Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 96
60 5. júní 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is Litrík sólgleraugu og miðað við sólina síðustu daga þá veitir ekki af. Fallega hælaskó frá hönnuðin- um Soniu Rykiel til að vera á við fallega sumarkjóla. Flotta tösku frá Marc Jacobs. Hún er nógu stór til að koma öllum nauð- synjum ofan í og fæst í KronKron. OKKUR LANGAR Í … LITRÍKT OG FALLEGT Rendur, líflegir litir og skræpótt munstur voru áberandi í haust- línu Manish Arora. NORDICPHOTOS/GETTY SÓLRÍK TÍSKA Þessi guli kjóll frá Miu Miu mun svo sannarlega lífga upp á skamm degið. NORDICPOTOS/GETTY MITTISLÍNAN FJÖLBREYTILEG NÆSTA HAUST: SKAL ÞAÐ VERA HÁTT EÐA LÁGT Eins og sannast hefur í gegnum aldirnar er tískan síbreytilegt fyr- irbæri. Há mitti hafa verið svolítið gegnumgangandi á sýningarpöll- um undanfarin ár en nú virðist komin einhver breyting þar á ef marka má haust- og vetrarlínur ýmissa hönnuða fyrir árið 2011. Háu mittin halda þó velli að einhverju leyti en mittislínan virðist þó fara lækkandi hjá mörgum og minnir í sumum tilfellum á „flapper“-tískuna frá þriðja áratugnum. DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA SARA MCMAHON Vinkona mín benti mér á skemmtilegar bloggsíður fyrr í vikunni þar sem tískuspekúlantar miðla visku sinni til lesenda. Meðal þess sem þess- ir tískuspekúlantar eru að koma á framfæri til almennings eru ýmis góð ráð sem nefnast DIY, eða Do It Yourself, og þýða mætti sem Gerið það sjálf. Þar fá lesendur góð ráð um hvernig megi breyta gömlum flíkum þannig að þær öðlist nýtt líf. Ég sökkti mér ofan í lesturinn og fann ýmis- legt skemmtilegt á þessum bloggsíðum sem mögulegt væri að nýta sér í framtíðinni vilji maður bæta og laga gamlar flíkur. Meðal þess sem ég uppgötvaði var að litunaraðferðin tie-dye skuli draga nafn sitt af því að flíkin er bundin saman á mis- munandi stöðum áður en litun hefst. Ég, í minni fávisku, hafði í öll þessi ár haldið að orðið væri Thai-dye og ætti rætur sínar að rekja til lífsglaðra hippa sem sungu og hugleiddu á mjúkum ströndum Taílands. Talið er að þetta tiltekna mynstur hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið í Perú árið 500 fyrir Krist. Afbrigði af mynstrinu eru einnig þekkt í ýmsum löndum á vest- urströnd Afríku, í Japan og á Indlandi. Tie dye-mynstrið varð fyrst vinsælt á Vesturlöndum seint á sjöunda áratug síðustu aldar og þá sérstaklega á meðal ungra hippa. Tónlistarmenn á borð við Janis Jopl- in, Joe Cocker og John Sebastian klæddust gjarnan flík- um sem höfðu verið litaðar á þennan hátt og ýtti það enn frekar undir vinsældir þess. Vinsældir tie dye-litunaraðferðarinnar eru háðar tískustraumum hvers tíma og var þetta mynstur nokkuð vinsælt hér á landi síðasta sumar og þá sérstaklega í skær- um litum líkt og var í tísku á tíunda áratugnum. Tie dye er enn og aftur komið í tísku og því sniðugt að þefa uppi blogg með Gerið það sjálf-ráðum og prófa að lita einhverja flíkina sjálfur. Hægt er að finna kennslumyndbönd um aðferðina meðal annars á vefsíðunum youtube.com og www.punky- style.com. Aldargamlir tískustraumar KVENLEGT Vetrarlínan frá Chloé samanstóð bæði af lágum og háum mittislínum en kvenleikinn var ávallt í fyrirrúmi. NÁTTÚRU- LEGIR TÓNAR Vetrarlínan frá Chloé virðist innblásin af tísku áttunda áratugarins. NORDICPHOTOS/ GLAÐLEGT Þessi kjóll frá Manish Arora minnir nokkuð á „flapper“ tískuna. NORDICPHOTOS/GETTY > Þægindin fyrst Skór með fylltum hæl verða áfram afskaplega áberandi í sumar. Slíkir skór hafa það fram yfir marga aðra hælaskó að þeir þykja einstaklega þægileg- ir á fæti. Þær konur sem þola ekki við í hælaháum skóm gætu prófað að máta skópar með fylltum hæl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.