Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 8
8 26. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Dagskrá
1. Fundarsetning
2. „Bankahrunið og lærdómur lífeyrissjóða“
Erindi Salvarar Nordal, forstöðumanns Siðfræðistofnunar
Háskóla Íslands.
Kaffihlé
3. Almenn ársfundarstörf
4. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins
5. Önnur mál löglega upp borin
Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar og rétthafar
séreignarsparnaðar rétt til setu á fundinum.
Reykjavík 17. maí 2010
Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins
Ársskýrslu, tillögur til samþykktabreytinga og dagskrá fundarins
má nálgast á skrifstofu sjóðsins og á www.lifeyrir.is
Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn
fimmtudaginn 27. maí nk., kl. 16:00, á Hilton
Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
ÁRSFUNDUR 2010
Borgartún 30, 105 Reykjavík
Sími 510 5000
mottaka@lifeyrir.is
lifeyrir.is
1 Hversu marga borgarfulltrúa
fær Besti flokkurinn í komandi
kosningum ef marka má nýj-
ustu skoðanakönnunina?
2 Hvaða hljómsveit hefur tekið
upp nýja útgáfu af laginu Húsið
og ég ásamt Helga Björnssyni?
3 Hver skoraði bæði mörk
Fram á síðustu mínútunum
gegn Fylki í úrvaldsdeild karla í
knattspyrnu í fyrrakvöld?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
BARNAVERNDARMÁL Umsóknum um vistun
barna á meðferðarheimili fjölgaði um 26 pró-
sent fyrstu þrjá mánuði ársins 2010 miðað
við sama tímabil árið á undan, að því er fram
kemur í nýrri samantekt Barnaverndarstofu.
„Fyrstu þrjá mánuði ársins 2009 voru 38
umsóknir, en fjölgaði í 48 sama tímabil árið
2010,“ segir þar.
Barnaverndarstofa birti í gær samanburð
á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda
samkvæmt sískráningu nefndanna fyrstu
þrjá mánuði áranna 2009 og 2010. Fram
kemur að tilkynningum fjölgaði um þrjú pró-
sent. „Nokkur munur er eftir landsvæðum en
tilkynningum fækkaði lítillega á höfuðborg-
arsvæðinu en fjölgaði á landsbyggðinni um
10 prósent,“ segir í samantektinni, en sem
fyrr varða flestar tilkynningarnar svokall-
aða áhættuhegðun barna, eða 49,2 prósent.
„Þá hækkaði hlutfall tilkynninga þar sem um
heimilisofbeldi var að ræða frá því að vera
3,7 prósent tilkynninga fyrstu þrjá mánuði
ársins 2009 í 5,8 prósent fyrstu þrjá mánuði
ársins 2010.“
Þá kemur fram í samantekt Barnaverndar-
stofu að flestar tilkynningar til barnavernd-
arnefnda komi frá lögreglu, eða rétt tæpur
helmingur. Er það óbreytt milli ára. - óká
LÖGREGLA Alls fengu barnaverndarnefndir sendar til-
kynningar fyrstu þrjá mánuði ársins vegna 1.993 barna,
flestar frá lögreglunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar um þrjú prósent á milli ára:
Beiðnum um vistun fjölgar um fjórðung
HESTAMENNSKA Hrossapestin sem
geisað hefur hér á landi virðist
ekki í rénun. Stór hrossabú eru
víða óstarfhæf og þekkt að fol-
öld hafi fæðst veik. Grunur leik-
ur á að hross sem flutt var út til
Þýskalands nýlega hafi smitað
hross á búgarði þar. Þetta segir
Björn Steinbjörnsson dýralæknir
sem kortlagt hefur útbreiðslu pest-
arinnar.
„Mér er sagt að pestin breiðist
hraðar út í Eyjafirði en áður og að
nú sé mikið um nýsmit þar,“ segir
Björn. „Skagafjörður er langt
kominn, en þar hefur pestin staðið
frá því í mars og dreifst um fjörð-
inn. Enn er mikið smit á búum á
Vesturlandi og enn meira á Suður-
landi. Í síðarnefnda fjórðungnum
eru heilu búin óstarfhæf og sér
ekki enn fyrir endann á því.“
Björn kveðst ekki geta fullyrt
hvort pestin hafi náð hámarki.
„Við Susanne Braun dýralæknir
eyddum allri hvítasunnuhelginni í
að meðhöndla hross á þremur stór-
um ræktunarbúum. Þar eru flest
hross sjúk, misjafnlega mikið að
vísu, en það lítur ekki vel út með
það að þau fari á landsmót. Þó
að þessi hross yrðu reiðfær eftir
tvær vikur þá er þjálfunartíminn
skammur fram að landsmóti.“
Björn segist alls ekki geta séð að
hross sem veikst hafa hafi komið
sér upp ónæmi fyrir veirunni.
„Ég hef séð þó nokkuð af hross-
um sem eru að smitast í annað
sinn. Þau hafa veikst og náð sér,
en virðast svo hafa fengið nýsmit
aftur. Ég þori ekki að fullyrða
þetta en það er eins og þau hafi
smitast aftur, áður en brúkun hófst
eftir fyrri pestina.“
Björn segir að Herpes 4-vírusinn
hafi verið í íslenska hrossastofn-
inum og talinn meinlaus. Til séu
aðrir herpesvírusar sem geti smit-
að aftur og aftur. Full ástæða sé til
að rannsaka hvort þeir hafi breytt
sér og séu að framkalla þessa sýk-
ingu. Björn segir frjósemi hjá
stóðhestum í sumar áhyggjuefni.
Fái þeir veikina og hita eyðilegg-
ist sæðið í eistunum á þeim. Hann
varar einnig við útflutningi hrossa
meðan ekki er vitað hvaða smit-
bera sé um að ræða.
„Meðgöngutími virðist vera
tvær vikur, eða lengri, áður en
einkenni koma í ljós. Hross er
smitberi á þessum tíma. Ég þekki
dæmi þess að hross sem kom frá
Íslandi til Þýskalands virðist hafa
smitað önnur hross á búgarðin-
um þar þannig að þau hross virð-
ast hafa fengið sömu sjúkdómsein-
kenni og hrossapestin framkallar
á Íslandi.“
Björn og Susanne Braun vinna
saman að rannsókn pestarinnar.
Þau eru í sambandi við tvær rann-
sóknarstofur í Þýskalandi. Önnur
er með efni til greiningar í leit
að veirunni, en hin ráðleggur um
meðferð. jss@frettabladid.is
BLÓÐPRUFUR UTAN Björn Steinbjörnsson og Susanne Braun dýralæknar voru að
meðhöndla blóðprufur úr sýktum hrossum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hross bar pestina
líklega til Þýskalands
Grunur leikur á að hross sem flutt var út til Evrópu nýlega hafi smitað hross á
búgarði þar af hestapestinni sem geisar hér á landi. Þetta segir Björn Steinbjörns-
son dýralæknir. Pestin virðist ekki í rénun. Stór hrossabú eru víða óstarfhæf.
Ég hef séð þó nokkuð
af hrossum sem eru
að smitast í annað sinn.
BJÖRN STEINBJÖRNSSON
DÝRALÆKNIR
SKÓLAMÁL Stjórnendur Menntaskólans á Akureyri
hafa ráðist í umfangsmiklar breytingar á námsskrá
og kennslufyrirkomulagi skólans. Eru þetta mestu
breytingar sem gerðar hafa verið frá því áfanga-
kerfi var tekið upp fyrir 30 árum. Hugmyndin að
baki breytingunum er að auka virkni nemenda og
ábyrgð þeirra á námi sínu.
Nýr áfangi, Íslandsáfangi, verður tekinn upp við
Menntaskólann á Akureyri í haust. Er honum ætlað
að skerpa sýn og auka skilning nemenda á landinu,
þjóðinni og tungunni. Í áfanganum, sem verður
kenndur á fyrsta ári, verður upplýsingatækni sam-
ofin verkefnavinnu og sérstaklega hugað að læsi og
beitingu móðurmálsins, bæði í ræðu og riti. Virk
þátttaka nemenda liggur til grundvallar og er mikið
lagt upp úr að glæða áhuga þeirra á umhverfi sínu
og náminu almennt. Sækja nemendur fróðleik og
gögn í vettvangsferðum og fer námið fram utan
skólans sem innan.
Aðrar grundvallarbreytingar á námsskrá MA fel-
ast í svokölluðum velgengnisdögum á öllum önnum
þar sem hefðbundin kennsla verður brotin upp,
lokaverkefni sem allir nemendur þurfa að ljúka á
fjórða ári og færslu dönskukennslu af fyrsta ári yfir
á þriðja ár. Sú breyting mun ekki síst gagnast þeim
nemendum sem halda til háskólanáms á Norðurlönd-
unum að loknu stúdentsprófi.
- bþs
Fjölþættar breytingar á námsskrá og kennslutilhögun Menntaskólans á Akureyri:
Mestu breytingarnar í 30 ár
MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Nemendur á fyrsta ári munu
sækja fróðleik og gögn í vettvangsferðum í nýjum Íslands-
áfanga.
VEISTU SVARIÐ?