Fréttablaðið - 26.05.2010, Síða 35
MIÐVIKUDAGUR 26. maí 2010
Sarah Jessica Parker var svo
stressuð vegna kjólsins sem hún
valdi fyrir frumsýningu Sex and
the City 2 að hún gat ekki sofið
nóttina áður. Margir hafa beðið
með spenningi eftir að þessi fram-
haldsmynd yrði frumsýnd og það
gerðist loks á mánudagskvöld.
Sarah Jessica valdi skærgulan
Valentino-kjól fyrir frumsýning-
una og leit frábærlega út. „Ég svaf
ekkert í gær. Ég er ennþá stress-
uð,“ sagði hún á frumsýningunni.
Sex and the City 2 verður frum-
sýnd næsta miðvikudag, 2. júní, í
íslenskum kvikmyndahúsum.
Sarah svaf ekkert
fyrir frumsýninguna
GLÆSILEG Sarah Jessica Parker klæddist
þessum glæsilega Valentino-kjól á
frumsýningu Sex and the City 2 í byrjun
vikunnar.
NORDICPHOTOS/AFP
Leikkonan Lindsay Lohan mætti loks fyrir
dómara í gær vegna ýmissa brota og var
dæmd til að ganga með ökklaband svo
hægt yrði að fylgjast með ferðum hennar
og hvort hún haldi sér edrú. Lohan deildi
við dómarann og sagðist ekki vilja
ganga með slíkt ökklaband því hún
þyrfti að mæta í tökur í Texas næstu
dagana. Svo virðist sem stúlkan
hafi logið að dómaranum því fjöl-
miðlar vilja meina að hún þurfi ekki
að mæta í neinar töku. „Lindsay er
aðeins með tvö verkefni í gangi og
talsmenn beggja framleiðslufyrirtækja
þvertóku fyrir það að hún þyrfti að mæta
í tökur í Texas. Búið er að taka upp kvik-
myndina Machete og tökur á næstu kvik-
mynd Lindsay fara ekki fram í Texas,“ var
haft eftir heimildarmanni.
Laug að dómara
DÆMD Linds-
ay Lohan var
gert skylt að
ganga með
ökklaband
svo hægt væri
að fylgjast
með ferðum
hennar.
Dalahringur er nýr og bragðmildur
hvítmygluostur. Lögun ostsins gerir það að
verkum að hann þroskast hraðar en aðrir
sambærilegir mygluostar á markaðnum.
Gríptu með þér Dalahring í næstu verslun.
airgreenland.com
Höfuðborg Grænlands
- spennandi áfangastaður
Þú færð nýja sýn á lífið í ferð til Nuuk. Í þessari aðlaðandi höfuðborg mætast fortíð og framtíð í götumynd gamalla tréhúsa
og nýrra bygginga. Það er ógleymanleg tilfinning að sigla inn 100 km langan Nuuk fjörðinn með 1000 metra há fjöll á
hvora hlið og sjá í fjarðarbotninum hvernig skriðjökulinn teygir sig ofan í sjó. Frá Nuuk er einnig upplagt að heimsækja
þorpið Kapisillit og kynnast hefðbundnu veiðimannaþorpi í stórfenglegri náttúru.
FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL NUUK, ÖNNUR LEIÐIN FRÁ AÐEINS 39.160,- ISK*
Skattar og gjöld innifalin.
*1.749 DKK. Miðað við Visa kortagengi 20.05.2010 og 22.39 ISK = 1 DKK, með fyrirvara um breytingar á gengi ISK.