Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 5. júní 2010 23 Margt hefur verið rætt og ritað um áhrif svokallaðrar „fyrn- ingarleiðar“ á sjávarútveginn sem ýmsir spá falli verði leiðin farin. Nýleg skýrsla Háskólans á Akur- eyri staðfestir að svo þarf ekki að vera. Það veltur á útfærslunni og menn verða að vanda sig. Í öllu þessu máli hefur borið á því að hugtök eru túlkuð með mismunandi hætti. Þetta torveld- ar umræðuna. Sumir hafa kosið að skilja tuttugu ára fyrningar- leið þannig að núverandi kvóta- hafar verði „rændir“ þeirri „eign sinni“ sem þeir hafa sjálfir slegið á fiskinn í sjónum. Stuðningsmenn breytinganna leggja allt annan skilning í þetta mál. Samráð við hagsmunaaðila Stefnan segir til um að þær afla- heimildir sem innkallaðar verða muni renna í auðlindasjóð, þaðan sem þær verða leigðar út aftur gegn sanngjörnu gjaldi til þeirra sem stunda útgerð. Hvort við gerum þetta á tuttugu árum – eða inn- köllum allt í einu og endurúthlutun til langs tíma (12-15 ára) – er bita munur en ekki fjár. Aðal atriðið er að gjald komi fyrir nýtingarréttinn og að forræðið og eignarhaldið yfir auðlindinni sé ótvírætt hjá þjóðinni. Þetta er í anda þess sem stjórnar- sáttmálinn kveður á um, og í anda þess sem landsfundur Samfylking- arinnar samþykkti fyrir síðustu kosningar. Markmiðið er að fisk- veiðar umhverfis landið séu þjóð- hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafs- botns. Í stjórnarsáttmálanum er því heitið að endurskoðunin verði unnin í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og miðað við að áætl- un um innköllun og endurráðstöfun taki gildi í upphafi fiskveiðiársins 1. september 2010. Stjórnvöld hafa gert sitt ítrasta til að standa við þetta fyrirheit. Samráðið hefur staðið yfir í allan vetur við hagsmunaaðila í grein- inni. Fulltrúar LÍÚ stukku fljótlega frá borði og hafa ekki komið að því síðan. Eftir sátu þó flestallir aðrir hagsmunaaðilar (um 20 manns), samráðsnefndin hélt áfram störf- um og mun nú vera á lokaspretti sinnar vinnu. Því er þó ekki að leyna að sú töf sem varð á störfum nefndarinnar gerir það að verkum að frumvarp um heildarendurskoð- un fiskveiðistjórnarkerfisins mun ekki koma fram á yfirstandandi vorþingi. Ég leyfi mér þó að vona að áætlun um innköllun og endur- úthlutun geti litið dagsins ljós fyrir tilsettan tíma. Ég gef mér það sem stjórnarþingmaður að ríkisstjórn- in muni standa við það fyrirheit að sýna á spilin varðandi útfærsluna fyrir upphaf næsta fiskveiðiárs, og ekki degi síðar. Annað væri óásætt- anlegt með öllu. Auðlind í eigu þjóðarinnar En lítum þá á meginatriði málsins og byrjum á því sem allir virðast sammála um. Það eru í fyrsta lagi markmiðin. Þau eru að tryggja 1) ótvírætt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafs- ins, 2) þjóðhagslega hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu, 3) jafnræði við úthlutun veiðiheimilda og þar með atvinnufrelsi í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ, og 3) að eyða óvissu um rekstrarskilyrði sjávarútvegsfyrirtækja með hlut- lægum leikreglum og auknu gagn- sæi við úthlutun veiðiheimilda. Flestir virðast sammála um að fiskveiðiauðlindin sé og eigi að vera sameign íslensku þjóðarinn- ar. Því er brýnt, í ljósi reynslunnar, að festa ákvæði um þjóðareignina í stjórnarskrá. Flestir hljóta að vera sammála um gildi þess að samræmi sé milli þess hvernig farið er með fiskveiði- auðlindina og aðrar þjóðarauðlind- ir á borð við orku og vatn. Í skýrslu sem nýlega var unnin fyrir forsæt- isráðuneytið um auðlindanýtingu er talið brýnt að nýting auðlinda sé tímabundinn afnotaréttur sem ekki myndi eignarrétt. Enn fremur fyrir afnot af auðlindum skuli koma gjald sem renni til ríkisins. Þetta er í fullu samræmi við þá stefnumót- un sem sett hefur verið fram um breytingar á kvótakerfinu. Þroskaðri umræða Fram hafa komið hugmyndir um að þeir sem nú stunda útgerð muni geta notið forleiguréttar að tilteknum hluta aflaheimilda. Sú umræða teng- ist hugmyndinni (einni af mörgum) um að innkalla allar aflaheimildir á einu bretti og endur úthluta til langs tíma, e.t.v. 15 ára gegn stigvaxandi leigugjaldi. Þetta er eitt af því sem útfæra mætti í nánara samráði við hagsmunaaðila, en með þessu móti yrði eytt óvissu um afkomuhorfur, rekstrarumhverfi, fjárfestingar og markaði, svo dæmi sé tekið. Ljóst má vera að fyrirhugaðar breytingar þurfa ekki að vera það þrætuepli sem ætla mætti af har- kalegri umræðu liðinna mánaða. Eitt hefur nefnilega áunnist við þær tafir sem orðið hafa á störf- um viðræðunefndarinnar – það er að umræðan hefur þroskast og lín- urnar skýrst. Vonandi mun það fljót- lega renna upp fyrir jafnvel hörð- ustu hagsmunaaðilunum að hér er til mikils að vinna, ef vel tekst til. Það veltur á vilja og réttsýni þeirra sem að málinu koma, ekki síst hags- munaaðila sem nú eiga þess kost að vinna með stjórnvöldum. Veldur hver á heldur. Hvað skal fyrna, hvernig og til hvers? Sjávarútvegsmál Ólína Þorvarðardóttir þingmaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis Flestir hljóta að vera sammála um gildi þess að samræmi sé milli þess hvernig farið er með fiskveiðiauðlindina og aðrar þjóðarauðlindir á borð við orku og vatn. AF NETINU Þrír upplagðir skattar Annar hver Íslend- ingur er á jeppa, því að benzín er of ódýrt. Í viðlögum er einfalt að hækka benzínskatt. Menn borga þannig fyrir notkun, keyra minna og eignast sparneytnari bíla. Miklu einfaldari en akstursskattur, sem kostar nýtt skráningar- og innheimtukerfi, svartan kassa í hvern bíl. Mér finnst ríkið hæglega geta náð þarna í tíu milljarða til viðbótar á ári. Einnig má færa fjármagnstekjuskatt nær tekjuskatti og sækja þar aðra tíu milljarða. Loks þarf að koma á auð- lindagjaldi og afla þar tuttugu millj- arða. Þetta þrennt kemur jafnvægi á ríkissjóð án frekari niðurskurðar á velferðinni. jonas.is Jónas Kristjánsson Rökleysa gegn persónukjöri Nú virðist vera búið að slá [af] per- sónukjör, að því er sagt er, vegna ótta við að hlutfall kynja verði ójafnt. Þetta er auðvitað fullkomin rökleysa. Fyrir það fyrsta, ef við gefum okkur að það sé sátt meðal kjósenda um að jafnt hlutfall kynja sé af hinu góða – sem ég ímynda mér að sé raunin – þá er auðvitað engin ástæða til að ætla annað en að kjósendur kjósi jafnt hlutfall kvenna við persónukjör. Ef reyndin væri hins vegar sú að ekki sé almennur vilji fyrir því jöfnu kynjahlutfalli, þá er það einfaldlega allt annað mál og þarf að skoða út af fyrir sig – og í miklu stærra samhengi. blog.eyjan.is/valgardur Valgarður Guðjónsson Fræðsla og áreiðanlegar upplýsingar eru öllu öðru mikilvægari til að þú getir tekið réttar og upplýstar ákvarðanir varðandi fjármál þín. Í verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Arion banka starfar öflugur og reynslumikill hópur sérfræðinga sem veitir viðskiptavinum faglega þjónustu varðandi sparnað í sjóðum, lífeyrissparnað og verðbréfaviðskipti. Við ætlum að gera betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.