Fréttablaðið - 14.05.2010, Page 6

Fréttablaðið - 14.05.2010, Page 6
6 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR Tilboðin gilda til 31. april eða á m eðan birgðir endast, auglýst verð er tilboðsverð. FRÉTTASKÝRING Hvernig er samskiptum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Lárusar Welding lýst í stefnu skilanefndar og slita- stjórnar Glitnis? Jón Ásgeir Jóhannesson er sakað- ur um að hafa komið Lárusi Weld- ing á stól bankastjóra í Glitni eftir að hafa losað sig við Bjarna Ármannsson þrátt fyrir að Lárus hafi skort nauðsynlega reynslu til að takast á við starfið, í stefnu skilanefndar og slitastjórnar Glitnis. Stefna skilanefndar og slita- stjórnar Glitnis var þingfest fyrir dómi í New York á þriðjudag. Þar er Jóni Ásgeiri, Lárusi og fimm öðrum einstaklingum stefnt til greiðslu jafnvirði 257 milljarða króna skaðabóta. Endurskoðun- arfyrirtækinu Pricewaterhouse- Coopers er einnig stefnt. Í stefnunni er Jón Ásgeir sagð- ur hafa náð undirtökunum í Glitni þegar hann, í gegnum félög í hans eigu, ásamt tengdum aðilum átti um 39 prósenta hlut í Glitni árið 2007. Jón er sagður hafa sett fólk sér handgengið í stjórn Glitnis, og komið því til leiðar að stjórnin los- aði sig við Bjarna Ármannsson úr stóli forstjóra bankans. Í stefnunni er því haldið fram að Jón Ásgeir hafi í raun stýrt stjórn- inni, og séð til þess að hún réði Lárus Welding sem bankastjóra í stað Bjarna. Lárus var áður úti- bússtjóri Landsbankans í Lond- on, þar sem hann stýrði 75 starfs- mönnum. Starfsmenn Glitnis voru á þeim tíma um 1.900 í tíu löndum. Í stefnunni er því haldið fram að Lárus hafi verið of reynslulítill til að takast á við starfið. Auk þess að stýra Glitni sem bankastjóri var Lárus einnig for- maður lánanefndar bankans, sem tók ákvarðanir um útlán, meðal annars til fyrirtækja tengdum Jóni Ásgeiri. Í starfsreglum lánanefndarinn- ar voru ákvæði um að ef ekki væri mögulegt að fjalla um mál á fund- um lánanefndarinnar gætu ein- hverjir tveir nefndarmenn heimil- að lánveitingar. Annar þeirra varð að vera formaður eða varaformað- ur nefndarinnar. Lárus var því, að því er fram kemur í stefnunni, í lykilstöðu til að veita lán til aðila sem tengdust eigendum bankans. Lárusi er í stefnunni lýst sem nokkurs konar leppi Jóns Ásgeirs, sem hafi tekið við beinum skipun- um um hvernig reka ætti bankann frá Jóni. Vitnað er í tölvupóst frá Lárusi, þar sem hann kvartaði undan því að Jón Ásgeir kæmi fram við hann eins og útibússtjóra, ekki banka- stjóra. Laun Lárusar voru úr öllu samhengi við launakjör Bjarna Ármannssonar, forvera hans á bankastjórastóli. Í stefnunni kemur fram að Bjarni hafi fengið 3,3 milljónir Bandaríkjadala í laun á þeim tíu árum sem hann stýrði bankanum. Sé það reiknað á gengi dagsins í gær samsvarar það um 426 millj- ónum króna, eða um 42,6 milljón- um á ári að meðaltali. Lárus fékk sem frægt er orðið 300 milljóna króna eingreiðslu þegar hann kom til starfa, og var lofað ríflega 10 milljónum Banda- ríkjadala, 1,3 milljörðum króna, í laun fyrir fyrsta árið. Það er ríf- lega þreföld sú upphæð sem Bjarni fékk greidda fyrir tíu ára starf fyrir Glitni, að því er fram kemur í stefnunni. brjann@frettabladid.is Lárus sagður leppur Jóns Ásgeirs í Glitni Lárusi Welding var lofað 1,3 milljörðum króna fyrir eins árs starf fyrir Glitni. Það var þrefalt meira en Bjarni Ármannsson fékk fyrir tíu ára starf. Jón Ásgeir Jóhannesson er sagður hafa komið fram við Lárus eins og útibússtjóra. SKIPT ÚT Eftir að Jón Ásgeir og tengdir aðilar höfðu skipt út stjórnarmönnum Glitnis var röðin komin að Bjarna Ármannssyni bankastjóra (til hægri). Arftaki hans, Lárus Welding, fékk ótrúlega góð kjör miðað við reynsluleysi, segir í stefnu skilanefndar og slitastjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Á að sameina iðnaðar-, sjávar, útvegs- og landbúnaðarráðu- neytið í eitt atvinnuvegaráðu- neyti? JÁ 72,9% NEI 27,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú búin(n) að ákveða hvað þú ætlar að kjósa í sveitar- stjórnarkosningunum 29. maí? Segðu þína skoðun á visir.is SJÁVARÚTVEGUR „Ég er nú hættur að vinna, þetta er bara áhugamál,“ sagði Kristján Pétursson sjómað- ur sem hafði lokið löndun á Arn- arstapa eftir túr dagsins þegar Fréttablaðið hitti hann í vikunni. Kristján er einn fjölmargra sem stunda strandveiðar. Höfnin á Arnarstapa var þétt skipuð bátum á þriðjudag en strandveiðitímabil- ið hófst á mánudag. Barnabarn Kristjáns, Fannar Freyr Magnússon, er háseti hjá honum á bátnum Teistu og höfðu þeir langfeðgar veitt dagskammt- inn, 773 kíló, á fimm tímum. „Við vorum bara tvo tíma að þessu á mánudag,“ segir Kristján sem er frá Akranesi og hefur stundað sjó- inn síðan 1954. - sbt Mikið að gera í höfninni á Arnarstapa í fyrstu viku strandveiða: Kynslóðir saman á veiðum LÖNDUN LOKIÐ Fannar Freyr og Kristján í höfninni á Arnarstapa. Á milli þeirra er Kvzysztoy Richard sem vinnur við uppskipun á Arnarstapa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL Hormónagetnaðar- varnir virðast geta haft neikvæð áhrif á kynhvöt kvenna, sam- kvæmt nýrri rannsókn sem birt var í byrjun mánaðarins í lækna- ritinu Journal of Sexual Medicine. Netúgáfa Time vitnar til rann- sóknarinnar undir yfirskriftinni „Lítil kynhvöt, konur? Pillunni kann að vera um að kenna.“ Spurningalisti var lagður fyrir yfir þúsund kvenkyns læknanema í Þýskalandi. „Niðurstaðan var að konur sem notuðu hormónagetnaðarvarn- ir, aðallega pilluna, höfðu minni kynhvöt og fundu fyrir minni kynæsingi en konur sem notuðu aðrar eða engar getnaðarvarnir,“ er haft eftir Alfred Mueck, yfir- manni Miðstöðvar kvenheilsu við háskólasjúkrahúsið í Tübingen í Þýskalandi. Hann áréttar þó að rannsókn- in sýni bara fylgni milli notk- unar hormónagetnaðarvarna og kyn deyfðar, ekki orsakasam- band. Ebba Margrét Magnúsdóttir, læknir hjá Landspítalanum og sérfræðingur í kvensjúkdómum, segir ný sannindi ekki að finna í þýsku rannsókninni, minni kyn- hvöt sé ein af þekktum aukaverk- unum hormónagetnaðarvarna. „Konur koma oft og spyrja um þetta,“ segir hún, en áréttar um leið að fæstar konur finni fyrir slíkum aukaverkunum. „En þá notum við bara lykkjuna eða eitt- hvað annað,“ segir hún. - óká Ný rannsókn sýnir að konur á pillunni virðast líklegri til að finna fyrir kyndeyfð: Gömul sannindi í nýrri rannsókn AUTT RÚM Ný könnun rennir stoðum undir að hormónagetnaðarvarnir geti dregið úr kynhvöt kvenna. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.