Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 60
6 matur
SVÍNASTEIK
Steikið kjötið í ofnskúffu við
hægan hita þar til kjötmælir
segir 70. Takið hana þá úr ofn-
inum um stund.
PURAN
1 egg
4 msk. Dijonsinnep
2 msk. brauðrasp
1 msk. sykur
Þeytið eggið og sinnepið
saman og berið á kjötið. Strá-
ið brauðraspi og sykri yfir.
Setjið kjötið í 200° heitan ofn
í 30 mínútur uns það er orðið
fallega brúnt og hart að utan.
Berið ferskt salat og bakað-
ar kartöflur fram með. Einnig
ofnbakað grænmeti þar sem
blandað er til dæmis saman
hvítkáli, blómkáli, gulrótum,
sætri kartöflu og rófum.
SNITSEL Í
SPARI FÖTUNUM
Skerið ferskt
svínakjöt í bita
og stráið salti og
pipar yfir.
ORLY-DEIG
250 g hveiti
1 egg
1 dl volgt vatn
½ dl matarolía
1 tsk. sykur
1 tsk. salt
2 dl Sprite
2 eggjahvítur
Hrærið saman hveiti, eggi,
vatni, matarolíu, sykri og salti.
Bætið Sprite út í og hrærið
varlega, látið deigið standa í
að minnsta kosti klukkustund.
Stífþeytið þá eggjahvíturnar
og bætið varlega saman við.
Dýfið síðan bitunum í deigið
og djúpsteikið þá í olíu.
Með snitselinu eru borin fram
hrísgrjón og súrsæt
sósa.
NÁTTÚRULEGT
FYRIR LIÐINA
NUTRILENK
NÝTT NÁTTÚRLEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN
Með hækkandi sól og komandi sumri er upplagt að stunda meiri hreyfingu.
Mörg okkar þjást af einhverskonar liðverkjum sem vilja oft draga úr okkur
getuna til að geta hreyft okkur sem skildi.
Nutrilenk er náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður
valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Nutrilenk hefur hjálpað
þúsundum Íslendinga að endurheimta betri liðheilsu í gegnum árin.
NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum,
Fræinu Fjarðarkaupum, stærri Hagkaupsverslunum,
Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum
Láttu ekki liðverki
aftra þér frá hreyfingu
Unaðslegur ilmur berst að vitum þegar stigið er
inn fyrir þröskuldinn
hjá Guðnýju Tómas-
dóttur og manni hennar,
Jóni Þorkeli Jóhannssyni, á Ormsstöð-
um í Grímsnesi. Börnin þeirra fjögur,
á aldrinum þriggja til tíu ára, eru úti á
palli í hellidembu og finnst það mikið
sport. Guðný er með steik í ofninum,
enda á hún von á hópi gamalla skóla-
systkina í mat. Hún ætlar að bjóða upp
á snitsel og sykursaltað svínakjöt sem
minnir á sænska jólaskinku og hún
hefur eldað við vægan hita.
Ormsstaðir standa á bökkum Hvít-
ár. Þar hafa Tómas Brandsson og kona
hans, Karen Jónsdóttir, stundað svína-
búskap frá 1980 og upp úr aldamótum
komu Guðný og Jón inn í reksturinn.
Guðný og foreldrar hennar eru skrif-
uð fyrir búinu og voru með fyrstu
svínabændum á landinu til að selja
beint frá býli á Netinu, í október 2008.
Vikulega hendast þau til Reykjavíkur
til að afgreiða og afhenda pantanir við
Breiðholtskirkju. Sjá www.ormsstadir.
is. - gun
Guðný er að undirbúa veislumáltíð fyrir skólasystkini úr Hlíðaskólanum sem hún
hefur ekki séð í tuttugu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SYKURSÖLTUÐ SVÍNASTEIK OG SNITSEL
Beint
frá býli
KRYDD Á LAMBIÐ Flestar krydd-
jurtir eiga vel við lambakjöt samkvæmt
heimasíðunni www.lambakjot.is. Mis-
jafnt er eftir heimshlutum og réttum
hvaða kryddjurtir eru notaðar hverju
sinni. Sumar kryddjurtir passa best í
karabíska rétti, aðrar í indverska karrí-
rétti og enn aðrar á norður-evrópska
villikryddaða lambasteik. Meðal krydda
á lambið geta verið chili, kanell, kúmen
og sesamfræ.
FRÆÐST UM LANDBÚNAÐ Almenningi gefst tækifæri til
að skoða bóndabæi og kynna sér þau störf sem þar eru unnin.
Þar er einnig hægt að kaupa vörur frá bæjunum. Á heima-
síðunni bondi.is er hægt að finna þá bæi sem hægt er að
heimsækja.
GRÆNMETI Í ÁSKRIFT Hægt er að panta líf-
rænar afurðir beint frá framleiðendum á heima-
síðu Græna hlekkjarins www.graenihlekkurinn.is.
Hægt er að panta vörurnar vikulega eða sjaldn-
ar en pöntunartímabilið er frá þriðjudegi til
hádegis á mánudag í næstu viku og pantan-
irnar eru afgreiddar á miðvikudegi og fimmtu-
degi þar á eftir.
ÍSLENSKT TE á bænum Vallanesi á Fljóts-
dalshéraði er meðal annars ræktað banka-
bygg. Vinsælt er að nota bankabyggið í
kjötsúpur en einnig er hægt að búa til úr
því byggte. 1 dl bankabygg, 1 msk. sítr-
ónubörkur, 1 kanelstöng. Aðferð: Þetta
er soðið saman í 1 l af vatni í minnst 15
mínútur.
AFMÆLISJÓGÚRT Því var fagnað á dögun-
um að hin lífræna, íslenska jógúrt Biobú hefur
verið sjö ár á markaði. Í upphafi var um að ræða þrjár
bragðtegundir af jógúrtinni, hreina, jarðarberja og með
múslíi. Í dag eru tegundirnar fleiri. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Biobú er Biobú eina lífræna mjólkurbúið á
Íslandi. Þrír mjólkurframleiðendur leggja inn mjólk hjá
Biobú en nóg framboð er af lífrænni mjólk um þessar
mundir.
MARKAÐSSTEMNING Bænda-
markaðir eru að verða algengir á Íslandi yfir sum-
artímann. Þar er oft hægt að nálgast vörur beint
frá framleiðendum. Um auðugan garð getur verið
að gresja meðal annars er oft hægt að finna
heimatilbúnar neysluvörur eða handverk á þess-
um mörkuðum.
margt smátt
Svínasteik
Á SÆNSKA VÍSU
Þeir sem sjá kassa borna milli bíla við Breiðholtskirkju gætu haldið að þar færi eitthvað ann-
að fram en að heiðarlegir svínabændur úr Grímsnesinu væru að koma kjöti til kaupenda.
A