ný.“ Viljum skapa umgjörð til sóknar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.