Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 108
72 5. júní 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is 6 DAGAR Í HM HANDBOLTI N1-deild karla í hand- bolta verður í heild sinni fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Margir bestu leikmenn deildarinnar yfir- gefa landsteinana og reyna fyrir sér erlendis. Sumir fara í atvinnu- mennsku, aðrir ætla að spila með vinnu eða námi og enn aðrir eru enn að leita sér að félögum en ætla út. Fimm leikmenn af sjö úr liði árs- ins í deildinni fara út eða stefna þangað. Þeirra á meðal eru besti leikmaður deildarinnar, Valdimar Fannar Þórsson, og markahæsti leikmaðurinn, Bjarni Fritzson. Fréttablaðið hafði samband við þjálfara allra félaganna átta sem spiluðu í N1-deildinni á síðasta tímabili, og þjálfara félaganna sem komust upp í deildina. Þeir voru spurðir hvaða leikmenn væru á leiðinni frá félaginu til að spila erlendis. Í töflunni hér til hliðar má sjá lista yfir leikmennina en ætla má að fleiri leikmenn gætu bæst í hópinn í sumar. Það eru ekki bara leikmenn sem eru á leiðinni út, heldur líka þrír þjálfarar. Þeir eru Aron Kristj- ánsson sem tekur við Hannover í Þýskalandi, Gunnar Magnússon sem fer til Kristiansund í Nor- egi og Patrekur Jóhannesson sem tekur við Eisenach. Viðmælendur Fréttablaðsins voru margir sammála um að deild- in yrði alls ekki jafn sterk eftir að hafa misst svo marga leikmenn. Þeir bentu þó á að þetta væri gott tækifæri fyrir yngri leikmenn til að koma upp. Allir voru sammála um að þetta sýndi ágæti íslensks handbolta. Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfoss, sagðist síðast á fimmtu- daginn hafa fengið símtal frá þjálf- ara í Frakklandi sem vantaði örv- hentan hornamann. „Þetta skiptir svo miklu máli hvað þú ætlar þér að gera. Ef þú ert ekkert endilega að stefna á A- landsliðið og ert búinn að gefa það upp á bátinn eru margir möguleik- ar í stöðunni, neðri deildir í Evr- ópu eins og í Frakklandi eða deild- irnar í Austurríki eða Sviss. Þar geta verið miklir peningar í boði en að sama skapi er deildin ekkert sérstaklega sterk, þannig lagað. Ekki endilega mikið sterkari en N1-deildin,“ segir Sebastian. „Umboðsmaðurinn í Frakk- landi gat boðið leikmanni 2000 evrur eftir skatta [um 315 þús- und íslenskar krónur á gengi gær- dagsins] auk frírrar íbúðar og bíls. Þetta er svona b-stigs atvinnu- mennska.“ Fjöldi íslenskra leikmanna yfir- gefur landið eftir hvert tímabil en styrkur þeirra hefur líklega sjald- an verið meiri. Í það minnsta þrír fyrrverandi atvinnumenn koma þó heim. Logi Geirsson mun spila með FH, Jóhann Gunnar Einarsson fer aftur til Fram og Ólafur Bjarki Ragnarsson fer til HK eftir dvöl í Þýskalandi. hjalti@frettabladid.is Þeir bestu yfirgefa Ísland Íslenskir handboltamenn yfirgefa landsteinana til að reyna fyrir sér erlendis. Sumir eru komnir með samning, aðrir leita enn að félagi. Mikil eftirsjá verður að mörgum bestu leikmönnum deildarinnar, sem og þremur góðum þjálfurum. Leikmenn úr N1-deildinni sem eru á leiðinni út: Haukar: Sigurbergur Sveinsson (Dormagen í Þýskalandi): Einn besti leikmaður liðsins, markahæstur á síðasta tímabili. Valinn í lið ársins. Hefur spilað 23 landsleiki og er í leikmannahópnum sem mætir Dönum í næstu viku. Pétur Pálsson (Danmörk): Mun flytja til Árósa í Danmörku. Er að leita sér að félagi. Spilaði stóra rullu á línunni hjá Haukum á síðasta tímabili. Var valinn í lið ársins. Elías Már Halldórsson (Haugasund í Noregi): Spilaði alla leiki með Haukum á síðasta tímabili og var lykilmaður í liðinu. Valur: Fannar Þór Friðgeirsson (Emsdetten í Þýskaland): Einn besti leikmaður Vals, hefur spilað þrjá A-landsleiki. Arnór Þór Gunnarsson (Bittenfeld í Þýskalandi): Lang markahæsti leikmaður Vals á síðasta tímabili, og jafnbesti maður tímabilsins. Valinn í lið ársins, er í landsliðshópn- um sem mætir Dönum í næstu viku. Hefur spilað sex A-landsleiki. Ingvar Árnason (Stavanger í Noregi): Spilaði alla leiki Vals á síðasta tímabili. Sterkur leikmaður sem stóð sig vel. Hefur spilað tvo A-landsleiki. Gunnar Harðarson (Óvíst): Gæti verið á leiðinni í nám til Norðurlandanna og spilar þá hugsanlega handbolta samhliða því. Akureyri: Andri Snær Stefánsson (Danmörk): Fer til reynslu hjá Århus GF í júlí og reynir að fá samning þar. Mun flytja til Árósa og finna sér annað lið ef það gengur ekki. Jónatan Magnússon (Kristiansund í Noregi): Fyrirliði Akureyrarliðsins, leiðtogi innan sem utan vallar. Einn mikilvægasti leikmaður félagsins. Árni Þór Sigtryggsson (Dormagen í Þýskalandi): Örvhent skytta sem var næst- markahæstur hjá Akureyri á síðasta tímabili. Hefur spilað fjóra A-landsleiki. HK: Valdimar Fannar Þórsson (Óvíst): Er á reynslu hjá Viborg í Danmörku og undir smásjá marga félaga. Mun að öllum líkindum spila úti á næsta tímabili. Valinn besti sóknarmaður N1-deildarinnar, fékk Valdimarsbikarinn, var valinn handboltamaður ársins og í lið ársins. Hefur spilað sex A-landsleiki. Ólafur Víðir Ólafsson (Haugasund í Noregi): Mun væntanlega semja við félagið, ásamt vini sínum Elíasi Má úr Haukum. Hefur spilað tvo A-landsleiki. Stjarnan: Sverrir Eyjólfsson (Eisenach í Þýskalandi?): Fer í æfingabúðir hjá Eisenach og eftir þær kemur í ljós hvort hann semur við félagið eða ekki. Afturelding: Bjarni Aron Þórðarson (Dusseldorf í Þýskalandi?): Var til reynslu hjá félaginu í vikunni, óljóst hvort hann fái samning. Markahæsti leikmaður Aftureldingar. FH: Bjarni Fritzson (Óvíst): Er að leita sér að félagi úti og sagði við Fréttablaðið í vikunni að hann ætlaði að nota júnímánuð í það. Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðasta tímabili, valinn í lið ársins, hefur spilað 39 landsleiki. Jón Heiðar Gunnarsson (d’Aix Handball í Frakklandi): Línu- maðurinn sterki var lykilmaður hjá FH. * Ólafur Guðmundsson (AG í Danmörku): Hefur samið við AG en verður lánaður til FH á næsta tímabili og spilar því heima. Enginn er á leiðinni út frá Fram, Gróttu eða Selfossi. Hreiðar Levý Guðmundsson spilar í dag með Emsdetten gegn Berg- ischer um sæti í úrslitarimmu við Dormagen um laust sæti í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á næsta tímabili. Emsdetten vann fyrri leikinn 33-27 og er því í vænlegri stöðu. „Við vorum komnir níu mörkum yfir þegar það voru sex mínútur eftir, þetta hefði því getað verið betra en var nokkuð gott,“ sagði Hreiðar Levý Guð- mundsson markmaður Emsdetten. Patrekur Jóhann- esson tekur við liðinu í sumar og Fannar Þór Friðgeirs- son gengur í raðir þess á sama tíma. „Það er fínasta sjálfstraust í liðinu fyrir leikinn. Fyrir mína parta vil ég bara fara í leikinn og vinna hann, við viljum ekki halda neinu forskoti eða neitt slíkt. Liðið er líka búið að vinna 18 af síðustu 20 leikjum og við viljum ekki tapa neinu þar,“ sagði Hreiðar sem segir fyrri leikinn hafa verið einn þann allra skemmtilegasta sem hann hefur spilað með félagsliði. „Það voru um 4.000 manns í húsinu. Það var bara trufluð stemning, algjörlega trufluð. Áhorfendur eru nálægt vellinum og líklega kemst úrslitaleikurinn í Svíþjóð sem ég spilaði næst þessu, en við töpuðum þar svo þetta var kannski skemmtilegra.” „Við höfum verið að berjast fyrir þessu allan veturinn og þetta er besti árangur félagsins í sögunni. Það hefur verið í einhver 20 ár í þessari deild held ég. Við erum líka nettar hetjur hérna í bænum,“ sagði Hreiðar hress. Tímabilið hefur verið langt og strangt hjá lands- liðsmanninum en hann segist fá aukakraft í útihlaup- unum þegar hann sér fyrir endann á tímabilinu. Fram undan eru jú mikilvægustu leikir tímabilsins. „Ég spila seinni leikinn, svo kem ég heim á sunnudaginn og spila leikina tvo gegn Dönum í næstu viku og fer svo von- andi strax aftur út til að spila við Dormagen á sunnudaginn,“ sagði Hreiðar sem segir að þetta sé ekkert of mikið fyrir sig, enda í besta formi. HREIÐAR LEVÝ GUÐMUNDSSON: SPILAR ÚRSLITALEIK MEÐ EMSDETTEN Í DAG Erum orðnir að nettum hetjum í bænum Robert Prosinecki er eini leikmaðurinn í sögu HM sem hefur náð því að skora fyrir tvær þjóðir í úrslitakeppninni. Prosinecki skoraði á 90. mínútu í 4-1 sigri Júgóslavíu á Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum á HM 1990 og skoraði síðan fyrir Króata í 3-1 sigri á Jamaíku á HM 1998. Þetta met mun aldrei verða slegið því FIFA hefur nú lokað á þann möguleika að leikmaður geti spilað fyrir tvær þjóðir. TVEIR STERKIR Á ÚTLEIÐ Sigurbergur Sveinsson og Fannar Þór, tveir af bestu leik- mönnum deildarinnar, yfirgefa Ísland í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Rockwood Premier 2317G 12 fet. Verð: 2.998.000kr Verð: 2.798.000kr Rockwood 191XR OFF ROAD 10 fet. Verð: 2.698.000kr Rockwood Premier 1904 10 fet. Ríkulegur staðalbúnaður í Rockwood fellihýsum Opnunartími: Mán - Föst. kl: 10-18 Laug - Sun. kl: 12-16 • Galvaníseruð grind • Evrópskar þrýstibremsur • Upphitaðar 12 cm springdýnur • Tjakkar með sandskeifum á öllum hornum • Góð fjöðrun, fjaðrir sem henta vel á íslenskum vegum • Útdraganleg trappa við inngang • Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk) • Handbremsa og varadekk m/hlíf • 50 mm kúlutengi • 220v tengill (blár skv. reglugerð) • Útvarp með geislaspilara, hátalarar inni og úti • Radial dekk / 13” álfelgur • Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými • Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic • SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti • 2 gaskútar • Gasviðvörunarkerfi • Öflug Truma combi 4 miðstöð m/heitu vatni • Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu • Skyggni (markísa) • Skyggðir gluggar • Flugnanet f. gluggum og hurð • Gardínur f. gluggum og svefnrými • 2ja feta geymsluhólf • Stórt farangurshólf • Voldugir öryggisarmar fyrir þak og tjald • 3 x 12 volta loftljós og 1 x útiljós • 1 x færanlegt lesljós með viftu • 110 amp rafgeymir • Heitt og kalt vatn, tengt • Rafmagnsvatnsdæla • 86 lítra vatnstankur • Klósett með hengi Fossháls 5-7 110 Reykjavík Sími 551 5600 Fax 551 5601 utilegumadurinn.is Rockwood fellihýsi fyrir Íslenskar aðstæður Torfæru útgáfan frá Rockwood fyrir þá sem vilja komast lengra. m/ útdraganlegri hlið. • upphækkað á 15” dekkjum • sér styrkt grind og sterkari hjólabúnaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.