Fréttablaðið - 14.05.2010, Page 39

Fréttablaðið - 14.05.2010, Page 39
14. maí föstudagur 5 PopUp-verslun, sem er milliliðalaus verslun frá hönn- uði til neytenda, verður á meðal þeirra sem taka þátt í listahátíðinni Jónsvöku sem fram fer í Reykjavík dag- ana 24. júní til 27. júní. Opnað hefur verið fyrir um- sóknir frá fatahönnuðum sem vilja taka þátt í PopUp- verslun þessa daga. Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri listasviðs Jónsvöku, segir markaðinn fara fram í Hafnarhús- inu og munu fimmtán hönnuðir taka þátt, en að lista- hluta Jónsvöku standa Framkvæmdafélag listamanna og Patrón. „Við erum komnar með Hafnarhúsið og markaðurinn mun þá fara fram laugardag og sunnu- dag á opnunartíma safnsins. Stúlkurnar sem standa á bak við PopUp sjá um þetta og þær vilja halda sínum markmiðum, sem er að skapa nýjan vettvang fyrir unga hönnuði.“ Harpa Fönn segir að í Hafnarhúsinu verði eingöngu sýnd hönnun í tengslum við Jónsvöku. Nýlistasafn- ið verður helgað sviðslist og myndlist og Gallerí Crymo verður lagt undir utandyraviðburði eins og gjörninga. Umsóknarfrestur rennur út 21. maí og er tekið við umsóknum á veffangið popup@jonsvaka.is. - sm PopUp-verslun tekur þátt í listahátíðinni Jónsvöku: Hönnun í Hafnarhúsi PopUP PopUp-verslun verður hluti af listahátíðinni Jónsvöku. Þórey Björk, Guðbjörg og Björg komu markaðnum á fót fyrir tæpu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ✽ algjört möst 1 Tónleikar Mali-búanna Amadou og Mariam voru hreint stórkost- legir og fengu Íslend- inga til að iða af afrísk- um takti. Plata þeirra Welcome to Mali er pródúseruð af Damon Albarn og er algjörlega ómissandi til að kom- ast í sumarskapið. 3 Hvernig væri að færa elskunni morgun- verð í rúmið á sunnu- degi og skella í einn Mimosa kokkteil til að setja með á bakk- ann? Það eina sem þú þarft er freyði- vín og ferskur appels- ínusafi. 5Við erum svakalega skotnar í þessum litríku sum- arsandöl- um frá Marc Jacobs sem ættu að lífga upp á öll svörtu fötin frá því í vetur. 6Vefsíðan ynja.net er skemmti-leg vefsíða á íslensku fyrir konur sem hafa áhuga á menningu, tísku, hönnun og áhugaverðum viðtölum og nenna ekki að lesa um rass- ana á fólki í Hollywood. 2 Hresstu upp á fataskápinn með þessu sæta og vorlega púffpilsi frá Top Shop. Rokk- aðu það upp með leðurjakka, svörtum gammósíum og svört- um sólgleraugum. 4 Prada boð- aði tíkó og appelsínu- gular varir fyrir sumar- ið. Hresst og skemmtilegt lúkk sem vert er að gefa gaum!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.