Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 26
2 föstudagur 21. maí núna ✽ 10 1 Reykjavík þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Ritstjóri Anna M. Björnsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 KOLBEINN HUGI MYNDLISTARMAÐUR Á föstudagskvöldið ætla ég að vinna eins og Úrúk-Hai fyrir sýninguna Ellipsepilepsy II: The Prodrome, sem mun opna í Galleríi Suðsuðvestur daginn eftir. Á laugardag- inn verð ég með óvissuferð frá Bakkusi sem mun fara á ónefndan stað þar sem verður myndlistarsýning, tónleikar og ýmislegt fleira spennandi. Þ að var orðin vöntun á tón-leikastöðum eftir að Batterí- ið brann og Grand Rokk lokaði dyrum sínum,“ útskýrir Jón Pálm- ar Sigurðsson, eigandi skemmti- staðarins Venue á Tryggvagötu 22. Jón Pálmar og unnusta hans, Rebecca Moran, reka einnig hinn vinsæla bar Bakkus en báðir stað- irnir mynduðu eitt sinn Gauk á Stöng. „Venue verður nú fyrst og fremst tónleikastaður með fjöl- breytta og spennandi tónleika þrjú kvöld í viku. Að loknum tón- leikum tekur svo dansstemn- ing við um helgar en segja má að áherslurnar séu dálít- ið breyttar.“ Rebecca, sem er myndlistarkona, hefur skreytt staðinn fagurlega að innan. „Ann- ars eru svo sem engar stórkost- legar útlitsbreytingar en við erum komin með frábært hljóðkerfi sem við fengum úr Austurbæ.“ Jón Pálmar býst við því að það gangi vel að reka Bakkus og Venue svona hlið við hlið. „Það er sama fólkið sem vinnur á báðum stöð- unum og einstaka sinnum verður einhver sameiginlegur viðburður á stöðunum en annars verður Bakk- us áfram með sama sniði sem bar þar sem plötusnúðar þeyta skíf- um en Venue verður tónleika- staður. Við erum búin að fara yfir hljóðeinangrunina á milli þannig að það ætti ekki að vera neitt sem truflar gesti.“ Um hvítasunnuhelg- ina opnar Venue á ný með pomp og prakt með fjögurra daga tón- leikaveislu sem nefnst „Maíhem“. Meðal þeirra sem koma fram eru hljómsveitirnar Sudden Weath- er Change, Reykjavík!, Captain Fufano, Útidúr og Me the Slumb- ering Napoleon. Að loknum tón- leikum hvers kvölds verður svo ókeypis inn á DJ settin sem duna fram á rauða nótt. - amb Venue heldur tónlistarveislu um helgina: NÝJAN TÓNLEIKASTAÐ VANTAÐI Í BÆINN helgin MÍN SÆT OG FÍN Leikkonan Gwyneth Paltrow geislaði í silfurlitum kjól og leðurjakka á leið út að borða í Man- hattan í New York í vikunni. Stórskemmtilegur fatamarkað- ur verður haldinn klukkan 11.00 á morgun í húsnæðinu fyrir ofan tískuverslunina GK Reykjavík við Laugaveg. Ingibjörg Finnboga- dóttir, Stefán Svan Aðalheiðar- son, hárdoktorinn Jón Atli Helga- son og Heiða Agnarsdóttir standa saman að markaðnum og því geta bæði stúlkur og drengir gert þar góð kaup. Fjórmenningarnir eru allir þekktir fyrir smekklegan og flottan klæðnað og hyggjast þau tæma fataskápa sína algjörlega fyrir sumarið. Á markaðnum verður meðal ann- ars hægt að kaupa merkjaflíkur á borð við Filippu K, Henrik Vibskov, Marjan Pejoski, Chanel og Vivienne Westwood svo fátt eitt sé nefnt auk annars fatnaðar. „Við erum svo sjúklega spennt fyrir þessum mark- aði sjálf að við höfum verið að tæta meira út úr skápunum hjá okkur. Þetta er því orðið rosalegt magn af fötum sem verða til sölu hjá okkur,“ segir Stefán Svan. Markaðurinn er haldinn á Lauga- vegi 66 og stendur frá klukkan 11.00 til klukkan 17.00. - sm Fjórmenningar halda fatamarkað saman: Tískuspekúlantar selja af sér spjarir Fyrstir koma, fyrstir fá Stefán Svan er á meðal þeirra sem ætla að selja spjarirn- ar af sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Breyttar áherslur Jón Pálmar Sigurðsson og Rebecca Moran reka staðina Bakkus og Venue sem eru þar sem Gaukur á Stöng var einu sinni. Hér gefur að líta nýjan og litríkan bar á tónleikastaðnum Venue sem var skreyttur af Rebeccu. Hildur Yeoman fær hrós Vefsíðan Style Bubble býður upp á það helsta og heitasta í tísku- heiminum um þessar mundir. Ís- lenski hönnuðurinn Hildur Yeoman fékk gífurlega lofsamleg skrif þar nú í vikunni en blaðamaður lýsir yfir afbrýðisemi sinni yfir því hvernig ein manneskja geti verið svona hæfileikarík á svo mörgum sviðum. Fylgihlutalínu Hildar er lofuð í hástert og þá sérstaklega hekluð- um töskum í dýralíki sem Hildur sýndi meðal annars á Reykjavík Fashion Festival. Dýratöskur verða, að mati blaðamanns Style Bubb- le, það sem koma skal. Að lokum lofar blaðamaður verk Hildar og Sögu Sigurðar þar sem ljósmynd- un og tískuteikningum var blandað saman á sýningunni Garden of Enchantment nú í vor. Enn er hægt að kaupa nokkur stykki úr þeirri sýningu í versluninni KronKron á Laugavegi. - amb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.