Fréttablaðið - 26.05.2010, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 26. maí 2010 11
manns vinna hjá nokkrum stórum
sjávarútvegsfyrirtækjum í sveitar-
félaginu.
Engin stór einstök ágreinings-
mál eru uppi í Fjarðabyggð. Líkt
og áður var rakið eru menn sam-
mála um margt. Áherslur eru líka
svipaðar í mörgum málaflokkum.
Af samtölum við heimamenn að
dæma er líklegt að margir ætli að
ráðstafa atkvæði sínu út á fram-
bjóðendur fremur en málefni.
„Við erum
félagshyggju-
framboð og
okkar helstu
áherslur liggja
í að verja
grunnþjón-
ustuna,“ segir
Elvar Jónsson,
oddviti Fjarða-
listans. Hann segir ljóst að það
kosti peninga að verja grunnþjón-
ustuna og að ekki sé til of mikið af
þeim. Skuldastaðan sé líka erfið.
„Hins vegar eru tekjurnar miklar,
hér eru öflug fyrirtæki á sviði
sjávarútvegs og stóriðju og það þarf
að standa með þeim.“ Elvar segir
Fjarðalistann leggjast algjörlega
gegn fyrningarleiðinni, hún muni
hafa alvarlegar afleiðingar í för með
sér fyrir sveitarfélagið. Fjárhagsstöð-
una segir Elvar hafa verið í mjög
góðu jafnvægi fyrir hrun. Fram-
kvæmdir hafi verið fjármagnaðar
með lánum sem allt leit út fyrir að
yrði þægilegt að greiða af en við
hrunið hafi þau snarhækkað.
Elvar kveðst ekki sjá fram á að
Fjarðabyggð taki þátt í sameiningu
sveitarfélaga á næstu árum og
jafnvel áratugum. „Hér hafa orðið
margar sameiningar undanfarin
kjörtímabil og það er langt í frá
að þeim sé lokið. Enn er mikill
rígur milli svæða og margir ósáttir
við ýmislegt. Ég held að það þurfi
kynslóðaskipti svo allt verði slétt og
fellt.“ Átak í samgöngumálum er á
forgangslista Fjarðalistans. Þar er
horft til ríkisins sem að sögn Elvars
þarf að taka sér tak og einhenda
sér í mikilvægar framkvæmdir á
borð við Norðfjarðargöng.
Ætlum að verja
grunnþjónustuna
N
B
I
h
f.
(
L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t
.
4
7
1
0
0
8
-
0
2
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
17
6
0
Einkabankinn í
símann þinn á l.is
EINKABANKINN | landsbankinn.is | 410 4000
Nú getur þú sinnt bankaviðskiptum í símanum þínum, hvar og hvenær sem er.
Það er einfalt að skoða yfirlit yfir stöðu reikninga og kreditkorta, framkvæma
millifærslur, kaupa inneign fyrir GSM síma, sækja PIN-númer fyrir VISA kreditkort,
greiða inn á kreditkort og fletta upp í þjóðskrá.
Farðu inn á l.is og prófaðu Einkabankann í símanum þínum. Innskráning er með
sama hætti og þegar farið er í Einkabankann í tölvunni þinni. Þú skráir notendanafn,
lykilorð og auðkennisnúmer og þar með er fyllsta öryggis gætt.
„Við leggjum höfuðáherslu á að halda áfram
aðgerðum til að bæta fjárhagsstöðuna,“ segir Jón
Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins.
„Skuldastaðan er þung en reksturinn er góður og
allar líkur á að okkur takist að koma okkur út úr
þessu.“ Jón Björn segir áætlanir sem gerðar voru
um uppbyggingu og framkvæmdir hafa staðist
ágætlega fram að efnahagshruninu. Tekjustofn-
ar sveitarfélagsins séu öflugir og til marks um
umsvifin verði um fjórðungur allra útflutnings-
tekna landsins til í Fjarðabyggð.
Jón Björn segir Framsóknarflokkinn ætla að lofa
fáu en reyna að standa við
þau loforð sem hann gefur.
„Við erum komin að þolmörk-
um í niðurskurði í fræðslu- og
félagsmálum og þurfum að
finna nýjar leiðir til að standa
við bakið á þeim málaflokk-
um. Við þurfum líka að halda
stöðu okkar gagnvart ríkinu
en það hefur boðað niður-
skurð í starfsemi sinni hér.“ Þá hafi Framsókn á
stefnuskránni ýmis smærri mál sem ekki þurfi
að kosta mikla peninga. Nefnir hann samstarf
tón- og leikskóla, styrki til íþróttafélaganna og
forvarnir.
Framsóknarflokkurinn berst gegn fyrningu
kvóta og er það mat Jóns Björns að sú aðgerð yrði
rothögg fyrir stóru útgerðarfélögin þrjú í sveitarfé-
laginu. Hann vill að ríkið ráðist í gerð Norðfjarðar-
ganga auk annarra samgöngubóta. Margir íbúar
sveitarfélagsins ferðist um langan veg til vinnu.
Jón Björn segir sjálfsagt að skoða kosti og galla
þess að sameina sveitarfélögin á Austurlandi en
brýnna sé að ljúka sameiningu Fjarðabyggðar.
Höfuðáhersla á að bæta fjárhagsstöðuna
Björn Þór
Sigbjörnsson
bjorn@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA