Fréttablaðið - 19.06.2010, Side 68
40 19. júní 2010 LAUGARDAGUR
Þrautþjálfaðir fim
MYNDBROT ÚR DEGI |Fimmtudaginn 17. júní Myndir teknar á Sony
Fimleikatrúðarnir Fröken
Áhald og Fröken Prufa, sem
stundum ganga undir nöfn-
unum Sóley Anna Benónýs-
dóttir og Telma Jóhannes-
dóttir, hafa leikið listir sínar
saman opinberlega í nokkur
ár, þótt þær séu ekki eldri
en þrettán og tólf ára. Þær
létu sig ekki vanta á á sautj-
ánda júní skemmtunina í
miðbæ Reykjavíkur og sýndu
akróbatlistir sínar við mikinn
fögnuð áhorfenda, sem tóku
andköf þegar Fröken Áhald
þeytti Fröken Prufu um loftin
blá.
4 Fimleikatrúðarnir koma með enn eitt snildar-atriðið, áhorfendum til mikillar gleði!
5 Fimleikatrúðurinn Fröken Áhald fær sér kvöldmat með föður sínum og maturinn renn-ur ljúflega niður eftir eril dagsins.
■ Á uppleið
Hjólreiðar „Það er ekkert fallegra
en kona á hjóli,“ sagði maðurinn,
og það er margt til í því. Karlar eru
líka sætir á hjólum, og börn að
sjálfsögðu.
Rigning
Hún hefur
aldrei verið
eins góð og
núna þegar maður
finnur hvernig
hún hreinsar
öskumengað
loftið.
Gamla höfnin Það iðar allt af lífi á
gamla hafnarsvæðinu, uppbyggingin
í gömlu verbúðunum að fara á fullt
og innan skamms verður þetta með
skemmtilegri svæðum borgarinnar.
■ Á niðurleið
Lánastofnanir Það
er ekki bjart fram
undan hjá lána-
stofnunum, sem
héldu krísu-
fundi á meðan
lántakendur
fögnuðu dómi
Hæstaréttar
um ólögmæti
gjaldeyrislána í
vikunni.
Mávarnir á Tjörninni Einhvers
staðar verða vondir að vera. En er
ekki fulllangt gengið að hrekja end-
urnar í burtu og borða allt brauðið
sjálfir?
Mismunun Alþingi fékk plús í
kladdann þegar það gerði loksins
hjónabönd
samkyn-
hneigðra
jafnhá hjóna-
böndum karla
og kvenna.
MÆLISTIKAN