Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 5. júní 2010 11 TÆKNI „Mér líst mjög vel á þetta enda komnir litlir og öflugir far- símar sem draga langt,“ segir fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragn- arsson og bætir við að hann sakni ekkert sérstaklega NMT-far- símakerfisins, það nýja sé betra. Síminn slekkur endanlega á NMT-kerfinu 1. september næst- komandi og tekur langdræga 3G- netið þá við. Staðið hefur til að leggja NMT- kerfið niður síðastliðin þrjú ár en því ítrekað verið slegið á frest. Síminn hefur verið að leggja niður NMT-stöðvar með skipuleg- um hætti upp á síðkastið samhliða uppbyggingu 3G-netsins. Frekari frestur verður ekki gefinn. Margrét Stefánsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Símans, segir unnið að því að hafa samband bæði sím- leiðis og bréfleiðis við jeppafólk sem notar NMT-kerfið og sjómenn sem ekki hafa fært sig yfir á nýtt kerfi. „Fyrir suma þeirra, einkum smábáta sem veiða á svæðum sem GSM-kerfið dekkar, dugar að vera með GSM-síma. Hinir hafa smátt og smátt verið að skipta út búnað- inum. Það gengur vel og viðtökur sjómanna eru mjög góðar,“ segir hún en með nýju kerfi geta sjó- menn nýtt nettengingar eins og þeir væru í landi. - jab FERÐAÞJÓNUSTA Gistinætur á hótel- um hér á landi voru átta prósent færri í apríl í ár en í fyrra. Samdrátturinn er rakinn til erlendra ferðamanna, gistinótt- um þeirra fækkaði um ellefu pró- sent en hlutur Íslendinga er svip- aður og í fyrra. Á Norðurlandi og Suðurnesj- um fjölgaði gistinóttum en á Vesturlandi og Vestfjörðum var samdrátturinn um 26 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum um 10 prósent. - pg Samdráttur í gistingu: Færri erlendir ferðamenn GVATEMALA, AP Gatnamót í Gvate- malaborg, höfuðborg Gvatemala, hurfu niður í þrjátíu metra djúpa holu sem myndaðist skyndilega þegar óveður geisaði þar á laugar- dag með úrhelli og roki. Fataverksmiðja, sem stóð á einu götuhorninu, hvarf einnig niður í holuna og þykir mildi að enginn starfsmaður hafi verið staddur í húsinu. Jarðfræðingar stóðu á gati þegar þeir voru spurðir um orsakirnar, en aurskriður ollu miklu tjóni víða um land í úrhell- inu um helgina. Grunur leikur þó á að hellir hafi verið undir gatnamótunum. Fyrir þremur árum myndað- ist sams konar hola við svipað- ar aðstæður í aðeins tveggja kílómetra fjarlægð, og sukku þá nokkur hús niður í hana. - gb Jarðfræðingar reknir á gat: Jörðin gleypti gatnamót og verksmiðju GATNAMÓTIN SEM HURFU Íbúar urðu felmtri slegnir en ekki er talið að neinn hafi farist. NORDICPHOTOS/AFP SÍTENGDUR Ómar Ragnarsson er með fyrstu og þekktustu farsímaeigendunum hér og var NMT-farsímahlunkur einkenn- ismerki hans um nokkurra ára skeið. Nýtt og langdrægt farsímanet tekur við af NMT-kerfinu í byrjun september: Ómar saknar ekki hins gamla Venjulegur farsími sem styður við þriðju kynslóð í farsímatækni á 900 MHz tíðnisviði (merktur 3G L) á að duga venjulegum notendum sem áður nýttu sér NMT-kerfið. Jeppamenn og aðrir sem fara utan alfaraleiðar ættu hins vegar að setja útiloftnet á bíla sína til að bæta símasambandið. Nýja kerfið Útvarpsstöð gegn fordómum Ný útvarpsstöð Ö-FM 106,5, sem rekin er af ungum hreyfihömluðum piltum, fór nýverið í loftið. Útvarps- stöðin hefur það að markmiði að útrýma fordómum í garð hreyfihaml- aðra með spaugið að vopni. SAMFÉLAGIÐ N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 17 6 0 Einkabankinn í símann þinn á l.is EINKABANKINN | landsbankinn.is | 410 4000 Nú getur þú sinnt bankaviðskiptum í símanum þínum, hvar og hvenær sem er. Það er einfalt að skoða yfirlit yfir stöðu reikninga og kreditkorta, framkvæma millifærslur, kaupa inneign fyrir GSM síma, sækja PIN-númer fyrir VISA kreditkort, greiða inn á kreditkort og fletta upp í þjóðskrá. Farðu inn á l.is og prófaðu Einkabankann í símanum þínum. Innskráning er með sama hætti og þegar farið er í Einkabankann í tölvunni þinni. Þú skráir notendanafn, lykilorð og auðkennisnúmer og þar með er fyllsta öryggis gætt. Sjómannadagskaffi Norðfi rðingafélagsins. Hið árlega Sjómannadags- kaffi Norðfi rðingafélagsins verður haldið á Kaffi Reykjavík 6. júní nk. kl. 15:00-17:00. Hvetjum sem fl esta til að mæta. Verð 1200 kr. frítt fyrir 6 ára og yngir. Stjórn Norðfi rðingafélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.