Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2010, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 10.06.2010, Qupperneq 36
 10. JÚNÍ 2010 FIMMTUDAGUR4 ● lífrænn lífsstíll Lífrænar afurðir eru í sókn á mörkuðum hérlendis. Við spurðum þá félaga í Laugarási, Ingólf á Engi og Þórð á Akri, hvað fælist í lífrænni ræktun. Þegar talað er um lífrænar afurðir er átt við afurðir sem ræktaðar hafa verið á lífrænan hátt. Í stuttu og ein- földuðu máli þá snýst lífræn rækt- un um frjósemi jarðvegs og hvern- ig má auka hana með náttúrulegum hætti. Í þeim tilgangi er skiptirækt- un afar nauðsynleg og einnig notk- un náttúrulegra hráefna til að næra og styrkja plönturnar. Þórður á Akri segir að nátt- úrulegur áburður sé veigamesti þátturinn í lífrænni ræktun. „Í gróðurhúsaræktun þarf áburður að skila mjög miklu til að uppfylla þarfir plöntunnar. Við notum aðallega rot- massa frá Flúðasvepp- um sem er hagkvæmur og ber algjörlega af sem áburður. Hann er bland- aður með hálmi og hænsnaskít sem er bætandi og léttur fyrir jarðveginn.“ Á lífrænu garðyrkjustöðinni Engi nota þau Ingólfur og Sigrún ýmsan náttúrulegan áburð á sínar plöntur eins og þangmjöl, fiski- mjöl og dauðhreinsaðan hænsna- skít. „Auðvitað er þetta vandasam- ara en að nota tilbúinn áburð og við höfum gert margar tilraunir með ýmsan lífrænan áburð,“ segir Ingólfur. „Uppskeran verður minni en í hefðbundinni ræktun en í stað- inn fáum við aukin bragðgæði og hollar plöntur. En við finnum að við eigum meiri hljómgrunn með okkar vörur í dag, fólk vill sjá sjálfbærni og hollustu.“ „Á Akri erum við meir og meir að fikra okkur yfir í ræktun allt árið. Það er langur og strangur ferill þar sem að mörgu er að hyggja. Góð reynsla er þegar komin á heilsárs- ræktun í hefðbundinni ræktun en þar sem aðstæður í lífrænni rækt- un eru allt aðrar þá þarf að huga vel að viðbrögðum plantnanna. Einnig þarf að huga að því að hvíla jarðveg- inn og svo þarf að þrífa og hreinsa út úr húsunum á milli holla,“ segir Þórður. Í þessari búgrein eru ekki notuð eiturefni til að halda sníkjudýrum í skefjum heldur er farið mun nátt- úrulegri leið. „Í byrjun reyndum við að losna við óværuna með því að sprauta á hana sápuvatni en núna er öðrum sníkjudýrum hleypt á hana. Við höldum sníkjudýrunum ávallt í réttu jafnvægi. Þegar ein tegund fjölgar sér of ört er öðru sníkjudýri bætt við sem heldur hinu í skefjum. Það er mikil þróun í sníkjudýrum og við höfum séð miklar breytingar gegnum árin. “ Hunangsflugur sveima milli plantna á Akri og segir Þórður að þær séu hollenskar og keyptar sérstaklega til að frjóvga plönt- urnar. „Þær eru miklu flinkari í þessu en við og fara betur með plönturnar.“ Hvað er lífræn ræktun? Á Akri stefna menn að lífrænni ræktun allt árið um kring. Með notkun lífræns áburðar verður upp- skeran minni en útkoman mun betri. Á lífrænu garðyrkjustöðinni Engi nota Sigrún og Ingólfur náttúrulegan áburð á sínar plöntur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● LAUGARÁS – MIÐSTÖÐ LÍFRÆNNAR RÆKTUNAR Um 100 íbúa þéttbýli er í Laugarási. Laugarás hefur smám saman unnið sér nafn sem miðstöð lífrænnar garðyrkju en þar eru lífrænu garðyrkjustöðvarnar Engi og Akur auk fjölda annarra garðyrkjustöðva. Í Laugarási er náttúrulegur jarðhiti og góð þjónusta við ferðamenn. Þar er vel skipulagt tjaldsvæði og húsdýragarðurinn Slakki. Í Laugarási er læknasetur uppsveitanna. Fjölmargir áhugaverðir staðir eru í ná- grenni Laugaráss og má nefna hið forna biskupssetur Skálholt, einn af merkustu sögustöðum landsins. Þar sátu biskupar frá 1056 til 1803 og þar er skóli, sem nú er nýttur til námskeiðahalds. „Fólk hefur vaxandi áhuga á menn- ingu og sögu svæðisins og ferða- þjónustuaðilar koma til móts við það með því að tengja sérstöðuna á hverjum stað, sögu og menn- ingu, við þjónustuna. Í uppsveitun- um vinna menn vel saman í ferða- þjónustu enda löng hefð fyrir sam- starfi. Við höfum sem betur fer sloppið við öskufall,“ segir Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu. „Margar þekktustu náttúruperl- ur landsins og sögustaðir eru í upp- sveitunum og fjölbreytt afþreying er einnig í boði. Matur úr heima- byggð er vinsæll. Heimsóknir í garðyrkjustöðvar og sveitabæi eru í boði, fjölbreytt afþreying, göngu- ferðir með leiðsögn, menningar- viðburðir og óvissuferðir. Jarðhit- inn er hluti af sérstöðu svæðisins, heitir hverir, sundlaugar, heitir pottar og gróðurhús. Þótt svæðið sé gamalgróið ferðamannasvæði þá er það síungt enda koma fram nýir aðilar með ferskar hugmynd- ir á hverju ári. Þess vegna er auð- velt að koma aftur og aftur og upp- lifa alltaf eitthvað nýtt. Hver árs- tíð hefur einnig sinn sjarma,“ segir Ásborg. Sjá sveitir.is. Kröftug ferðaþjónusta „Í uppsveitum vinna menn vel saman í ferðaþjónustu,“ segir Ásborg. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Landsins mesta úrval af Rauðarárstíg 10 . 105 Reykjavík . sími 562 4082 . yggdrasill.is Verið velkomin í glæsilega verslun okkar á Rauðarárstíg þar sem þú færð allar tegundir af lífrænu grænmeti sem ræktaðar eru á Íslandi. Í verslun okkar reynum við að skapa viðskiptavinum okkar vinalegt og hlýlegt umhverfi til að nálgast heilnæmar og lífrænar vörur, umhverfi fyrir alla þá sem láta sér annt um heilsuna og gera kröfur um gæði og hreinleika og þá sem vilja taka fyrstu skrefin í átt að heilbrigðari lífsstíl. Yggdrasill - náttúruleg heilsuverslun. lífrænu íslensku grænmeti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.