Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 4
4 5. júní 2010 LAUGARDAGUR REYKJAVÍK Hvíta perlan, nýr fót- boltabar við Austurstræti, verður opnaður fimmtudaginn 10. júní. Þar með verða ákveðin tímamót í miðbæ Reykjavíkur, því Perlan er í húsnæði sem áður hýsti nektarstað- inn Óðal, allt frá 1996. Í ljósi laga sem taka gildi í júlí, og leyfa ekki nektardans, varð eig- anda Óðals, Grétari Inga Berndsen, ljóst að staðurinn þyrfti að skipta um stíl. „Fyrst ekki má gera hitt lengur þarf maður að gera eitthvað sem má,“ segir hann. Því hafi verið ákveðið að breyta til fyrir sumarið. Barinn verður opnaður fyrir fyrsta leikinn í komandi heimsmeistara- keppni í fótbolta. „Það er búið að endurnýja allt og þetta verður best búni sportbar á landinu með risaskjáum á þremur hæðum,“ segir Grétar, sem hefur fengið nýja félaga í reksturinn og er bjartsýnn á að þetta gangi vel. Þess má geta að Albert heitinn Guðmundsson, fyrrverandi ráð- herra, var kallaður Hvíta perlan á sínum fótboltaárum í Frakklandi og er mynd af frægum hundi hans, Lúsý, hluti af merki staðarins. - kóþ Nektarstaðurinn Óðal víkur fyrir Hvítu perlunni, eftir fjórtán ára rekstur: Ekkert stripp við Austurvöll GRÉTAR OPNAR ÚT Á AUSTURVÖLL Í stað nakinna kvenna verður nú hægt að líta á Alþingishúsið úr veislusal á þriðju hæðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UTANRÍKISMÁL Evrópusamtök- in hafa sent Samtökum ungra bænda opið bréf þar sem spurt er hvort auglýsingar, sem bænd- urnir birtu í dagblöðum í síðustu viku, hafi verið greiddar með almannafé. Í bréfinu segir að íslenskur landbúnaður sé styrktur um 10 milljarða á ári og að Bændasam- tökin fái ríflega 500 milljónir á ári. Hafi auglýsingarnar verið greiddar með almannafé er það ólíðandi og misnotkun á opinberu fé, að mati samtakanna. - þeb Evrópusamtökin senda bréf: Spyrja um aug- lýsingar bænda A og B vinna saman A-listi Fyrir okkur öll og B-listi Framfarasinna hafa gengið frá mál- efnasamningi um að starfa saman í meirihluta í Sveitarfélaginu Ölfusi. Forseti bæjarstjórnar verður Sigríður Lára Ásbergsdóttir af A-lista og formaður bæjarráðs verður Sveinn Steinarsson af B-lista. Auglýst verður eftir bæjarstjóra fljótlega. ÖLFUS TÉKKLAND, AP Vaclav Klaus, forseti Tékklands, fól Petr Necas, leiðtoga íhaldsmanna, að mynda stjórn í landinu í gær, nærri viku eftir að þingkosningar voru haldnar. Necas ætlar að fá til liðs við sig tvo nýja flokka, annars vegar nýjan flokk íhalds- manna sem nefnist TOP 09 og hins vegar nýjan miðjuflokk. Saman hafa flokkarnir 118 þingsæti af 200. Klaus forseti vill upplýsingar innan tveggja vikna um gang við- ræðnanna. - gb Flokkar spjalla í Tékklandi Ætla að mynda hægristjórn PETR NECAS Breiðablik heiðrað Knattspyrnudeild Breiðabliks hlaut jafnréttisviðurkenningu Kópavogs fyrir góðan árangur í kvennaknattspyrnu. Hvatningarviðurkenningu hlaut Íris Arnardóttir námsráðgjafi fyrir náms- efni um jafnréttismál. JAFNRÉTTISMÁL AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 04.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,2596 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,55 129,17 188,42 189,34 156,41 157,29 21,019 21,141 19,887 20,005 16,403 16,499 1,3864 1,3946 187,83 188,95 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsóknastofn- un leggur til að þorskkvóti verði aukinn um 10.000 tonn á næsta fiskveiðiári þannig að leyfilegur hámarksafli verði 160.000 tonn. Stofnunin kynnti í gær skýrslu um ástand nytjastofna sjávar, þróun veiða og stofnstærð, auk þess að kynna tillögur um hámarksafla um þrjátíu fiskistofna á næsta ári. Tillaga um 160.000 tonna hámarks afla þorsks byggist á því að sjávarútvegsráðherra ákveði að fylgja þeirri nýtingarstefnu sem ákveðið hefur verið að fylgja næstu fimm ár. Hún felur í sér reglu um að leyfa skuli veiðar á 20 prósentum af við- miðunarstofni fjögurra ára þorsks og taka að auki tillit til leyfilegs afla á yfirstandandi ári að hálfu leyti. Það þýðir að miðað við mat Hafrannsóknastofnunar um að sá stofn sé nú um 850.000 tonna við- miðunarstofn og að teknu tilliti til 150.000 tonna hámarksafla á þessu fiskveiðiári verði leyfilegur afli fiskveiðiársins, sem hefst 1. september næstkomandi, 160.000 tonn. Í skýrslu Hafrannsóknastofn- unar er hnykkt á því að Alþjóða- hafrannsóknaráðið telji að þessi nýtingarstefna samræmist alþjóð- legum samþykktum um varúðar- sjónarmið og hámarksnýtingu. „Löngu er þekkt að aflamark og þorskafli hafa einatt verið veru- lega umfram ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar en mikil breyt- ing til batnaðar hefur orðið þar á með tilkomu mótaðrar nýting- arstefnu og setningu aflareglu,“ segir Hafró. Í mörgum öðrum tegundum sé Þorskveiðin aukin um tíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur fram tillögu um 160 þúsund tonna hámarksafla þorsks á næsta fiskveiðiári. Draga þarf saman í veiðum á ýsu, steinbít og ufsa. AUKIN VEIÐI Aukinn þorskkvóti og aukinn kvóti til veiða á hrefnu og langreyði er meðal þeirra tillagna sem Hafrannsóknastofnun kynnti í gær. Hins vegar þurfi að draga saman veiðar á ýsu og ufsa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Við teljum að allt mæli með því að úthluta meira en 160.000 tonn- um og munum skora á sjávarút- vegsráðherra að leyfa veiðar á 200.000 tonnum af þorski,“ segir Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri Lands- sambands smá- bátaeigenda. „Það væri alls ekki óvarlegt.“ Smábátasjómenn eru hins vegar óhressir með tillögur um samdrátt í veiðum á ýsu og steinbít. Örn segir að stóraukinn veiði- stofn og hrygningarstofn þorsks megi skýra fremur með áhrif- um Grænlandsgöngu en hinu að ákvörðun um mikla skerðingu þorskafla 2007 sé nú að sanna sig. Skorum á ráð- herra að leyfa 200.000 tonn „Þetta eru mjög jákvæð teikn, svona tölur höfum við ekki séð frá 1970,“ segir Einar K. Guðfinns- son, fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra. „Þetta er klárlega vís- bending um að þorskstofninn er að stækka.“ Allt stefni í enn frekari aukn- ingu þorskafla á næsta ári. Árið 2007 var Einar sjávarút- vegsráðherra og ákvað að skera þorskafla niður úr 193.000 tonn- um í 150.000 tonn á ári til þriggja ára. Hann segir nú koma á daginn að sú ákvörðun hafi verið rétt. „Ef ekki hefði verið brugðist við 2007 hefði áralangur niðurskurður blasað við,“ segir Einar. Rétt ákvörðun tekin 2007 Tegund tillaga í þús. tonna tillaga 2009 ákvörðun 2009 Þorskur 160.000 150.000 150.000 Ýsa 45.000 57.000 63.000 Ufsi 40.000 35.000 50.000 Steinbítur 8.500 10.000 12.000 Skarkoli 6.500 5.000 5.000 Langa 7.600 6.000 7.000 Langreyður* 154 150 150 Hrefna* 216 200 200 * fjöldi dýra. Tillögur Hafró um hámarksafla aflinn umfram ráðgjöf stofnunar- innar og sé brýnt að gera breyt- ingu á því. Í öðrum helstu nytjategundum leggur stofnunin til að leyfður ýsu- afli verði 45.000 tonn. Í fyrra taldi stofnunin óhætt að veiða 57.000 tonn af ýsu en ráðherra ákvað að heimila veiði á 63.000 tonnum. Þá er gerð tillaga um 40.000 tonna hámarksafla á ufsa, sem er aukn- ing um 5.000 tonn frá tillögu síð- asta árs. Ráðherra fylgdi ekki þeirri tillögu heldur leyfði veiðar á 50.000 tonnum af ufsa. Hafró leggur til að leyfðar verði auknar hvalveiðar á grundvelli nýrra úttekta Alþjóðahvalveiði- ráðsins og NAMMCO. Veiða megi 216 hrefnur í stað 200 á þessu ári og 154 langreyðar í stað 150. peturg@frettabladid.is EINAR K. GUÐFINNSSON ÖRN PÁLSSON Frá og með 1. júlí hættir bankinn að senda út greiðsluseðla á pappírs- formi til viðskiptavina. Með rafræn- um viðskiptum getur þú sparað umtalsverða upphæð og dregið stórlega úr pappírsnotkun. Leggjum okkar af mörkum við að vernda umhverfið. Sparaðu og minnkaðu gluggapóstinn Hafðu samband VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 27° 25° 19° 29° 28° 20° 20° 22° 25° 28° 32° 34° 20° 27° 19° 13°Á MORGUN Hægviðri og skúrir síðdegis. MÁNUDAGUR Hæg breytileg átt um allt land. 15 17 15 13 18 13 18 12 16 12 4 2 3 6 2 4 4 3 4 10 10 2 14 13 17 18 16 16 12 12 10 14 FRÁBÆR HELGI Veðurspá næstu þriggja daga er frá- bær. Hægur vindur fyrir utan strekking allra syðst í dag. Úrkoma verður með minnsta móti en þó má búast við síðdegisskúrum á morgun og mánu- dag. En það er bara hressandi og gott fyrir gróðurinn! Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður Krefst aðgerða Suður-Kóreustjórn hefur sent örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna formlegt erindi, þar sem krafist er refsiaðgerða gegn Norður-Kóreu fyrir að hafa sökkt suður-kóresku herskipi með 46 manna áhöfn. SUÐUR-KÓREA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.