Fréttablaðið - 26.05.2010, Síða 2

Fréttablaðið - 26.05.2010, Síða 2
2 26. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR Maðurinn sem drukknaði í sjónum við Stykkishólm á laugardagskvöld hét Marís Þór Jochumsson. Hann var 39 ára, fæddur 28. október 1970. Marís var til heimilis að Vind- ási 4 í Reykjavík og lætur eftir sig unnustu og börn úr fyrra sambandi. Marís var vanur sjósundi að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Snæfells- nesi. Hann lagðist til sunds um klukkan ellefu á laugardags- kvöld, rétt hjá sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Þar eru sterkir straumar. Leit hófst þegar hann skilaði sér ekki til baka. Hann fannst látinn um klukku- stund síðar. Fórst í sjósundi DÓMSMÁL Heimilt verður að gera upptæk verðmæti sem ætla má að einstaklingur hafi aflað með ólöglegri starfsemi án þess að fyrst komi sakfelling í sakamáli, verði frumvarp sem nú er fyrir Alþingi að lögum. „Í raun ætti að vera lítið mál að taka þess konar breytingar inn í íslenska löggjöf,“ segir Carlo van Heuckelom, deildarstjóri fjármunarannsóknardeildar Europol. Hann segir slíka breytingu sérlega eftirsókn- arverða fyrir Ísland í kjölfar efnahagshrunsins. Þetta gæti verið besti möguleiki íslenska ríkisins til að ná til baka peningum sem tapast hafi á hruninu. Í frumvarpinu sem nú er til umfjöllunar á Alþingi er opnað fyrir möguleika á því að ríkið höfði sjálfstætt skaðabótamál, jafnvel þótt enginn hafi verið sakfelld- ur í sakamáli. Sönnunarbyrðin er mun léttari í skaða- bótamálum en sakamálum, og því gæti einstaklingur þurft að greiða bætur fyrir brot sem hann var ekki sakfelldur fyrir í sakamáli. Úrræði af þessu tagi eru þegar í löggjöf stórra lýð- ræðisríkja á borð við Bandaríkin, Kanada, Bretland, Ástralíu, Írland, Suður-Afríku og fleiri, segir van Heuckelom. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að slík lög séu afturvirk, það er að hægt sé að sækja bætur fyrir brot sem framin eru áður en lögin taka gildi. Mál þar sem reynt hefur á lög af þessu tagi hafa farið fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu, og lögin staðist þar alla skoð- un. Van Heuckelom mun fjalla um þessar mögulegu lagabreytingar á opnum fundi Lagastofnunar Háskóla Íslands í Öskju klukkan 12 í dag. - bj Mögulegt að gera eigur upptækar án sakfellingar segir sérfræðingur Europol: Eftirsóknarvert eftir hrunið FRUMVARP Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram frumvarp um eignaupptöku án sakfellingar. Málið er nú í nefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Haukur, er Dollý sjókind? „Hún er að minnsta kosti vel synd kind.“ Kindin Dollý slapp með skrekkinn þegar hún féll í sjóinn úr 20 metra hæð á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Haukur Guðjónsson er eigandi Dollýjar. DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið ákærður fyrir að kýla lögreglumann í andlitið og skalla annan lögreglumann í ennið. Fyrri árásin átti sér stað á lög- reglustöðinni á Húsavík. Lög- reglumaðurinn hafði afskipti af manninum, sem sló hann þá. Hinn fyrrnefndi marðist í andliti og hlaut áverka undan högginu. Síðara atvikið átti sér stað á Akureyri. Þá hafði lögreglumaður einnig afskipti af manninum sem ákærður er fyrir að hafa þá skall- að hann í ennið og slegið hann með krepptum hnefa í höfuðið. - jss Ákærður fyrir ofbeldi: Kýldi og skall- aði lögreglu SAMGÖNGUR Olíufélögin lækkuðu bensínverð um tvær krónur og verð á dísilolíu um þrjár krónur í gær, í kjölfar mikillar lækkunar á olíuverði á heimsmarkaði. Í gærkvöldi mátti finna ódýr- asta eldsneytið í Hafnarfirði. Hjá Orkunni og N1 kostaði bensín- lítrinn 198,80 krónur og dísil- olía 195,80 krónur. Verð hjá ÓB í bænum var tíu aurum hærra. Utan Hafnarfjarðar kostaði bensínlítrinn minnst 201,30 krón- ur og dísilolían 198,30 krónur hjá Orkunni. Verð hjá öðrum sjálfs- afgreiðslustöðvum var að jafnaði tíu eða tuttugu aurum hærra. Heimsmarkaðsverð á olíu fór í gær undir 68 Bandaríkjadali. - bj Eldsneyti ódýrast í Hafnarfirði: Bensínverðið þokast niður FYLLT Á TANKINN Algengt sjálfs- afgreiðsluverð á bensínlítranum var rúmlega 201 króna á höfuðborgarsvæð- inu í gær. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL SP-Fjármögnun lækkar höfuðstól bílalána um 28 prósent að meðaltali. Viðskipta- vinum félagsins býðst að breyta erlendum bílalánum í verðtryggð eða óverðtryggð íslensk lán. Höfuðstólslækkunin fer eftir myntsamsetningu lána og hve- nær þau voru tekin. Samkvæmt útreikningum lækka um 80 pró- sent lána til einstaklinga um 20 til 40 prósent. „Með þessari lækkun tekur SP-Fjármögnun ein- hliða upp það ákvæði í frumvarpi félagsmálaráðherra, sem liggur fyrir á Alþingi,“ segir í tilkynn- ingu. Þá er hægt að lengja láns- tíma um 12 eða 24 mánuði. - óká SP lækkar höfuðstól bílalána: Breyting í takt við frumvarp LISTIR „Þetta verða skilaboð til allra hér á jörðu um að við verð- um að takast á við hnattræna hlýn- un,“ segir þýski listamaðurinn Gert Hof, sem áætlar að lýsa upp sjálfan Snæfellsjökul í október á þessu ári. Hof segist lengi hafa verið hug- fanginn af Norðurpólnum og að boð um að koma hingað hafi fallið vel að því. Hann skoðaði aðstæð- ur á Snæfellsjökli í gær og kveðst hei l laður af landslaginu hér. „Það er virki- lega undravert og á sama tíma ögrandi fyrir mig sem lista- mann,“ segir hann. Hof fæddist í Austur-Þýska- landi árið 1951. Hann var lengi leikstjóri og óperu- stjóri áður en hann gekk rokklist- inni á hönd á tíunda áratugnum og útvíkkaði sviðslist sína svo um munaði. Hof hefur unnið mynd- bönd með rokksveitum á borð við Ramstein og Motorhead og lýst upp fjölmargar byggingar og sögulega staði um víða veröld. Meðal þeirra má nefna Akrópólis í Grikklandi. Hof segir margt þurfa að fara saman svo verkefnið verði að veruleika. „Við þurfum rétta fólk- ið og við höfum rétta fólkið hér. Í öðru lagi þurfum við réttu pól- itísku kringumstæðurnar. Fólk- ið vill þetta. Í þriðja lagi er þetta ótrúlega fallegur staður. Í fjórða lagi þarf verkefnið að hafa réttu skilaboðin og þau eru þetta stóra umhverfisvandamál allrar jarðar- innar,“ útskýrir Hof. Þá kveður Hof sögu Jules Werne um Ferðina inn að miðju jarðar í gegnum Snæfellsjökul ljá verk- efninu sérstaka vídd. „Ég get ekk- ert sagt á þessu augnabliki um það hvernig þetta muni líta út en ég vil segja að Jules Werne var í leiðangri að miðju jarðar. Ég sjálfur, sem listamaður, ásamt ykkur, íbúum Íslands, mun reyna að senda ákall til himins,“ segir Hof og bendir á að í raun sé himininn eins og sýning- artjald sem allir geta litið á. Bergljót Arnalds og Páll Ásgeir Davíðsson áttu hugmyndina að því að fá Hof til landsins. Síðan fengu þau til liðs við sig íslenska fyrir- tækið Northern Lights Energy. Bergljót leiðir tónlistarsköpun sem verður hluti sýningarinnar og byggir á hljóðum Snæfellsjök- uls sjálfs. Páll Ásgeir segir verkefnið unnið út frá hugmyndinni um samfélags- lega ábyrgð. Bæta hafa þurft ímynd Íslands eftir eldgos og efnahags- hrun. „Það er snilld fyrir Íslend- inga eftir að hafa haft eldgos í jökli á Íslandi að öðrum jökli á landinu sé breytt í listaverk,“ segir Páll Ásgeir. gar@frettabladid.is Snæfellsjökull lýstur upp til að vekja fólk Þýski ljósalistamaðurinn Gert Hof stefnir að því að lýsa upp Snæfellsjökul í okt- óber á þessu ári. Senda á mannkyni öllu skilaboð upp á himinhvelfinguna. Hof hlaut heimsfrægð fyrir að ljósasýningar við frægar byggingar víða um veröld. GERT HOF Þýski ljósalistamaðurinn fór ásamt samverkafólki sínu á Snæfellsjök- ul í gær og kveðst heillaður af landslag- inu á Íslandi. MYND/SIGHVATUR LÁRUSSON LJÓSADÝRÐ Meðal verka Hofs er þessi ljósasýning í Atlanta í Bandaríkjunum. GERT HOF Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann fyrir að hafa í nóvember 2009 haft í vörslu sinni á heimili sínu 28 kvik- myndir og 61 ljósmynd sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Myndirnar fundust á fjórum geisladisk- um við rannsókn lögreglu. DÓMSTÓLAR Ákærður fyrir barnaklám SEÚL, AP Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í gær að þeir myndu hætta öllum samskiptum við Suður-Kóreumenn í refsingarskyni fyrir ásakanir þess efnis að Norður-Kóreumenn hefðu sökkt suður-kóresku herskipi fyrir tveimur mánuðum. Norður-Kóreumenn tilkynntu einnig að þeir myndu reka úr landi alla suður-kóreska emb- ættismenn sem starfa á sameiginlegu iðnaðar- svæði landanna tveggja nálægt landamærun- um. Mikil spenna er nú á Kóreuskaga eftir að alþjóðleg rannsóknarnefnd staðfesti að her- skipinu hefði verið sökkt af norður-kóresku flugskeyti í lok mars. 46 fórust. Suður-Kórea hefur sett viðskiptabann á nágranna sína í norðri og beitt sálfræði- hernaði á borð við það að flytja áróður úr stærðarinnar hátölurum sem staðsettir eru á landamærunum. Fregnir herma að Norður-Kóreustjórn hafi skipað her sínum að vígbúast. Bandaríkjamenn hafa lýst yfir ótvíræðum stuðningi við Suður- Kóreumenn. Um 28.500 bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu. Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld vest- rænna ríkja hafa reynt að miðla málum undan- farna daga og koma í veg fyrir að átök brjótist út. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, er stödd í Kína í því skyni að sann- færa Kínverja um að standa að baki ályktunum og aðgerðum Sameinuðu þjóðanna í málinu. - sh Kalt stríð er skollið á aftur milli Norður- og Suður-Kóreu eftir stirð samskipti um árabil: Reynt að miðla málum í eldfimu ástandi MIKIL REIÐI Suður-kóreskir mótmælendur brenna norður-kóreskan fána með mynd af Kim Jong-Il, leið- toga Norður-Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS Jafnrétti er velferð Vi ns tri hr ey fin gi n - g ræ nt fr am bo ð vil l b ei ta sé r f yr ir ró ttæ ku m þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta, hefja vernd náttúru og umhverfis til vegs á Íslandi og treysta byggð um allt land. // sjá m eira á w w w .vg.is/stefna/ Kynntu þé r málið á vg .is Ragnar Frank Kristjánsson VG Borgarbyggð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.