Fréttablaðið - 26.05.2010, Síða 27

Fréttablaðið - 26.05.2010, Síða 27
miðvikudaginn 26. maí 2010 7 | FJÖGURRA ÁRA FARSI AÐ BAKI SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR SKIPAR 7. SÆTI Á LISTA SAMFYLKINGARINNAR Í REYKJAVÍK Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson varð borgar stjóri eftir kosningar. • Teknar voru upp nýjar úthlutun- ar reglur lóða sem kyntu undir lóða sölu og þenslu í Reykjavík. • Bjórkælir var bannaður í ÁTVR í Austurstræti. • Sjálfstæðisfl okkurinn talaði fyr- ir fyrirtækjareknum leikskólum, Glitnis og Kaupþings. • Tillaga um hlutafélagavæðingu Orku veitunnar leit dagsins ljós. • REI-málið sprengdi svo fyrsta meiri hluta kjörtímabilsins þeg- ar borgar fulltrúar Sjálfstæðis- fl okks ins ákváðu að selja REI, með 20 ára einkaréttarsamningi. Þá naut GGE forkaupsréttar og Sjálf stæðis fl okkurinn hafði ný- verið tekið við 30 milljóna risa- styrkjum frá FL-group sem átti meirihluta í GGE. F-listinn Sjálfstæðismenn nörruðu Ólaf F. Magnús son til samstarfs og gerðu hann að borgarstjóra. Meiri hluta- skipt in fóru fram við kröftug mót- mæli borgarbúa. • Verðmiðinn fyrir völdin voru 580 milljónir til að kaupa húsin við Laugaveg 4 og 6. Meirihluti Hönnu Birnu og Óskars • Strax voru gefnar stórkarlaleg- ar yfi rlýsingar um að herða á fram kvæmdum og þar með auka skuldir OR sem hafa vaxið um 400% á kjörtímabilinu. • Milljarður var settur í viðbótar- greiðsl ur umfram samninga til verktaka. • Orkuveita Reykjavíkur seldi hlut í HS Orku til skúff ufyrirtækisins Magma Sweden. Greiðslan var kúlulán til sjö ára með veði í bréf- unum sjálfum. • Dýrt húsnæði er leigt af einka- aðilum á meðan húsnæði borgar- innar stendur víða hálf tómt, meðal annars Ráðhús Reykja- víkur. • Nú er rætt um að auglýsa eftir skipu lagseignum til að kaupa í mið bænum fyrir allt að 400 milljónir, sem taka á að láni. Síðasta kjörtímabil er ekki mæli- kvarði sem við eigum að sætta okkur við. Borgarbúar eiga betra skilið. Nú er komið nóg af sér hags- munagæslu og rugli. Nú er kominn tími á vönduð vinnubrögð, sam- hug og jöfn tækifæri. Undir for- ystu Samfylkingarinnar getum við unnið okkur út úr kreppunni með markvissum hætti. Farsinn verð ur að taka enda, boltinn er hjá kjós- endum. Lj ós m yn d: H ör ðu r S ve in ss on Það er mannskemmandi að fara í pólitík. Þetta vita allir - fl estir hafa að minnsta kosti heyrt eða jafnvel sagt þennan frasa. Ég velti stundum fyrir mér hversu skaðlegur þessi frasi getur verið. Ég ætla að gefa mér að þeir sem fara út í stjórnmál vilji á einhvern hátt hafa áhrif á samfélag okkar: heilbrigðismál, menntamál, umhverfi smál, jafnréttismál eða félagslega kerfi ð eða hvað þau heita öll þessi kerfi sem hafa orðið til á 20. öld og eru orðin svo stór hluti af lífi okkar að við tökum ekki lengur eftir þeim. En þegar einhver sem ég þekki og treysti segist ætla að fara út í pólitík - á ég að segja við hann: Ekki fara - það er mannskemm- andi að fara í pólitík? Vil ég að pólitík sé til eða vil ég eitthvað annað kerfi ? Hvaða kerfi þá? Og ef ég segi góða fólkinu að bjóða sig ekki fram, hvaða fólk vil ég þá að stýri þessum mikil vægu málafl okkum? Ég geri mér ekki vonir um að næstu ár verði sérlega auðveld, það þýðir þó ekki endilega að hlutir þurfi að vera leiðinlegir. Samtakamáttur fólks getur verið hlaðinn jákvæðri orku og rökræð- ur geta skilað góðri niðurstöðu og svo eru oft alveg ágæt og upp- byggileg orka í mótmælum eða reiði. En ég held að við komumst ekkert nema gott fólk sé tilbúið að leggja alla sína orku, tíma og hugsjón í þau verkefni sem fram- undan eru. Ég held að það sé þörf á fólki sem hefur sýnt borgaralegt „Trúi ekki á instant byltingar“ hugrekki, hefur sýnt þrautseigju og fylgt hugsjónum sínum fast eft- ir í orði og á borði. Mér fi nnst að þegar slíkt fólk býður sig fram - þá eigum við að taka á móti því. Á lista Samfylkingarinnar eru tveir frambjóðendur sem ég vil gjarnan að nái kjöri núna á laugar- dag. Bjarni Karlsson hefur í starfi sínu sem sóknarprestur öðlast gríðarlega þekkingu og skilning á fl estum málafl okkum sem snerta nánast allt sem kalla má „lífi ð“ - frá vöggu til grafar. Hann hefur innsýn í málefni barna, unglinga, aldraðra og fatlaðra. Hann hefur reynslu af því að vinna með fólki á öllum aldri og af öllum stigum þjóðfélagsins og hann hefur tek- ið þátt í lífi fólks í gleði og sorg. Hann hefur aldrei sótt í „þæg- indin“, hann hefur unnið á virkan hátt gegn kynþáttafordómum og talað fyrir skilningi milli trúar- hópa. Hann hefur einnig beitt sér á virkan og opinberan hátt í þágu samkynhneigðra og viðurkenn- ingu þeirra innan þjóðkirkjunnar. Hann er óhræddur við að takast á við erfi ð og krefj andi viðfangsefni og hann fylgir þeim eftir af ástríðu og heilindum. Ég held að það sé mikil þörf á slíkum manni í borg- arstjórn einmitt núna. Hjálmar Sveinsson þorði að vera leiðinlegur á tímum þegar ekki mátti vera leiðinlegur eða gagnrýninn á Ís- landi og það var margoft reynt að þjarma að stöðu hans í útvarpinu á sínum tíma. Á síð- ustu árum hefur hann vakið athygli fyrir óvenju djúpa og vandaða greiningu á þeim skipulags- vanda sem blasir við á höfuðborgarsvæð- inu og verið einn af fáum sem hefur viljað hrófl a við smákóngaveldinu sem er smám saman að eyðileggja höfuðborgarsvæðið með van- hugsuðum og illa skipulögðum framkvæmdum. Það þarf að laga mikið til í innviðum borgarinnar, ég held að við þurfum menn með sterka sýn til að stuðla að breyt- ingum, svo að borgin þróist í rétta átt þegar næsta byggingarskeið hefst. Ég held að það þurfi menn sem hafa hugsað mikið og lengi um skipulagsmál og ég held að það þurfi mikla þekkingu og brenn- andi áhuga til að einhver breyt- ing verði á. Þess vegna vil ég mjög gjarnan sjá Hjálmar Sveinsson komast að í borgarstjórn. Hjálm- ar hefur auk þess mikla þekkingu á hálendi Íslands og orkumálum á Íslandi, hann hefur skrifað og fj allað um myndlist og tónlist og skrifað um borgarskáldin sem hafa sett mark sitt á borgina og borgarlífi ð á síðustu árum og áratugum. Ég er alveg sannfærð- ur um að kraftar hans og reynsla muni gagnast Reykvíkingum vel. Ég trúi ekki á neinar instant byltingar. Ég vona að samfélagið lagist smám saman með því að stjórnmálin laði til sín gott og reynslumikið fólk sem hefur einhverja sýn og vill láta gott af sér leiða. Ég held að fólk haldi áfram að vera fólk með öllum sínum kost- um og göllum. Stjórnmál eru ekki mannskemm- andi, við eigum að hvetja fólk til að taka þátt í stjórnmálum og hafa áhrif á mótun samfélagsins. Það er eina byltingin sem mér dettur í hug í augnablikinu. Það vantar gott fólk í alla fl okka, sem kjósandi hefur mér sjaldan fundist jafn mikil þekking og reynsla standa mér til boða og fi nna má í framboði þeirra Bjarna og Hjálmars, að öllum öðrum ólöstuðum auðvitað. Andri Snær Magnason skrifar „Ég held að það sé þörf á fólki sem hefur sýnt borgaralegt hug rekki, hefur sýnt þrautseigju og fylgt hugsjónum sínum fast eftir í orði og á borði.“ Ættu hverfi n í borginni að eiga hvert sitt merki? Grafíski hönn- uðurinn Bobby Breiðholt hannaði merki fyrir átta hverfi . „Það er ekki bara á landsbyggðinni sem fólk er stolt af umhverfi sínu“, segir Bobby. Þessi merki mætti nota á ýmsan hátt til að gefa borgarlífi nu lit.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.