Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 2
2 5. júní 2010 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Tveir erlendir ferða- menn voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að bíll hafði ekið yfir tjald þeirra á Patreksfirði nóttina áður. Mennirnir eru ekki alvarlega slasaðir. Ökumaður bílsins var færður á lögreglustöðina á Ísafirði. Hann er grunaður um akstur undir áhrif- um áfengis og fíkniefna. Það var klukkan fimm í fyrri- nótt sem lögregla var kölluð á tjaldstæðið á Patreksfirði. Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að bíl hafði verið ekið yfir tjald á svæðinu. Tveir menn voru sofandi í tjaldinu. Reyndist vera um tvo kanadíska, rúmlega tvítuga, ferðamenn að ræða. Hjól bílsins fóru að einhverju leyti yfir þá. Þeir voru slasaðir og jafnframt slegnir eftir atvikið, en gátu þó rætt við lögregluna. Mennirnir voru fluttir á sjúkra- húsið á Patreksfirði, þar sem þeir voru í rannsakaðir og hlynnt að þeim í gærdag. Hvorki var talið að þeir væru lífshættulega slas- aðir né beinbrotnir. Meiðslin voru talin minniháttar miðað við það sem þeir urðu fyrir. Þeir voru hins vegar mjög miður sín eftir þessa ónotalegu upplifun. Síðdegis í gær voru þeir svo fluttir á bráðamóttöku Landspítal- ans eins og áður sagði til mynda- töku og frekari rannsókna. Þeir voru með áverka á höfði og brjóst- kassa eftir að hafa fengið bílinn yfir sig, að sögn Jóns B. G. Jóns- sonar, læknis á heilbrigðisstofnun- inni á Patreksfirði. Þrennt var í bílnum sem ekið var yfir tjaldið. Það fólk hafði ætlað sér að gista á svæðinu, en TJALDSTÆÐIÐ Á PATREKSFIRÐI Tveir kanadískir ferðamenn voru í fastasvefni í tjaldi sínu þegar bíl var ekið yfir tjaldið. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. FRÉTTABLAÐIÐ/BERGSTEINN Tjöld eru veigalitlir svefnstaðir og illa varðir fyrir vélknúnum ökutækjum. Fæstir gera ráð fyrir því þegar þeir leggjast til svefns að svo geti farið að ekið verði yfir þá, en atvikið á Patreksfirði er þó ekki einsdæmi. Oftast kemur Bakkus við sögu þegar ökumenn verða ekki varir við að þeir aka yfir svefnstaði fólks. Þannig var því varið þegar blekaður ökumaður ók yfir tjald erlends ferðamanns á Þingeyri fyrir tveimur árum. Tjaldbúinn náði að velta sér undan hjólunum þegar hann sá bílljósin nálgast óþægilega mikið. Fyrir fáeinum árum varð ungt par á tjaldsvæðinu á Akureyri fyrir þeirri óskemmti- legu reynslu að bíll ók yfir tjaldið og staðnæmdist ofan á fólkinu. Það slas- aðist ekki alvarlega, en kvartaði undan eymslum í baki og brjóstkassa. Ekið yfir tjaldbúa Pétur Sigurgeirsson bisk- up lést þann 3. júní, 91 árs að aldri. Hann fæddist á Ísafirði 2. júní 1919, sonur Guð- rúnar Pét- ursdóttur og Sigurgeirs Sigurðsson- ar sóknar- prests og síðar bisk- ups Íslands. Pétur lauk guðfræði- prófi frá Háskóla Íslands 1944 og meistaraprófi frá háskóla í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hann varð sóknarprestur á Akureyri 1947 og þjónaði þar uns hann varð biskup Íslands, en því embætti gegndi hann frá 1981 til 1989. Hann var vígslubiskup á Hólum frá 1969 til 1981. Þá ritaði hann bækur og blaðagreinar og orti sálma. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Sólveig Ásgeirsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn. - pg Herra Pétur Sigurgeirsson biskup látinn PÉTUR SIGURGEIRSSON Ók yfir tvo erlenda ferðamenn í tjaldi Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir með sjúkraflugi á slysadeild Landspítala í gær eftir að ekið hafði verið yfir þá þar sem þeir lágu sofandi í tjaldi sínu á tjaldstæðinu á Patreksfirði í fyrrinótt. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun. BANDARÍKIN, AP Seigfljótandi olía barst á norðvesturstrendur Flór- ídaskaga í gær, hálfum öðrum mánuði eftir að sprenging varð í olíuborpalli BP í Mexíkóflóa. Sundfólk flýtti sér upp úr sjón- um þegar því varð ljóst hvern- ig komið var, en fuglar áttu sér margir varla lífsvon eftir að hafa lent í olíunni. Olíufélagið BP sagðist í gær loks hafa náð að stöðva mesta lekann úr olíubrunninum, þó enn streymi töluvert magn óhindrað út í hafið. Olíulekinn gæti orðið sá versti í sögu Bandaríkjanna. - gb / sjá síðu 32 Glímt við olíuna: Hafa stöðvað mesta lekann Á PENSECOLA-STRÖND Ellefu ára piltur tínir upp olíuklepra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Reynir, er þá ekki hægt að bremsa kostnaðinn af? „Við erum alltaf á bremsunni með allan kostnað.“ Strætó tapar 350 milljónum á ári á töfum sem verða vegna hraðahindrana. Reynir Jónsson er framkvæmdastjóri Strætós. FÓLK Sjómannadagurinn verður í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur að íslenskum hætti í Torrevieja á Spáni á morgun. Hátíðahöldin fara fram á Flamenca-strönd- inni. Aldraðir sjómenn verða heiðr- aðir, keppt verður í reiptogi og boxi og farið í eggjahlaup og afla- kóngurinn verðlaunaður. - mmf Fagna sjómannadegi á Spáni: Keppt í reiptogi á ströndinni LÖGREGLUMÁL Tveir sextán ára pilt- ar, sem grunaðir eru um yfir 80 inn- brot í Grímsnesi, Borgarfirði, Döl- unum og á Þingvöllum í maí, eru nú vistaðir í einangrunarklefum á Litla-Hrauni. Þar hafa þeir verið í rúma viku og verða fram á þriðju- dag hið minnsta. Lögum samkvæmt er óheimilt að úrskurða ungmenni undir átján ára aldri í gæsluvarðhald nema sér- staklega standi á. Í tilfelli piltanna ungu stendur ekkert annað úrræði til boða fyrir þá en vistun á með- ferðarheimilinu Stuðlum, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúr- skurði. Þar er hins vegar ekki pláss auk þess sem annar sakborningur í málinu, fimmtán ára gamall piltur, er vistaður þar og engin leið væri að koma í veg fyrir að hann hefði sam- skipti við aðra grunaða í málinu. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir ákaflega sjaldgæft að jafn ungir menn séu úrskurðaðir í ein- angrun. Hann segist í svipinn ekki muna hvenær það henti síðast, en yfirleitt líði árafjöld milli slíkra til- vika. Gæsluvarðhaldsfangar undir lögaldri fái enga sérmeðferð, en njóti líkt og aðrir aðstoðar sálfræð- inga og geðlækna. Páll segir stofnunina ekki hafa mikið um ákvarðanir sem þess- ar að segja. „En ef einangrun- in dregst á langinn og er mjög íþyngjandi og hefur mjög slæm áhrif á viðkomandi þá getum við haft samband við ákæruvaldið og látið vita. Það hefur gerst.“ Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, var stödd erlendis þegar Fréttablaðið náði tali af henni og hafði ekki kynnt sér málið. „En þetta hljómar mjög illa og mér finnst þetta engan veg- inn nógu gott,“ sagði hún. Fjórði sakborningurinn í mál- inu, átján ára Íslendingur, er einnig í einangrun á Litla-Hrauni. - sh Umboðsmaður barna segir mjög slæmt að 16 ára grunaðir innbrotsþjófar séu vistaðir í einangrunarklefum: Tveir 16 ára í einangrun á Litla-Hrauni EINANGRUNARGANGURINN Piltarnir hafa verið í einangrun í rúma viku og verða minnst nokkra daga enn. KÓPAVOGUR Guðrún Pálsdóttir, verður bæjarstjóri Kópavogsbæj- ar, í umboði nýs meirihluta Sam- fylkingar, VG, Næst besta flokks- ins og Lista Kópavogsbúa. Guðrún hefur áður unnið sem sviðsstjóri tómstunda- og menn- ingarsviðs bæjarins, verið fjár- málastjóri Kópavogsbæjar og einnig þjónað sem starfandi bæj- arstjóri. Hún hefur því áratuga reynslu af þessum málefnum. Guðrún tekur við af Gunnsteini Sigurðssyni, sem hefur setið frá 1. júlí 2009. Í tilkynningu frá bænum segir einnig að formaður bæj- arráðs verði Guðríður Arnar- dóttir úr Samfylkingu. Forsetar bæjarstjórnar verði Ólafur Þór Gunnars son úr VG og Hjálmar Hjálmarsson úr Næst besta flokknum. Í fráfarandi meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Fram- sóknar var einn forseti bæjar- stjórnar. Félagsfundur Samfylkingar í Kópavogi lýsir yfir ánægju með niðurstöðuna og óskar Kópavogsbúum til ham- ingju með nýja forystu. Enn hefur lítið heyrst um hver verði helstu verkefni og stefnumál nýs meiri- hluta. - kóþ Meirihluti fjögurra flokka hefur verið kynntur: Sviðsstjóri verður bæjar- stjóri í Kópavogsbæ GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR HAFNARFJÖRÐUR „Við erum langt komin með málefnasamning og reiknum með að boða til félags- fundar í byrjun næstu viku,“ segir Guðrún Ágústa Guðmunds- dóttir, oddviti VG í Hafnarfirði. Meirihlutaviðræður hafa staðið yfir á milli Samfylkingar og VG eftir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir viku. Guðrún og Guðmundur Rúnar Árnason, oddviti Samfylkingar, hafa fundað um málefnasamn- ing og var því spáð að málinu lyki fyrir helgi. Ekki liggur fyrir hver sest í bæjarstjórastólinn. „Þetta tekur alltaf lengri tíma,“ segir Guðrún. - jab Bæjarstjórn í Hafnarfirði: Enn er fundað í Firðinum atburðarásin varð önnur. Öku- maðurinn, sem er rúmlega tví- tugur, var handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann var grun- aður um ölvun og jafnvel að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Blóðsýni munu leiða það í ljós. Samkvæmt þeim upp- lýsingum sem Fréttablaðið hefur fengið viðurkenndi hann brot sitt. Auk hans voru vitni færð til yfir- heyrslu á lögreglustöð. Þurfti að láta sumt af fólkinu, þar á meðal ökumanninn, sofa úr sér fyrir yfirheyrslurnar í gærdag. Enginn sérstakur eftirlitsmað- ur er á tjaldstæðinu á Patreks- firði, samkvæmt upplýsingum sem fengust í áhaldahúsi bæjar- ins. Hins vegar fara bæjarstarfs- menn þangað reglulega til að þrífa svæðið. Lögreglan á Ísafirði fer með rannsókn málsins. jss@frettabladid.is MENNTUN Forgangsraða þarf fjárveitingum til skóla og skoða hvort raunveruleg þörf sé á þeim fjölda háskóla sem nú er. Þetta kemur fram í nýrri álykun Félags háskólakennara. Félagið lýsir sig reiðubúið til samstarfs um að leita leiða til að hagræða í rekstri háskóla- stigsins. Þá segir það þörf á að skoða hvort aukið samstarf eða sameiningar séu vænlegar leiðir til sparnaðar og hvernig önnur lönd standi að fjárveitingum til einkaskóla og ríkisskóla. Félagið skorar jafnframt á rík- isstjórnina að setja fram skýra stefnu í málefnum háskólanna. - þeb Háskólakennarar álykta: Fjárveitingum til skóla verði forgangsraðað SPURNING DAGSINS 3.149 2.190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.