Fréttablaðið - 14.05.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 14.05.2010, Síða 10
10 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR 500 bæklingar með nýju sniði. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 50 kassar utan um augnakonfekt. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is KÖNNUN Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi tapar miklu fylgi frá sveitarstjórnarkosningunum 2006, samkvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2. Samfylking og Vinstri græn bæta verulega við fylgi sitt og eru samanlagt með tæplega 63 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn er í dag í meirihlutasamstarfi með Frjáls- lyndum og óháðum, sem bjóða ekki fram í þessum kosningum. Meiri- hlutasamstarfinu var því í raun sjálfhætt, hvort sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði tapað fylgi eða ekki. Samfylkingin er stærsti flokkur- inn á Akranesi samkvæmt könnun- inni, sem gerð var síðastliðið þriðju- dagskvöld. Flokkurinn mælist með stuðning 40,1 prósents kjósenda, en fékk 24,2 prósent í síðustu kosn- ingum. Fylgisaukningin er því 15,9 prósentustig. Yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við þetta myndi flokkur- inn tvöfalda fjölda bæjarfulltrúa sinna, fá fjóra í stað tveggja í dag. Níu bæjarfulltrúar sitja í bæjar- stjórn Akraness. Alls sögðust 25,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef geng- ið yrði til kosninga nú. Flokkurinn fékk 37 prósent atkvæða í kosning- unum 2006, og tapar því 11,5 pró- sentustigum. Flokkurinn myndi samkvæmt þessu tapa helmingi bæjarfulltrúa sinna, fá tvo í stað fjögurra nú. Vinstri græn bæta við sig veru- legu fylgi frá kosningum, og mæl- ast nú með 22,7 prósent atkvæða. Flokkurinn fékk 13,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum og bætir því við sig 8,8 prósentustig- um. Vinstri græn fengju samkvæmt þessum niðurstöðum tvo bæjarfull- trúa í stað eins í dag. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 11,8 prósenta íbúa Akra- ness, en fékk 12,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Yrði þetta nið- urstaða kosninga fengi flokkurinn einn bæjarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Frjálslyndi flokkurinn býður ekki fram á Akranesi í þessum kosningum. Framboð Frjálslyndra og óháðra fékk einn bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Hringt var í 600 manns þriðju- daginn 11. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóð- skrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveit- arstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða ein- hvern annan flokk? Alls tóku 59,5 prósent afstöðu til spurningarinn- ar. brjann@frettabladid.is Meirihlutinn fallinn í könnun á Akranesi Samfylkingin og Vinstri græn bæta við sig miklu fylgi á Akranesi samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins er þar með fallinn. Frjálslyndir bjóða ekki fram lista í kosningunum. 11 Ko sn in ga r SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR AKRANES 24 42 21 40 30 20 10 0 12,8 37,0 24,2 13,9 ■ Kosningar 2006 SAMKVÆMT KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 11. MAÍ 11,8 25,5 40,1 22,7 % AUSTURLAND Um 100 starfsmenn verða ráðnir í sumarafleysing- ar hjá Alcoa Fjarðaáli, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá fyrirtækinu starfa um 480 manns, en auk þess vinna rúmlega 300 starfsmenn verktaka á svæðinu. Fram kemur að tæpur helm- ingur sumarstarfsmannanna sé af Austurlandi en um fjórðung- ur komi af höfuðborgarsvæðinu. „Um 80 af þeim sem ráðnir verða í sumarafleysingar hjá Fjarða- áli munu starfa við framleiðslu í álverinu í Reyðarfirði.“ - óká Alcoa Fjarðaál bætir við sig: Ráða 100 starfs- menn í sumar ÁLVERIÐ Helmingur sumarstarfsmanna kemur af Austurlandi. LANDBÚNAÐUR Veiruskita sem herj- að hefur á kýr á nokkrum bæjum á Norður- og Austurlandi að und- anförnu og Fréttablaðið greindi frá í gær, virðist „fremur væg og í rénun“, að því er segir á vef Landssambands kúabænda. Veik- in er ekki sögð hafa áhrif á gæði mjólkur og smitast ekki í fólk. Haft er eftir sérfræðingum ráð- gjafarmiðstöðvarinnar Búgarðs að kýr hafi yfirleitt náð sér á nokkrum dögum. „Veiruskitunnar varð síðast vart á svæðinu fyrir um fimm árum og þá var hún mun svæsnari en nú.“ Matvælastofn- un er sögð rannsaka faraldsfræði veikinnar en upptök hennar hafa ekki verið staðfest. - óká Veiruskitan vægari en áður: Smitast hvorki í fólk né mjólk LANDBÚNAÐUR „Þetta er auðvitað viss áhætta, maður veit aldrei hversu mikil uppskeran verður,“ segir Þóra Kristín Magnúsdóttir, bóndi á Hraunsmúla í Staðarsveit á Snæfells- nesi, spurð hvernig standi á því að hún og maður hennar, Helgi Sigurmonsson bóndi, séu einu kartöflubændurnir á öllu Vestur- landi. „Það voru fleiri í þessu hér áður fyrr en svo hættu allir nema við.“ Þóra og Helgi höfðu nýlokið við að setja niður útsæðið þegar Fréttablaðið hitti þau. Í fyrra varð uppskeran 70 tonn af kartöfl- um úr þriggja hektara landi en Þóra og Helgi segja ómögulegt að spá fyrir um uppskeruna í ár. „Það fer allt eftir því hvað þú lofar mér mikilli rigningu, það er yfirleitt nóg af sól- inni,“ segir Helgi sem rifjar upp að í fyrra hafi verið þurrkar í tvo mánuði sem hafi gert þeim erfitt fyrir. Stolt heimilisins er svo upptökuvélin sem keypt var fyrir nokkrum árum en hún tók við af 40 ára gamalli græju. „Við vorum svo heppin að kaupa vélina þegar evran var 80 krónur,“ segir Helgi og hlær. Fyrir utan kartöflurnar gera hjónin út bát frá Arnarstapa. „Meira þurfum við ekki enda börnin uppkomin,“ segir Þóra Kristín. - sbt Hrósa happi yfir að hafa keypt upptökuvél þegar evran var 80 krónur: Einu kartöflubændurnir á Vesturlandi STOLT HEIMILISINS Helgi og Þóra Kristín með upptöku- vélina góðu á milli sín. Hún er nokkurra ára gömul og var keypt þegar evran fékkst á 80 krónur og auðveldara var að endurnýja tækin. SKÓLAMÁL Fræðsluráð Hafnar- fjarðar hefur dregið til baka og harmað bréf sem Auður Hrólfs- dóttir, skólastjóri Engidalsskóla, sendi fimm starfsmönnum skól- ans. Að sögn Magnúsar Baldursson- ar fræðslustjóra tengdi skólastjór- inn uppsagnir starfsfólksins við fyrirhugaða sameiningu Engi- dalsskóla og Víðistaðaskóla. Það væri einfaldlega ekki rétt held- ur væri um að ræða starfsfólk sem ráðið hefði verið til eins árs. Reynt verði að finna fólkinu starf í hinum sameinaða skóla eða í öðrum grunnskólum bæjarins. Auður sótti um stöðu skóla- stjóra í sameinaða skólann en fræðsluráð ákvað í gær að mæla með Sigurði Björgvinssyni, skóla- stjóra Víðistaðaskóla. - gar Ógilda bréf skólastjóra: Sameining olli ekki uppsögn FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N SÆTUR EN GRIMMUR Þessi Síberíutíg- ur er búsettur í dýragarðinum í Leipzig í Þýskalandi. Síberíutígur er í mikilli útrýmingarhættu en dýrið lifir einkum í Mongólíu, Rússlandi og Kína. MYND / AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.