Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 16
16 19. júní 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hvað þarf að gerast til að hér megi metanvæða bílaflotann? eftir stefnumörkun ríkisins í þeim efnum. „Á að skattleggja gasið eða ekki og ætlar N1 að hækka gasverðið enn frekar? Menn verða að vera öruggir um að hverju þeir ganga,“ sagði hann og þar liggur ef til vill hundur- inn grafinn. Metangas virðist nærtækasti og hagkvæmasti kosturinn þegar horft til nýs orkugjafa í samgöngum hér á landi. Skipti yfir í metan eru tiltölulega einföld, notkunin er þjóðhagslega hagkvæm og um- hverfisvæn í ofanálag. Enn er samt nokkrum spurningum ósvarað og skýrir það ef til vill af hverju fleiri hafa ekki nú þegar skipt yfir í metanið. Munur á lítraverði metangass sem afgreitt er á ökutæki og 95 oktana bensíns er um þess- ar mundir nálægt 90 krónum. Umtalsverður sparnaður er í því fólginn að nota ökutæki sem brenna metangasi. „Sparnaðurinn“ verður því meiri sem ökutækið er frekara á sopann og meira er ekið. Ekki er langt síðan bensínverð fór yfir 200 króna múrinn og helstu sérfræð- ingar spá því að til framtíðar komi það frem- ur til með að hækka en lækka. Því er ekki nema von að margur hugleiði að skipta yfir í metan. Tilfellið er nefnilega að tiltölulega einfalt er að skipta, þótt vissulega fylgi því allnokkur kostnaður. Hægt er að breyta bæði bensínvél- um og dísilvélum þannig að hægt sé að nota á þær metangas. Eigendur amerískra dreka þurfa því ekki að óttast að úr þeim detti töff- arahljóðið þótt þeir breyti. En eftir breytingu ganga bílarnir bæði fyrir bensíni og metan- gasi. Nokkuð dýrt er að breyta Þá mælir fleira með því að beina orkuskiptum í samgöngum í þá átt að meiri áhersla verði lögð á metanbíla. Hér innanlands er hægt að vinna gas sem dugar á hátt í 30 þúsund bifreiðar. Þar spar- ast strax ógurlegar upphæðir í gjaldeyri því ekki þarf að flytja inn til landsins samsvar- andi magn bensíns. Þá kom fram í máli Einars Vilhjálmsson- ar, markaðsstjóra Metans hf., á ráðstefnu um orkuskipti í samgöngum sem iðnaðarráðu- neytið og fleiri stóðu fyrir í byrjun mánaðar- ins, að umtalsverðir möguleikar aðrir væru á söfnun metangass. Þar vísaði hann meðal annars til lífræns úrgangs sem til verður í sjávarútvegi, auk lífmassa frá landbúnaði og matvælaiðnaði. Þá mætti safna metangasi úr skolpi, líkt og þegar væri gert í Svíþjóð. Þá er notkun metangassins á bíla umhverfis- væn því óbrennt er gasið mjög skaðleg gróður- húsalofttegund. Einar benti á að í líftíma- greiningu á umhverfisáhrifum metanbíls og rafmagnsbíls hefði metanbíllinn margfaldan vinning, vegna þess hve mikill umhverfisskaði fylgi framleiðslu rafhlaðna í rafmagnsbíla. Tvö fyrirtæki sérhæfa sig nú í að breyta bílum. Í Vélamiðstöðinni var fyrsta bíln- um breytt árið 2007 og hefur þar nú verið opnað risastórt verkstæði til að breyta bílum af öllum stærðum og gerðum. Tæki Véla- miðstöðvarinnar koma frá Kanada. Þá sinn- ir fyrirtækið Einn grænn líka breytingum á bílum með búnað frá slóvenska fyrirtækinu G-1. Kostnaður við að breyta bíl er mismun- andi eftir því hvað bíllinn er stór og hvort setja þarf í hann fleiri en einn gaskút. Upp- hæðin getur hlaupið frá rúmum 300 þúsund krónum upp í um 700 þúsund. Því er viðbúið að aka þurfi 20 til 40 þúsund kílómetra áður en sparnaður við bensínkaup hefur náð upp í kostnað við breytinguna. Þá er einnig til þess að líta að enn hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um mögu- lega ívilnun frá hinu opinbera til þeirra sem ákveða að breyta bílum sínum. Nýir metan- bílar sem fluttir eru til landsins fá niðurfelld gjöld vegna þess að þeir eru umhverfisvænir og má því segja að eldri bílar sem er breytt og búið að greiða af öll gjöld beri skarðan hlut frá borði. Metanbirgðirnar klárast Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra upplýsti hins vegar eftir ráðstefnuna í byrjun mán- aðarins, sem haldin var til að marka upphaf vinnu starfshóps sem skipuleggja á orku- skipti í samgöngum, að starfshópurinn ætti að skila tillögum þegar í sumar, þar á meðal um mögulega ívilnun til þeirra sem kjósa að breyta bílum sínum. Á ráðstefnunni kynnti Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins sem á Véla- miðstöðina, líka þann vöxt sem orðið hefur í að breyta bílum í metanbíla. Frá því að fyrsta bílnum var breytt hjá þeim árið 2007 hefur fjörutíu bílum verið breytt. „Langflestum síðustu tvo mánuði, eða um 30 bifreið- um,“ sagði hann. Einn og hálfan til þrjá daga tekur að breyta hverjum bíl. „Í augnablikinu er vandamál okkar það að við eigum eftir að klára metanið sem til er í land- inu,“ sagði Jón Þórir og sagði næsta stóra verkefni snúa að því að finna meira metangas. Sömuleiðis kallaði forstjóri Íslenska gáma- félagsins eftir því að stjórnvöld fylgdu eftir, með aðgerðum, fögrum fyrirheitum um að stefna að umhverfisvænni orkugjöfum í sam- göngum. Hann segir að hjá fyrirtækjum og stofnunum ríkis og bæja sé keyptur einn og einn bíll „til sýnis“ en þar fyrir utan gerist ósköp lítið. „Þeir eru ekki tilbúnir til að tak- ast á við vandamálin sem alltaf verða til þegar byrjað er á einhverju nýju.“ Hver er stefna stjórnvalda? Meðal þess sem takast þarf á við, eigi að bíla- floti landsmanna að stórum hluta að ganga á metangasi, er að koma upp þjónustustöðvum fyrir metan um land allt, en þær eru nú bara tvær, báðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá er stór biti fyrir flesta að fjármagna breytingu á bílum og segir Jón Þórir að finna þurfi þægilegar fjármögnunarleiðir handa fólki og fyrirtækjum. Um leið segir hann ríða á að finna leiðir til að draga úr kostnaðinum. „Á krepputímum er þetta ansi mikill peningur fyrir fólk og ávinningurinn sést ekki fyrr en eftir tvö til þrjú ár,“ segir hann og bendir á að af vinnu við breytingu bíla mætti fella niður virðisaukaskatt og jafnvel láta koma á móti breytingum eingreiðslu sem samsvari tolla- niðurfellingunni sem nýir bílar fái. „Þá er ekki heldur komið neitt raunveru- legt verð á metan og við verðum að tryggja eitthvað raunverulegt verð til framtíðar,“ sagði Jón Þórir á ráðstefnunni og kallaði JÓN ÞÓRIR FRANTZSON METANDÆLA Á BÍLDSHÖFÐA Í REYKJAVÍK Metangaslítrinn (Nm3) kostar 114 krónur og því heldur léttari brúnin á þeim sem dæla gasi á bíla sína en þeim sem þurfa að borga nálægt 200 krónum fyrir bensín- lítrann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vistvænt, hagkvæmt og einfalt að skipta yfir í bíla sem nota metangas Á sunnudaginn var voru tíu ár liðin frá því að metani var fyrst dælt á bifreið hér á landi. „Þann 6. júní árið 2000 dældu starfsmenn Sorpu í Álfsnesi metaneldsneyti, sem unnið var úr hauggasi í hreinsistöð Sorpu í Álfsnesi, á nýjan VW Transporter Double Cap metan/ bensínbíl Sorpu. Í dagbók starfsmanns segir að allt hafi gengið að óskum og gangurinn í bílnum hafi verið óaðfinnanlegur,“ segir á vef Metans. „Allar götur síðan hefur Sorpa unnið metaneldsneyti úr hauggasi í Álfsnesi og hefur ökutækjum sem ganga fyrir metanelds- neyti fjölgað umtalsvert á þessum tíu árum.“ Fram kemur að nú aki daglega á annað hundrað metanbílar, stórir og smáir, um götur Reykjavíkur. „Áður voru það aðallega bílar í eigu lögaðila og stofnana ríkis og bæja, en einstaklingar eru í auknum mæli að uppgötva þann mikla ávinning sem felst í því að eiga og reka ökutæki sem nýtt getur metan sem eldsneyti,“ segir jafnframt á vefnum. Tíu ára afmæli fyrstu áfyllingar Metangasið er best og repjuolía verst þegar borin eru saman umhverfisáhrif lífræns eldsneytis, að því er fram kemur í saman- tekt á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Þar er vísað til nýrrar rannsóknar sem unnin var við háskólann í Lundi í Svíþjóð „Þá var etanól (spíri) ekki sem allrabest heldur, sem kemur nokkuð á óvart,“ segir þar. „Ef rétt er staðið að framleiðslu á metan- gasinu þá eru umhverfisáhrif af brennslu þess í bílvélum alls ekki skaðleg umhverf- inu að neinu leyti heldur þvert á móti,“ segir í samantektinni, en dregið er úr skaðlegum áhrifum metangass með því að brenna það. Óbrunnið er metanið öflug gróðurhúsalofttegund, 25 sinnum öflugri en koltvísýringur. „Metanið er ágætlega eld- fimt og brennur nánast upp til agna þannig að sáralítið af skaðlegum lofttegundum myndast við brunann.“ Umhverfisáhrifin Um síðustu mánaðamót hækkaði verð á metangasi á bifreiðar um 8 krónur. Normalrúmmetrinn (Nm3) kostar nú 114 krónur, en svo nefn- ist eining gassins sem seld er á bíla. Einn normalrúmmetri jafngildir 1,1 lítra af bensíni. Kristján Gunnarsson, deildarstjóri á fjármálasviði N1, segir hækk- unina fylgja kostnaðarhækkunum innanlands og fylgja neysluvísitölu að hluta. Verðmyndun gassins segir hann ráðast af rekstrarkostnaði afgreiðslustöðva og fjárfestingarkostnaði, þar sem gasið sjálft kosti í raun ekkert, en því er nú safnað á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi. „En hækkun hefur verið mun minni en hækkanir á bensíni, enda svo sem ekkert samhengi þar á milli,“ segir hann. Afgreiðslustöðvar fyrir metangas á bíla eru enn sem komið er bara tvær, önnur á þjónustustöð N1 við Bíldshöfða í Reykjavík og hin við Tinhellu í Hafnarfirði. Metan hf. framleiðir metangasið á bílana, en N1 er dreifingaraðili, segir Kristján. „Einkabílar sem nú aka um á metani eru um 150 talsins. Álfsnesið getur framleitt fyrir fjögur til fimm þúsund einkabíla. Það er því töluvert til og ég sé fyrir mér að aukningin þurfi að vera mun meiri í stórum notendum. Þar er ég að tala um sveitarfélög og stórfyrirtæki, en þau eru mörg hver að skoða þetta og breyta sínum bílum. Og það er fljótt að borga sig miðað við verðmuninn á eldsneytinu.“ Gasverðið fylgir vísitölu neysluverðs Óli Kristján Ármannsson oka@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.