Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 26.05.2010, Qupperneq 10
10 26. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR Ekki er að merkja hápóli- tískan ágreining milli framboðanna þriggja í Fjarðabyggð. Flestir róa á svipuð mið og virðast ætla að standa saman um nokkur stórmál, hvernig sem kosn- ingarnar fara. Nokkur samhljómur er í máli oddvita framboðanna þriggja í Fjarðabyggð. Allir tala um fjár- mál sveitarfélagsins en skuld- ir þess eru miklar. Allir berjast gegn áformum ríkisstjórnarinnar um fyrningu kvóta og allir óttast að störfum á vegum ríkisins verði fækkað enn meira en orðið er. Enn fremur leggja þeir allir ríka áherslu á að ríkið ráðist í vega- framkvæmdir í sveitarfélaginu og eru Norðfjarðargöng þar helst nefnd. Í síðustu kosningum hlaut Fjarðalistinn fjóra fulltrúa, Sjálf- stæðisflokkur þrjá og Framsóknar- flokkur tvo. Auk þeirra var Biðlist- inn í framboði en fékk ekki mann kjörinn. Fjarðalistinn og Fram- sókn eru í meirihluta og hafa verið síðustu tvö kjörtímabil. Fjarðabyggð er af landfræði- legum orsökum um margt ólík flestum sveitarfélögum lands- ins. Byggðakjarnarnir eru sex sem kostar sitt. Til dæmis eru sex grunnskólar og fimm leikskólar í bæjarfélaginu. Til samanburð- ar má nefna að á Seltjarnarnesi, þar sem svipaður fjöldi fólks býr, er einn grunnskóli og tveir leik- skólar. Skuldastaða Fjarðabyggðar er erfið. Sveitarfélagið skuldar tæpa tólf milljarða króna en skuldirn- ar jukust til muna við fall krón- Barist við háar skuldir VIÐ BRYGGJUNA Á STÖÐVARFIRÐI Sex byggðakjarnar eru í Fjarðabyggð: Mjóifjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður. SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2010 Margt sameinar framboðin þrjú í Fjarðabyggð Fyrirtækið SagaMedica hefur verið með fæðubótarefnið SagaPro á markaði frá árinu 2005 en SagaPro er unnið úr blöðum íslenskrar ætihvannar (Angelica archangelica). Nú fer fram vísindarannsókn til að meta hvort SagaPro dragi úr tíðni næturþvagláta. Karlmönnum á aldrinum 50-80 ára, sem hafa ama af tíðum næturþvaglátum (að meðaltali 3 eða fleiri salernisferðir á nóttu), er boðið að taka þátt í rannsókn á áhrifum SagaPro. Alls er gert ráð fyrir 70 þátttakendum í rannsókninni. Þeim verður slembiraðað og taka annaðhvort 2 töflur af SagaPro eða 2 töflur af lyfleysu, einu sinni á dag í u.þ.b. átta vikur. Gert er ráð fyrir að hver þátttakandi komi í 4 heimsóknir á rannsóknarsetur á rannsóknartímabilinu, sem varir u.þ.b. 9 vikur. Áhætta af þátttöku felst í hugsanlegum óþekktum aukaverkunum af notkun SagaPro. Ekki er tryggt að þátttakendur hafi ávinning af þátttöku í rannsókninni en þeir gætu fundið fyrir jákvæðum breytingum á svefn- mynstri og tíðni þvagláta. Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar og Lyfjastofnunar og vinnsla verið tilkynnt Persónuvernd. Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa ekki skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Þátt- takandi getur dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. Óskum eftir karlmönnum sem vakna um nætur Aðalrannsakandi er Hrefna Guðmundsdóttir sérfræðingur í lyflækningum og nýrnasjúkdómum. Rannsóknin mun fara fram á Rannsóknarsetri Íslenskra lyfjarannsókna ehf. – Encode, Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík. Áhugasömum er bent á að leita frekari upplýsinga í síma 510 9911 eða 664 9937 milli kl. 8 og 17, eða með tölvupósti á netfangið clinic@encode.is. Fækkum þvottum, spörum raforku og vatnið sem er okkur svo kært. Hvítt og litað aldrei saman í þvottavélina? Það er nú liðin tíð! Lita- og óhreinindagildran dregur í sig umframlit og óhreinindi þvottarins. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur lengur af því að blanda saman litum. Allir litir saman í vélina. Prófaðu bara Þvoðu áhyggjulaus „Við leggjum mesta áherslu á að ná sveitarfélaginu upp úr erfiðum fjárhag,“ segir Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálf- stæðisflokks- ins. „Skuldir sveitarfélagsins eru 11,8 milljarðar, þær hækkuðu um þriðjung vegna gengisfallsins, og það var 570 milljóna króna halli á síðasta ári. Upp úr þessu þurfum við að komast.“ Ráðist hafi verið í ýmsar kostnaðarsamar framkvæmdir. Auk fjármálanna segir Jens Garðar mikilvægt að berjast gegn fækkun starfa á vegum ríkisins í sveitar- félaginu. „Þegar hefur mikið verið skorið niður og frekari niðurskurður er boðaður. Við þurfum að standa í lappirnar gagnvart því. Við þurfum líka að taka slaginn með sjómönnum og landvinnslufólki í baráttunni gegn fyrningarleiðinni. Þetta samfélag er fiskimannasamfélag frá gamalli tíð og menn hafa miklar áhyggjur af því að þeim grundvelli verði raskað.“ Jens Garðar segir að halda þurfi vel utan um velferðarmálin, staða margra heimila sé erfið. Spurður um hugmyndir um sameiningu allra sveitarfélaga á Austurlandi segir hann afstöðu sjálfstæðismanna einfalda: þeir séu á móti þeim. „Við skulum sameina íbúa Fjarðabyggðar áður en ráðist er í frekari sameiningu. Svo þarf ríkið að klára nauðsynlegar vega- bætur frá Vopnafirði til Djúpavogs áður en þetta er svo mikið sem rætt. Fyrr á ekki að eyða tíma og orku sveitarstjórnarmanna í þetta.“ Fjármálin þurfa að komast í lag unnar 2008. Til þeirra var einkum stofnað vegna framkvæmda sem sveitarfélagið réðist í til að mæta breyttum aðstæðum vegna tilkomu álversins í Reyðarfirði. Talsmenn allra framboða eru sammála um að vinna þurfi ötullega að því að greiða niður skuldirnar. Öfugt við mörg önnur sveitarfé- lög og landsvæði er ágætt atvinnu- ástand í Fjarðabyggð. Atvinnu- mál brenna því ekki sérstaklega á fólki. Á hinn bóginn er í gjörvallri Fjarðabyggð einörð andstaða við áform ríkisstjórnarinnar um að fyrna kvóta. Öll framboð ætla að berjast gegn þeim og segja fram- tíðina í húfi. Um fjögur hundruð Auglýsingasími Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.