Fréttablaðið - 14.05.2010, Síða 38

Fréttablaðið - 14.05.2010, Síða 38
 14. MAÍ 2010 FÖSTUDAGUR12 ● svanurinn 20 ára ● VELJUM SVANSMERKT FYRIR HEILSUNA ● Við framleiðslu á hreinlætis- og snyrtivörum má ekki nota ofnæmis-, krabbameinsvaldandi og hormónaraskandi efni. ● Svansmerktar vörur eru sjálfsagt val fyrir foreldra. Ekki má nota krabbameinsvaldandi og hormónaraskandi eldvarnarefni á leik- föng. Fatnaður skal vera úr lífrænt ræktuð- um eða sambærilegum trefjum. Sólarvörn, tannkrem og sápa ætluð börnum mega ekki innihalda ilmefni. ● Svansmerktar vörur og þjónusta eru því með þeim öruggustu í sínum vöruflokki. ● VELJUM SVANSMERKT FYRIR UMHVERFIÐ ● Húsgögn eru eingöngu smíðuð úr viði frá sjálfbærri skógrækt. ● Hótel, ræstingarþjónustur og veitingastaðir þurfa að lágmarka heildarumhverfis- áhrif starfseminnar og innleiða orkusparnað, vistvæn innkaup og betri lausnir við úrgangs- meðhöndlun. ● Mjög strangar kröfur eru gerðar um efnanotkun hjá Svansmerktum prentsmiðjum. ● Hjólbarðar verða að hafa lítið viðnám til að draga úr eldsneytis- notkun og vera hljóðlátir og öruggir. ● GÆÐI SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA ● Þvottaefni þarf að þvo hreint við lágt hitastig, húsgögn verða að þola strangar prófanir og kröfur eru gerðar um gæði prenthylkja. ● Mikil áhersla er lögð á endingu og þol vöru. ● Gerð er krafa um gæðaprófanir eða virka gæðastýringu til að tryggja góða frammistöðu vör- unnar eða þjónustunnar. Eins og margir vita innihalda Neutral-vörurnar hvorki litarefni, ilmefni, bleikiefni né önnur auka- efni og bera því til staðfestingar merki dönsku Astma- og ofnæmis- samtakanna. Neutral þvottaefni og hreinlætisvörur, bæði fyrir full- orðna og börn, eru því eftirsótt- ar af þeim sem vilja vernda við- kvæma húð. Glöggir og umhverfisvænir neytendur hafa eflaust veitt því eftirtekt að á umbúðum flestra Neutral varanna er einnig að finna Svansmerkið sem er opinbert um- hverfismerki Norðurlandanna. Svansmerkið er staðfesting á því að framleiðandi Neutral uppfylli strangar kröfur um innihaldsefni og efnanotkun, losun í loft, vatn og jarðveg, orku- og auðlindanotkun ásamt úrgangsmeðhöndlun. Einn- ig eru gerðar kröfur um gæði og virkni vörunnar. Umhverfismerki auðvelda neyt- endum að velja vörur sem eru um- hverfisvænni en sambærileg- ar vörur á markaðnum. Þeir sem kjósa hreinlætisvörur sem eru bæði umhverfisvænar og vernda viðkvæma húð velja því Neutral. Ölgerðin flytur inn Svansmerkt Neutral þvottaefni og uppþvotta- lög, svitalyktareyði og handáburð, sápur, sjampó og hárnæringu og síðast en ekki síst úrval af Svans- merktum barnavörum sem vernda viðkvæma húð barna. Má þar nefna blautklúta, baðsápu, sjampó, ýmis krem og húðolíu. Íslendingar eiga því kost á að velja Svansmerktar Neutral vörur og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til að vernda umhverfið. Neutral með Svansvottun Umhverfisvottaðar vörur auðvelda neyt- endum að finna vörur við sitt hæfi. Kaffitár komið me ð 30 SVANS- VOTTUN! 191 144 Kaffihús

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.