Fréttablaðið - 14.05.2010, Síða 20

Fréttablaðið - 14.05.2010, Síða 20
VIÐHALD UTANHÚSS „Í kringum háskóla erlendis eru vel skipulögð gróðurrík svæði sem fólk sækir í að vera á. Á svæðinu kringum Öskju eru hins vegar engin tré. Ef þú vilt gera heiminn betri þá skaltu byrja í bakgarðin- um heima hjá þér er stundum sagt og þar sem ég hef alltaf haft mik- inn áhuga á trjám og gróðri datt mér í hug að gera eitthvað sjálf- ur,“ segir Jón Ásgeir. Hann hóaði því í samnemendur sína í líffræðinni og eru meðlim- ir orðnir hátt í 200 manns á Face- book. Gróðurvinir hafa þegar hist tvisvar í vor og unnið við gróður- setningu á svæðinu milli Öskju og Norræna hússins. Vinnan fer fram í samvinnu við Pál Melsted, garð- yrkjustjóra HÍ. „Páll hefur gefið okkur alveg frjálsar hendur hvernig við vilj- um hafa svæðið og sú vinna sem þegar hefur farið fram hefur ekki kostað krónu. Plönturnar koma héðan og þaðan. Til dæmis þaðan sem plantað hefur verið of þétt á Háskólasvæðinu og þarf að fara að grisja hvort sem er, þær höfum við fært til og stungið upp sjálfsáðum reyni og gróðursett á svæðinu. Eins fengum við tré úr garði í Vesturbænum sem átti að höggva.“ Jón Ásgeir vonast til að þetta sé einungis byrjunin á góðu starfi og að fleiri svæði fáist undir gróður- setningu. Hann segir að jafnvel mætti tvinna starfið inn í kennsl- una . „Kannski gætum við platað skólayfirvöld til að koma þessu inn í verklega tíma. Eins og er eru engir peningar í þessu en von- andi getum við talað við Reykja- víkurborg og fleiri. Þá væri hægt að setja niður bekki og listaverk og búa til skemmtilegt útivistar- svæði,“ segir Jón Ásgeir bjart- sýnn á framhaldið. heida@frettabladid.is Gróðurvinir háskólans græða upp bakgarðinn Jón Ásgeir Jónsson stundar nám í líffræði við Háskóla Íslands. Honum leiddist gróðurleysið á háskóla- svæðinu og hefur stofnað hóp sem hann kallar Gróðurvini til að bæta úr því. Jón Ásgeir Jónsson ásamt Gróðurvinum við vinnu á háskólasvæðinu en þeir vilja fleiri tré á svæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh il d a r 1 4 6 0 .2 4 ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Síðumúli 34 - s: 517 1500 - www.malningalagerinn.is Woodex á Íslandi frá árinu 1977. Löngu landsþekkt fyrir endingu og gæði. 20% Afsláttur af málningarvörum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.