Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2010, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 12.05.2010, Qupperneq 26
 12. MAÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR Hér á árum áður gátu menn varla valið nýja máln- ingu á vistarverur sínar án þess að rýna í litlar pruf- ur á litaspjaldi. Nú er hins vegar hægt að setja saman heilu litaskemun á vefnum og prófa sig áfram með liti, þökk sé vefsíðum á borð við benjaminmoore. com. Þar er hægt að skoða ljósmyndir af herbergj- um og þegar notandinn finnur það sem líkist einna helst hans eigin herbergi getur hann prófað á það nokkra mismunandi liti og séð hver virkar best. Smiðjuvegur 76 | 200 Kópavogur | Sími 414 1000 | www.tengi.is Unidrain gólfniðurföll eru frábær lausn fyrir sturtuna við endurnýjun baðherbergisins eða í það nýja. Glæsileg hönnun úr ryðfríu stáli. Þau eru lögð að vegg og vatnshallinn er aðeins í eina átt. Leysir mörg vandamál. Einföld og fljótleg uppsetning. Innréttingarnar frá Ifö hafa slegið í gegn á Íslandi sem og annars staðar. Hægt er að velja um nokkrar áferðir. Koma samsettar og eru þ.a.l. mjög auðveldar í uppsetningu. Tengi býður upp á margar gerðir af salernisskálum og hér má sjá þá nýjustu frá Ifö. Sérlega auðvelt í þrifum og að sjálfsögðu með hæglokandi setu. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411 ● ILMUR OG LISTAVERK Ferskt og frískandi loft er eitthvað sem allir þrá á baðherberginu. Hreinlæti skipt- ir þar vissulega öllu máli og því kemur ekkert í staðinn fyrir að hafa allt pússað og fínt. Stundum gefst þó ekki ráðrúm til að þrífa baðið nógu rækilega þegar von er á gestum og þá getur verið betra en ekkert að hressa upp á aðstæður með því að rífa upp sápu með sætri lykt eða kveikja á ilmkerti. Falleg skál eða listaverk í öðru formi setur líka svip á náðhúsið og dregur að sér athyglina. Á Netinu er hægt að prófa ýmsa liti á baðherbergið áður en gengið er frá kaupum á málningu. NORDICPHOTOS/GETTY Baðherbergið málað á netinu Verslunin Tengi sérhæfir sig í innflutningi og sölu á hrein- lætistækjum og pípulagninga- efni. Fyrirtækið, sem verður 30 ára á næsta ári, hefur í gegnum tíðina selt vörur frá virtum og þekktum framleiðendum. Tengi og Mora, sænskur blöndun- artækjaframleiðandi, eiga 25 ára samstarfsafmæli á þessu ári. Magn- ús Andri Hjaltason, sölustjóri hrein- lætistækjadeildar, segir markmið Tengis frá upphafi hafa verið að bjóða viðurkennda vöru á hagstæðu verði, sem standist allar helstu kröf- ur og hafi gæðavottun. „Við lítum á að þjónustunni sé ekki lokið þegar viðskiptavinir okkar hafa fengið vöruna afhenta,“ segir Magnús. „Við leggjum mikið upp úr því að eftirþjónustan sé í lagi, til dæmis að varahlutaþjónust- an sé í góðu standi. Það er gaman að segja frá því að við eigum vara- hluti í Mora-tækin sem komu hing- að fyrir 25 árum og einnig í fjöru- tíu ára gömul Ifö-salerni.“ Magnús segir viðskipti Tengis snúast um gæði, ábyrgð og þjón- ustu. „Við getum boðið vörur í öllum verðflokkum, en mark- mið fyrirtækisins eru skýr: Við bjóðum ekki upp á vöru sem við getum ekki fullkomlega treyst og þjónustað,“ segir hann. „Við vilj- um byggja upp langtímasamband með okkar birgjum, en ekki tjalda til einnar nætur. Fólk ætti að spá í þessa hluti áður en það ákveður að kaupa hreinlætistæki.“ Magnús segir að starfsmenn Tengis leggi mikið upp úr góðri þjónustu og persónulegum sam- skiptum við viðskiptavini og bend- ir á að hjá fyrirtækinu starfi þjón- ustustjóri sem tekur að sér allar ábendingar sem berast Tengi og leysir málin fljótt og vel. Flest- ir starfsmenn Tengis hafi mikla reynslu og þekkingu á hreinlæt- istækjum og lagnaefni og hafi unnið lengi hjá fyrirtækinu. „Það er gríðarlega mikils virði,“ segir Magnús. Nánar á www.tengi.is. Gæði, ráðgjöf og þjón- usta skipta miklu máli „Við leggjum mikið upp úr því að eftirþjónustan sé í lagi, til dæmis að varahlutaþjónustan sé í góðu standi,“ segir Magnús. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.