Fréttablaðið - 19.06.2010, Side 47

Fréttablaðið - 19.06.2010, Side 47
LAUGARDAGUR 19. júní 2010 5 Stál og stuð Marel óskar eftir málmiðnaðarmönnum og rafvirkjum Við leitum að áhugasömum og hæfileikaríkum iðnaðarmönnum. Veitum góða starfsþjálfun og vekjum athygli á að störfin henta jafnt konum sem körlum. Rafvirkjar Rafvirkjar sinna fjölbreytilegum og krefjandi verkefnum við frágang rafbúnaðar fyrir framleiðsluvörur Marel. Þeir sjá einnig um stillingu og prófun tækja og búnaðar. Málmiðnaðarmenn Málmiðnaðarmenn vinna við smíði úr ryðfríu stáli, samsetningu og frágang tækja og búnaðar. Við leitum að áhugasömum og hæfileikaríkum málmiðnaðarmönnum og veitum þjálfun í smíði samkvæmt gæðakröfum Marel. Við bjóðum upp á snyrtilegt og öruggt vinnu- umhverfi, gott mötuneyti og barnaherbergi. Verkefnin eru fjölbreytt, vinnutíminn sveigjanlegur og sjálfstæð vinnubrögð í fyrirrúmi. Félagslíf er virkt, þökk sé öflugu starfsmannafélagi. Starfsmenn hafa aðgang að þremur sumarhúsum og mjög góðri íþróttaaðstöðu, þ.á.m. tveimur íþróttasölum, tækjasal, Boot Camp og öðrum æfingahópum. Hvað segir starfsfólkið? „Okkur er treyst til að gera hlutina” „Þú færð ekki betri vinnuaðstöðu” „Ég nota íþróttaaðstöðuna mikið” „Góður starfsandi og góðir vinnufélagar” Í framleiðslu Marel hf. er unnið í sellum eða litlum, sjálfstæðum liðum. Sellan er samábyrg fyrir því að uppfylla kröfur og væntingar viðskiptavina um gæði vöru, pökkun og útskipun búnaðar á afhendingardegi. Í sellunni er lögð áhersla á að fólk fái að vinna sjálfstætt og að því sé treyst fyrir sínu vinnusviði. Góð samvinna og liðsandi skiptir jafnframt miklu máli. Vinsamlegast sækið um á heimasíðu Marel: www.marel.com/jobs Umsóknarfrestur er til 29. júní nk. Nánari upplýsingar um störfin veita Axel Jóhannsson, axel.johannsson@marel.com og Björn Pálsson, bjorn.palsson@marel.com www.marel.com

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.